Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2019 | 00:01

PGA: Fritelli sigurvegari John Deere

Fyrsti sigur Dylan Fritelli frá S-Afríku á PGA Tour kom í gær á John Deere Classic.

Sigurskor Fritelli var 21 undir pari, 263 högg (66 68 65 64).

Russell Henley varð í 2. sæti á samtals 19 undir pari og annar forystumaður 3. dags Andrew Landry varð að sætta sig við 3. sætið ; lék á samtals 18 undir pari.

Landry er e.t.v. ekki sá þekktasti og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:

Sjá má hápunkta lokahringsins á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: