Víðir Steinar með ás!!!
Víðir Steinar Tómasson sló draumahögg á 2. degi meistaramóts GA, Akureyrarmótinu, þ.e. þann 9. júlí 2020. Höggið góða átti hann á par-3 4. braut Jaðarsvallar, sem er uppáhalds par-3 hola margra á Íslandi, sem spilað hafa alla velli landsins. Ekki amalegt að fá þægilegan örn í byrjun hrings!!! Þetta var í fyrsta sinn, sem Víðir fór holu í höggi. Golf 1 óskar Víði Steinari innilega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!
GK: Guðrún Brá og Rúnar klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði fór fram dagana 5. – 11. júlí og lauk því í gærkvöldi. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 376 og kepptu þeir í 23 flokkum. Klúbbmeistarar GK 2020 eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Rúnar Arnórsson. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR og með því að SMELLA HÉR (Meistaramót barna): Helstu úrslit má sjá hér að neðan: Meistaraflokkur karla (þátttakendur 18): 1 Rúnar Arnórsson, 11 undir pari, 273 högg (67 67 69 70) 2 Axel Bóasson, 10 undir pari, 274 högg (70 63 68 73) 3 Birgir Björn Magnússon, 3 undir pari, 281 högg (70 71 71 69) Meistaraflokkur kvenna (þátttakendur 3): Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ella María Gunnarsdóttir – 11. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ella María Gunnarsdóttir. Ella María er fædd 11. júlí 1975 og því 45 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. átt sæti í kvennanefnd klúbbsins. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Ellu Maríu með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þuríður Sigmundsdóttir, GÓ (58 ára); Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (42 ára); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (39 ára); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (38 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (36 ára); Ísak Jasonarson, GK, 11. júlí 1995 (25 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!) ….. og ….. Carsten Schwippe Golf 1 Lesa meira
GÖ: Ásgerður og Sigurður klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbs Öndverðarness fór fram dagana 1.-4. júlí sl.. Metþátttaka var í ár eða alls 107 þáttakendur. Veðrið var frábært allt mótið og völlurinn í frábæru ásigkomulagi. Klúbbmeistarar GÖ 2020 eru þau Ásgerður Sverrisdóttir og Sigurður Aðalsteinsson. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla (16) 1. sæti Sigurður Aðalsteinsson, 220 högg 2. sæti Þórir Baldvin BJörgvinsson, 226 högg 3. sæti Hallsteinn Traustason, 237 högg Fyrsti flokkur karla (20) 1 sæti: Finnbogi Steingrímsson – 247 högg 2. sæti: Ágúst Þór Gestsson – 257 högg 3 sæti: Jón Bergsveinsson – 258 högg Meistaraflokkur kvenna (7) 1. sæti: Ásgerður Sverrisdóttir Lesa meira
GHG: Þuríður og Elvar Aron klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis fór fram dagana 1.-4. júlí sl. Þátttakendur voru 41 og kepptu þeir í 10 flokkum. Klúbbmeistarar GHG 2020 eru þau Þuríður Gísladóttir og Elvar Aron Hauksson. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti GHG með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum meistaramótsins hér að neðan: Meistaraflokkur karla (þátttakendur 2): 1 Elvar Aron Hauksson, 25 yfir pari, 313 högg (78 74 80 81) 2 Þorsteinn Ingi Ómarsson, 28 yfir pari, 316 högg (78 77 82 79) Meistaraflokkur kvenna (þátttakendur 3): 1 Þuríður Gísladóttir, 96 yfir pari, 384 högg (100 100 93 91) 2 Inga Dóra Konráðsdóttir, 105 yfir pari, 393 högg (97 95 Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Guðmundur Gísli, Guðjón og Kara Lind – 10. júlí 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Guðmundur Gísli Geirdal, Guðjón Petersen og Kara Lind Ágústsdóttir. Guðmundur Gísli er fæddur 10. júlí 1965 og á því 55 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Oddi (GO). Guðjón er fæddur 10. júlí 1990 og er því 30 ára. Kara Lind er hins vegar fædd 10. júlí 1995 og á því 25 ára stórafmæli. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 – d. 4. september 2004; Bergthora Margret Johannsdottir, 10. júlí 1956 (64 ára); Scott Michael McCarron, 10. júlí 1965 (55 ára afmæli!!!); Helga Þóra Þórarinsdóttir, 10. júlí 1967 (53 ára); Margeir Ingi Rúnarsson, Lesa meira
GB: Hansína og Albert Garðar klúbbmeistarar 2020
Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram dagana 30. júní – 3. júlí sl. Veðrið við þátttakendurna 50 alla 4 keppnisdagana, en keppt var í 8 flokkum. Síðan fór fram verðlaunaafhending á föstudeginum að Hótel Hamri. Klúbbmeistarar GB 2020 eru þau Hansína Þorkelsdóttir og Albert Garðar Þráinsson. Sjá má öll úrslit í meistaramóti GB með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit í meistaramóti GB 2020 hér að neðan: Meistaraflokkur karla (þátttakendur 8): 1 Albert Garðar Þráinsson, 29 yfir pari, 313 högg (78 79 73 83) 2 Rafn Stefán Rafnsson, 38 yfir pari, 322 högg (78 80 75 89) 3 Anton Elí Einarsson, 40 yfir pari, 324 högg (77 78 86 Lesa meira
Ryder & Forsetabikarnum frestað um 1-2 ár
Tekin var ákvörðun um það að fresta Ryder bikarnum, sem fram átti að fara í Bandaríkjunum, nú í ár, um eitt ár. Mun Ryderinn því fara fram í Whistling Straits í Kohler, Wisconsin, Bandaríkjunum, dagana 21.-26. september 2021. Jafnframt var Forsetabikarinn, sem upphaflega átti að fara fram 30. september – 3. október 2021 í Quail Hollow Club í Charlotte, N-Karólínu færður til og mun nú fara fram 19.-25. september 2022. The PGA of America, Ryder Cup Europe og PGA TOUR tilkynntu sameiginlega um þessar breytingar í fyrradag, 8. júlí 2020. Ákvarðanirnar voru teknar vegna Covid-19 og nauðsyn þess að vernda áhorfendur fyrir smitum. Keppnirnar báðar án áhorfenda eru nánast óhugsandi, ekki Lesa meira
Evróputúrinn: Luiten efstur e. 1. dag Austrian Open – Guðmundur og Haraldur meðal keppenda
GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús, eru meðal keppenda á Austrian Open, móti vikunnar á bæði Evróputúrnum og Áskorendamótaröðinni. Mótsstaður er Diamond CC, í Atzenbrügg, sem er nálægt Vín í Austurríki. Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst T-30, kom í hús á 2 undir pari, 70 höggum. Ekki gekk eins vel hjá Haraldi, hann var á 9 yfir pari, 81 höggi og er í 139. sæti. Hollendingurinn Joost Luiten er efstur á 7 undir pari, 65 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Austria Open með því að SMELLA HÉR:
GM: Nína Björk og Kristófer Karl klúbbmeistarar 2020
Þann 29. júní – 4. júlí fór fram meistaramót Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Metþátttaka var í mótinu en þátttakendur, sem luku keppni, voru 229 og kepptu þeir í 22 flokkum. Veðrið var gott og Hlíðavöllur skartaði sínu fegursta. Klúbbmeistarar GM 2020 eru þau Nína Björk Geirsdóttir og Kristófer Karl Karlsson. Kristófer innsiglaði meistaratitil sinn eftir bráðabana við Sverri Haraldsson og var því baráttan æsispennandi. Sjá má öll úrslit úr meistaramóti barna og unglinga í GM með því að SMELLA HÉR: Sjá má öll úrslit í meistaramóti GM með því að SMELLA HÉR: Sjá má helstu úrslit í meistaramóti GM hér að neðan: Meistaraflokkur karla (þátttakendur 21) 1.Kristófer Karl Karlsson (eftir bráðabana við Lesa meira










