Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tiffany Joh – 8. desember 2011

Það er Tiffany Joh sem er afmæliskylfingur dagsins en hún fæddist í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, 8. desember 1986 og á því 25 ára afmæli í dag.  Hún fluttist ung til San Diego í Kaliforníu, ásamt foreldrum sínum sem eru frá Suður-Kóreu. Frá því hún gerðist atvinnumaður í golfi 2009, hefir hún sigrað á 2 mótum. Í fyrra, þ.e. 2010, hlaut hún þátttökurétt á LPGA vegna þess að hún varð í 8. sæti á peningalista Futures Tour (sjá mynd hér að neðan):

Tiffany nr. 8; í efri röð 2. f.v.

Tiffany Joh er margt til lista lagt en fyrir utan að spila á Futures og LPGA hefir hún breytt textum á nokkrum vinsælum lögum og „golfað þá upp,“ og gefið út að nýju. Hér að neðan má sjá myndskeið með gífurlega vinsælum  „golf“lögum afmæliskylfingsins okkar: „Da Grip“;  „She beats it“ og útgáfu hennar á lagi Coolio „Gangsta´s Paradise“ þ.e. „Yangsta´s Paradise.“

DA GRIP

SHE BEATS IT

YANGSTA´S PARADISE

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Laurie Auchterlonie, 8. desember 1868;  Edward Harvie Ward Jr., f. 8. desember 1925 – d. 4. september 2004; Ragnar Guðmundsson, GV 8. desember 1940 (71 árs); Brandt Snedeker, 8. desember 1980; (31 árs)  Kimberley Crooks, 8. desember 1990 (21 árs)

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is