Afmæliskylfingur dagsins: Tristan Arnar Beck – 12. júlí 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Tristan Arnar Beck. Tristan Arnar er fæddur 12. júlí 2002 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann tók m.a. þátt í móti Áskorendamóti Íslandsbanka þann 6. júní 2015 á Selfossi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Paul Runyan, f. 12. júlí 1908- d. 17. mars 2002; Heimilisiðnaðar-félag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn (104 ára); Austfirskir Sjómenn 12. júlí 1965 (52 ára); Robert Allenby 12. júlí 1971 (46 ára); Sumartónleikar Í Skálholtskirkju 12. júlí 1975 (42 ára); Alexander Norén, 12. júlí 1982 (35 ára); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 (35 ára); Isabella Ramsay (sænsk) 12. júlí 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Inbee Park, 12. júlí 1988 Lesa meira
GHH: Óli Kristján klúbbmeistari GHH 2017
Meistaramót Golfklúbbs Hornafjarðar fór fram dagana 7.-9. júlí 2017. Upphaflega voru þátttakendur 6 og luku 3 keppni og var keppt í einum karlaflokki. Klúbbmeistari GHH 2017, eins og svo mörg undanfarin ár er Óli Kristján Benediktsson. Glæsilegt!!! Gaman væri nú að sjá kvenkylfinga taka þátt í Meistaramóti GHH, en margir góðir kvenkylfingar eru á Höfn í Hornafirði!!! Hér má sjá úrslitin í Meistaramóti GHH 2017: 1 Óli Kristján Benediktsson GHH 4 F 39 40 79 9 85 74 79 238 28 2 Guðmundur Kristján Guðmundsson GHH 4 F 41 52 93 23 86 83 93 262 52 3 Magnús Sigurður Jónasson GHH 13 F 50 40 90 20 85 93 Lesa meira
Signý Marta Böðvarsdóttir fór holu í höggi!!!
Signý Marta Böðvarsdóttir, GR, náði draumahöggi allra kylfinga þann 10. júlí 2017 sl. Hún var að spila Landið á Korpunni og fékk ásinn á 25. holu!!! Stórglæsilegt!!! Signý Marta er móðir kylfinganna snjöllu Böðvars Braga og Helgu Signýjar Pálsbarna og ekki erfitt að sjá hvaðan þau hafa golfgenin!!! Golf 1 óskar Signýju Mörtu til hamingju með ásinn!!!
GÓS: Jón Jóhannsson og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir klúbbmeistarar GÓS 2017
Dagana 7.-9. júlí fór fram Meistaramót Golfklúbbsins Ós (GÓS) á Blönduósi. Þátttakendur voru 10 og keppt í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GÓS 2017 eru Jón Jóhannsson og Guðrún Ásgerður Jónsdóttir. Hér má sjá úrslitin í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Jón Jóhannsson GÓS 9 F 43 48 91 21 92 85 91 268 58 2 Valgeir M Valgeirsson GÓS 17 F 48 47 95 25 96 97 95 288 78 3 Eyþór Franzson Wechner GÓS 15 F 47 49 96 26 98 97 96 291 81 4 Hafsteinn Pétursson GÓS 25 F 60 54 114 44 110 119 114 343 133 Meistaraflokkur kvenna: 1 Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 16 F 45 Lesa meira
Valdís Þóra: „Eitt högg í einu og njóta þess að spila á US Open“
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á morgun, fimmtudaginn 13. júlí 2017, á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið fer fram á Trump National Golf Club, Bedminster, N.J. og stendur það yfir í fjóra daga. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs á LPGA mótaröðinni og komst Valdís inn í mótið með góðum árangri á úrtökumóti sem fram fór á Englandi í júní. Valdís Þóra verður í ráshóp með Yan Liu frá Kína og áhugakylfingnum Dylan Kim í ráshóp fyrstu tvo dagana. Þær hefja leik kl. 14:20 að staðartíma eða 18:20 að íslenskum tíma. Á föstudaginn hefja þær leik kl. 8:35 að staðartíma eða 12:35 að íslenskum tíma. Hlynur Geir Lesa meira
Íslenska karlalandsliðið bætti sig mikið á 2. keppnisdegi EM
Íslenska karlalandsliðið er í 11. sæti af alls 16 liðum sem keppa í efstu deild á Evrópumótinu sem fram fer á Diamond-vellinum í Austurríki þegar tveimur höggleiksdögum er lokið. Ísland leikur því í B-riðli um fall í 2. deild en liðin í sætum 1.-8. keppa um Evrópumeistaratitilinn. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: Fimm bestu skorin á hverjum hring telja í hverri umferð. Ísland var +24 yfir pari líkt og Þjóðverjar og Tékkar eftir fyrsta hringinn. Í dag bætti íslenska liðið sig gríðarlega og lék á +5 samtals. Bjarki Pétursson (GB) (72-73) Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) (80-74). Gísli Sveinbergsson (GK) (76-72) Henning Darri Þórðarson (GK) (79-75) Aron Lesa meira
Stúlknalandsliðið í 19. sæti e. 2. keppnisdag á EM
Stúlknalandsliðið í golfi hóf keppni í gær, 11. júní 2017, á Evrópumótinu sem fram fer á St. Laurence Golf Club í Finnlandi. Íslenska liðið lék á +51 samtals á fyrsta hringnum, en bætti skor sitt á öðrum hringnum með samtals +47 í dag. Fimm bestu skorin telja á hverjum hring. Hér má sjá skor stúlknanna eftir 2 fyrstu keppnisdagana: Andrea Bergsdóttir (Hills GK, Svíþjóð), (76-80). Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), (80-83). Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) (81-78). Kinga Korpak (GS), (85-81). Amanda Bjarnadóttir (GHD), (89-87). Zuzanna Korpak (GS), (91-85). Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
GOS: Heiðrún Anna og Hlynur Geir klúbbmeistarar GOS 2017
Meistarmót Golfklúbbs Selfoss fór fram dagana 4.–8. júlí sl. á Svarfhólsvelli. Þátttakan var góð í ár en alls voru 81 kylfingur skráður til leiks. Leikið var í þrettán flokkum og hófu þau yngstu sinn leik þriðjudagsmorguninn 4. júlí. Hart var barist um sigur í öllum flokkum og urðu úrslit ekki ljós í flestum flokkum fyrr en á síðustu holunum í lok móts síðasta keppninsdags. Feðginin Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Hlynur Geir Hjartarson stóðu uppi sem klúbbmeistarar í ár en bæðu léku glæsilegt golf. Verðlaunaafhending og uppgjör mót fór fram í klúbbhúsinu að móti loknu. Klúbbmestararnir Heiðrún Anna og Hlynur Geir ásamt Ástfríði formanni GOS. Mynd: GOS. Úrslit mótsins urðu sem Lesa meira
GVS: Adam Örn og Sigurdís klúbbmeistarar GVS 2017
Þann 29. júní – 2. júlí 2017 fór fram Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar. Þátttakendur voru 33 og keppt var í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2017 eru Adam Örn Stefánsson og Sigurdís Reynisdóttir. Hér má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Adam Örn Stefánsson GVS 1 F 37 38 75 3 79 68 75 75 297 9 2 Jóhann Sigurðsson GVS 1 F 38 38 76 4 78 75 72 76 301 13 3 Guðbjörn Ólafsson GK 0 F 37 36 73 1 81 74 76 73 304 16 Konur – einn flokkur: 1 Sigurdís Reynisdóttir GVS 21 F 43 49 92 20 92 88 92 272 56 2 Guðrún Lesa meira
GM: Heiða og Kristján Þór klúbbmeistarar GM 2017
Meistaramót Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram 3.-8. júlí 2017 og voru 210 félagsmenn, sem tóku þátt. Ekki var hægt að kvarta yfir veðrinu fyrstu tvo daga mótsins en aðeins fór að bæta í vindinn þegar leið á mótið, hinsvegar voru veðurguðirnir með GM-ingum síðasta daginn og sást það vel á skorunum sem komu inn. Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Ingvason fór fyrstur mann holu í höggi á nýju 18. brautinni og vann hann nándarverðlauna keppnina sem var haldin alla vikuna enda er ansi erfitt að bæta holu í höggi. Svo voru það hjónin Karólína Margrét og Guðjón Björn sem bæði unnu sína flokka, ekki oft sem það gerist að hjón Lesa meira









