Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2020 | 08:00

PGA: Landry sigraði á The American Express

Það var Andrew Landry, sem sigraði á The American Express.

Sigurskorið var 26 undir pari, 262 högg (66 64 65 67).

Landry er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur PGA Tour og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er fyrsti sigur Landry á PGA Tour.

Abraham Ancer frá Mexíkó varð í 2. sæti á samtals 24 undir pari og bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler varð þriðji á samtals 23 undir pari.

The American Express fór fram dagana 16.-19. janúar sl. í La Quinta, Kaliforníu.

Sjá má lokastöðuna á The American Express með því að SMELLA HÉR: