Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía lék 1. hring á Opna breska á +3 – Fer út kl. 8:09 – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk 1. hring á Opna breska á 3 yfir pari, 75 höggum. Hún er T-122 þ.e. jöfn 8 öðrum í 122. sæti og verður að bæta sig a.m.k. um 4 högg til þess að ná niðurskurði, sem miðaður er við 1 undir pari eða betra eins og staðan er nú. Meðal kylfinga sem deila 122. sætinu með Ólafíu eru ástralska golfdrottningin Karrie Webb og snjalli, franski kvenkylfingurinn Joanna Klatten. Í efsta sæti er Michelle Wie, en hún lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Það er vonandi að Ólafía eigi frábæran hring í dag og fljúgi í gegnum niðurskurð! Fylgist með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Pieters efstur á Bridgestone – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst á Firestone CC í Akron, Ohio, Bridgestone heimsmótið í golfi. Mótið stendur 3.-6. ágúst 2017. Eftir 1. dag er Belginn Thomas Pieters efstur, en hann lék 1. hring á 5 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er Russell Knox frá Skotlandi á 4 undir pari og 3. sætinu deila 6 kylfingar þeir: Jon Rahm, Jordan Spieth, Rory McIlroy, Bubba Watson, Kevin Kisner og Ross Fisher. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Firestone SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Laila Ingvarsdóttir og Lárus Kjærnested Ívarsson – 3. ágúst 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Laila Ingvarsdóttir og  Lárus Kjærnested Ívarsson. Laila er fædd 3. ágúst 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Lailu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Laila Ingvarsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn, Lárus er fæddur 3. ágúst 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag.Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Lárusar til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Lárus Kjærnested Ívarsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru: Guðrún Katrin Konráðsdóttir, 3. ágúst 1951 (66 ára); Regína Sveinsdóttir, 3. ágúst 1955 (62 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2017 | 12:49

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á Opna breska 12:49 – FYLGIST MEÐ HÉR!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR hefur leik, við birtingu þessarar fréttar kl. 12:49 (þ.e. kl. 13:49 á mótsstað) á fyrsta keppnisdeginum á RICOH Opna breska meistaramótinu. Hún verður í ráshóp með tveimur bandarískum keppendum, Jennifer Song og Laura Diaz. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsendingin kl. 10.00. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar hér á skortöflu með því að SMELLA HÉR:  Ólafía þekkir vel til Diaz sem er gift einum af fyrrum þjálfurum Ólafíu Þórunnar þegar hún var við nám í bandaríska háskólanum Wake Forest. Diaz gaf þar nemendum í Wake Forest liðinu góð ráð þegar hún kom þar í heimsókn á meðan Ólafía var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2017 | 10:00

Takið þátt í golfmóti Ólafíu Þórunnar og KPMG til styrktar Barnaspítala Hringsins 8. ág. nk.

KPMG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur halda góðgerðargolfmót til styrktar Barnaspítala Hringsins á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótið fer fram þriðjudaginn 8. ágúst og er einstakt og sögulegt. Þar mæta leiks mæta a.m.k. fimm LPGA kylfingar og gefst öllum þátttakendum tækifæri að spila nokkrar holur með einum þeirra. Auk þeirra munu nokkrir aðrir af bestu kylfingum landsins einnig taka þátt í mótinu. Fjöldi þátttakenda mun takmarkast við 18 holl en um er að ræða boðsmót þar sem fyrirtæki og einstaklingar kaupa sæti í mótinu og styrkja þannig gott málefni en þátttökugjöldin renna óskipt til Barnaspítala Hringsins. „Ég hlakka ótrúlega mikið til að koma heim eftir nokkuð langa og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Andri Þór lék best 5 Íslendinga sem keppa á Made in Denmark á 1. degi

Fimm íslenskir kylfingar taka þátt i Made in Denmark Qualifier mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League. Þessir kylfingar eru: Andri Þór Björnsson,, GR, Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG Eftir 1. keppnisdag er Andri Þór á besta skori Íslendinganna en hann lék á 2 undir pari, 70 höggum og er T-12 e. 1. dag. Skor hinna íslensku keppandanna voru eftirfarandi: Axel lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-56. Guðmundur Ágúst  lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-82 Haraldur Franklín lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-56. Ólafur Björn lék á 1 yfir pari, 73 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Andrésdóttir – 2. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Andrésdóttir. Þórunn er fædd 2. ágúst 1970 og á því 47 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Andrésdóttir (47 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fay Crocker, (f. 2. ágúst 1914 – d. 1983 – frá Úrúgvæ, lék á LPGA); Eyþór Árnason, 2. ágúst 1954 (63 ára); Bill Murchison Jr., 2. ágúst 1958 (59 ára); Caroline Pierce, 2. ágúst 1963 (54 ára), Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (54 ára); Þórunn Andrésdóttir, 2. ágúst 1970 (47 ára); Jonathan Andrew Kaye, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 23:45

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (5): Fjóla Margrét sigraði í fl. hnáta 10 ára og yngri

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Jaðarsvelli laugardaginn 29. júlí við ágætis aðstæður. Keppendur komu víðsvegar að til þess að keppa á þessari skemmtilegu mótaröð sem er ætluð þeim sem vilja öðlast keppnsreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Heimir Örn Árnason framkvæmdastjóri GA og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ afhentu verðlaunin í mótslok að lokinni pylsuveislu sem keppendum er boðið í eftir hvert einasta mót á Áskorendamótaröðinni. Yngri kylfingarnir (10-12 ára) léku 9 holur (25 þátttakendur), meðan þeir eldri (12-18 ára) léku 18 holur (11 þátttakendur). Sigurvegari í hnátuflokki 10 ára og yngri varð Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS en hann lék 9 holur á 11 yfir pari, 47 höggum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 23:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (5): Hilmar Veigar sigraði í fl. hnokka 10 ára og yngri

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Jaðarsvelli laugardaginn 29. júlí við ágætis aðstæður. Keppendur komu víðsvegar að til þess að keppa á þessari skemmtilegu mótaröð sem er ætluð þeim sem vilja öðlast keppnsreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Heimir Örn Árnason framkvæmdastjóri GA og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ afhentu verðlaunin í mótslok að lokinni pylsuveislu sem keppendum er boðið í eftir hvert einasta mót á Áskorendamótaröðinni. Yngri kylfingarnir (10-12 ára) léku 9 holur (25 þátttakendur), meðan þeir eldri (12-18 ára) léku 18 holur (11 þátttakendur). Sigurvegari í hnokkaflokki 10 ára og yngri varð Hilmar Veigar Ágústsson, GL en hann lék 9 holur á 12 yfir pari, 48 höggum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2017 | 23:15

Rory losar sig við kylfusvein sinn

Rory McIlroy hefir losað sig við kylfusvein sinn til 9 ára,  JP Fitzgerald. Á þessum langa tíma hefir Rory, með Fitzgerald á pokanum, sigrað í 4 risamótum og verið í 3 sigurliðum í Ryder bikarkeppninni svo minnst sé á eitthvað; jafnframt var Fitzgerald á pokanum hjá Rory þegar hann missti gott tækifæri til sigurs á Masters risamótinu og hreinlega bráðnaði á vellinum og varð að engu. Minnisstætt er þegar Fitzgerald tók Rory til hliðar á Opna breska á Birkdale þegar Rory var kominn 5 yfir par eftir aðeins 6 holu spil. Fitzgerald minnti Rory á hvaða hæfileika hann hefði með eftirminnilegum orðum:  ‘You’re Rory McIlroy, what the f**k are you Lesa meira