GV: Sigurbergur sigraði á Volcano Open
Hið árlega Volcano Open fór fram á Vestmannaeyjavelli 3.-4. júlí sl. Mótið var punktamót og var sigurvegarinn heimamaðurinn Sigurbergur Sveinsson. Sigurskor hans var 81 punktur (42 39). Í 2. sæti varð Ásta Björt Júlíusdóttir, GV og var skor hennar 72 punktar (38 34). Í bronssætinu var síðan enn annar heimamaður, Lárus Garðar Long, GV, á 69 punktum (35 34). Sjá má öll skor í mótinu með því að SMELLA HÉR:
PGA: DeChambeau sigraði á Rocket Mortgage Classic
Það var bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau, sem sigraði á móti vikunnar á PGA tour, Rocket Mortgage Classic mótinu. Sigurskor hans var 23 undir pari, 265 högg (66 67 67 65). Í 2. sæti varð Matthew Wolff heilum 3 höggum á eftir DeChambeau þ.e. á samtals 20 undir pari. Kevin Kisner varð í 4. sæti á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Agnar Daði Kristjánsson. Agnar Daði er fæddur 5. júlí 1999 og því 21 árs í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili. Komast má á facebook síðu Agnars Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Agnar Daði Kristjánsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón D Gunnarsson, 5. júlí 1943 (77 ára); Sigurður Hafsteinsson, 5. júlí 1956 (64 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (63 ára); Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir/Mensý, 5. júlí 1964 (56 ára); Valdís Guðbjörnsdóttir 5. júlí 1967 (53 ára); Markus Brier, 5. júlí 1968 (52 ára), Íris Björg Þorvarðardóttir, 5. Lesa meira
GSS: Úrslit úr kvennamóti GSS 2020
Kvennamót GSS fór fram í sólinni á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki, í dag, laugardaginn 4. júlí 2020. Þetta er sautjánda árið í röð sem þetta, eitt allra flottasta kvennmótið í golfi hérlendis, er haldið. Kylfingar glímdu við vind úr ýmsum áttum en skarðagolan var þó áberandi. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. Um 50 konur mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Konur í klúbbnum hjálpast að við undirbúning og utanumhald mótsins en mótið er styrkt af fjölda fyrirtækja í Skagafirði og víðar. Að vanda svignaði verðlaunaborðið undan glæsilegum verðlaunum og vill GSS færa styrktaraðilum hjartans þakkir fyrir stuðninginn. Texti að hluta: Anna Lilja Jónsdóttir. Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (27/2020)
Bernhard Langer segir við Martin Kaymer: „Vissir þú að það þarf 3 kindur í eina prjónaða peysu?“ Martin Kaymer: „Ég vissi bara ekki að kindur gætu prjónað!„
Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Garðarsson. Arnar er fæddur 4. júlí 1964 og á því 55 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að Stefáni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Stefán Garðarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Stefánsson er fæddur 4. júlí 1966 (54 ára); Arnar Olsen Richardsson, 4. júlí 1968 (52 ára); Þórunn Sif Friðriksdóttir, 4. júlí 1971 (49 ára); Jón Ævarr Erlíngsson, 4. júlí 1973 (47 ára); Mix DeTrix, 4. júlí 1975 (45 ára), …. og Yesmine Olsson Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
GK: Samið við 6 golfkennara
Golfklúbburinn Keilir hefir samið við eftirfarandi aðila: Birgi Vestmar Björnsson, Björn Kristinn Björnsson, Karen Sævarsdóttur og Magnús Birgisson. Endurnýjaðir voru samningar við Björgvin Sigurbergsson og Karl Ómar Karlsson, sem munu áfram sinna golfkennslu. Panta má tíma hjá þeim með því að SMELLA HÉR: Þessir 6 golfkennarar starfa í Golfakademíu Keilis og má segja að einhverjir færustu golfkennarar landsins séu þar saman komnir. Boðið er upp á kennslu og námskeið fyrir öll getustig. Hjá Keili starfar einnig vottaður kylfusmiður, Birgir Vestmar, sem býður upp á sérsmíðaðar kylfur og viðgerðir á þeim.
Afmæliskylfingur dagsins: Marzibil Sæmundardóttir – 3. júlí 2020
Það er Marzibil Sæmundardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Marzibil er fædd 3. júlí 1974 og á því 46 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Marzibil til hamingju með afmælið hér að neðan Marzibil Sæmundardóttir– Innilega til hamingju með 46 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Johnny C. Palmer, f. 3. júlí 1918 – d. 14. september 2006; Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, 3. júlí 1956 (64 ára); Postulín Svövu (61 árs); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (58 ára); Halldór Örn Sudsawat Oddsson, 3. júlí 1964 (56 ára); Anna Jóna Jósepsdóttir, 3. júlí 1987 (33 ára); Ji-Young Oh, 3. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson (26 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (32 ára – áströlsk – á LET) … og …. Steinunn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir. Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 58 ára afmæli í dag! Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi. Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (58 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (35 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (34 ára); Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 1. júlí 1998 (22 ára) ….. og …..Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (33 Lesa meira










