Leiðrétt frétt: Bandaríska háskólagolfið: Skor Gunnhildar taldi í 1. móti hennar!
Ranglega var greint frá því í frétt Golf 1 frá 1. október 2014 s.l. að skor Gunnhildar Kristjánsdóttur, GKG, sem var að leika sinn fyrsta leik með golfliði Elon, í bandaríska háskólagolfinu, hefði ekki talið. Í þessu fyrsta móti Gunnhildar í bandaríska háskólagolfinu, UNCG Forest Oaks Fall Classic, sem fram fór í Greensboro, Norður-Karólínu varð lið hennar Elon í 1. sæti. Í hinni röngu frétt Golf 1 sagði eftirarandi: „Gunnhildur hafnaði í 54. sæti í einstaklingskeppninni var á samtals 21 yfir pari og var í 5. og síðasta sæti af liðsfélögum sínum og taldi skor hennar ekki að þessu sinni.“ Hið rétta er að skor Gunnhildar taldi á 2. hring Lesa meira
GSG: Styrktarmót Elísabetar Helgu á morgun – Fjölmennið!!!
Elísabet Helga er 13 ára og á að fermast í vor. Hún er dóttir Ásu Guðmundsdóttur og Jónatans Sigurjónssonar formanns GSG og barnabarn Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra GSG .Elísabet hefur verið skráður félagi í GSG undanfarin ár. Hún fékk fyrst greiningu fyrir tæplega 3 árum er greind með flogaveiki . Gekk vel fyrstu 2 árin í lyfjameðferð en seinasta hálfa árið hefur ekkert gengið að ná stjórn á flogunum og hún afskaplega lasin og þarf sólahringsgæslu og ummönnun. Elísabet hefur verið inn og út af heilbrigðisstofnunum síðustu mánuði. GSG ætlar að láta þátttökugjald í Stigamóti 12 renna til þeirra til að hjálpa þeim að standa undir verulegum kostnaðarauka og vinnutapi sem Lesa meira
Rory kom sér hjá að svara nokkrum spurningum á #ASKRORY – Myndskeið
Evrópumótaröðin byrjaði með nýtt efni á vefsíðu sinni sem heitir #askrory í gær þar sem lofað var að nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, myndi svara bestu spurningum sem spurt væri um á myndskeiði. Hér má sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: Í myndskeiðinu var Rory spurður allskyns spurninga allt frá tónlistarsmekk sínum (þ.e. hvað hann sé með á iPod-inum sínum) til þess hvað hann kysi heldur að vera með á beikon-samloku tómatsósu eða brúna sósu? Síðan voru nokkrar spurningar sem Rory neitaði að svara. Hér eru nokkur dæmi: 1. Ef þú ættir að búa til hljóðfæri úr grænmeti hvers kyns hljóðfæri myndi það vera? 2. Hvað, fyrir utan að henda kærustunni í Lesa meira
Ryder Cup 2014: Bandaríska liðið sendir Rory í fýluferð
Á blaðamannafundi sínum eftir 1. hring Dunhill Links Championship, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni talaði Rory McIlroy m.a. um skemmtunina eftir sigurinn í Ryder bikarnum. Líkt og Golf 1 greindi frá var Rory í engu öðru en skotapilsi og með hárkollu á einum tímapunkti. Sjá skotapilsfrétt Golf 1 um Rory með því að SMELLA HÉR: Aðspurður um það í gær sagði brosandi Rory á blaðamannafundinum vegna Dunhill Links Championship í gær: „Ég man ekkert eftir þessu. Þetta rann allt saman einhvern tímann um miðnætti.“ En þetta er ekki allt sem skeði. Skv. Rory var hann í partý ásamt liðfélögum sínum þegar hann fékk SMS frá Keegan Bradley. Keegan bauð honum í Lesa meira
Birgir Leifur í 1. sæti í Portúgal!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en mótið fer fram í Ribagolfe, í Portugal. Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 70 69) og deilir 1. sæti eftir 3 leikna hringi, með Alfredo Garcia Heredia. Sjá kynningu Golf 1 á Garcia Heredia með því að SMELLA HÉR: Stórglæsilegt hjá Birgi Leif og löngu ljóst að hann flýgur inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ari, Theodór og golflið Monticello luku leik í 3. sæti í Tennessee
Ari Magnússon, GKG Theodór Emil Karlsson GKJ og golflið University of Arkansas at Monticello luku leik á Union University Fall Invite í Jackson, Tennessee. Mótið fór fram 29.-30. september 2014 og þátttakendur voru 42 í 8 háskólaliðum. Ari lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (75 77 75) og deildi 10. sæti í einstaklingskeppninni. Theodór Emil lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (79 73 77) og deildi 14. sæti í einstaklingskeppninni. Ari var á 2. besta skori Monticello og Theodór Emil á 3. besta skorinu og töldu bæði skorin í 3. sætis árangur Monticello í liðakeppninni. Næsta mót þeirra Monticello-manna er The Buccaneer Classic í Southaven, Mississippi, 5. október Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter ——— 2. október 2014
Það er Phill Hunter, golfkennari í MP Golf Academy hjá Golfklúbbnum Oddi (GO) sem er afmæliskylfingur dagsins. Phill er breskur, fæddist 2. október 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er kvæntur og á 1 strák. Phill hefir yfir 30 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi. Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996, auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum. Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Park Sung-joon (6/50)
Park Sung-joon er suður-kóreanskur kylfingur, sem er fæddur 9. júní 1986 og því 28 ára. Park spilaði á Japan Golf Tour og vann fyrsta sigur sinn á Vana H Cup KBC Augusta í ágúst 2013. Hann varð í 5. sæti á peningalista japanska PGA þetta keppnistímabilið. Árið 2014 spilaði Park á Web.com Tour og varð í 44. sæti á Web.com Tour finals og vann kortið sitt í fyrsta inn á PGA Tour. Park spilaði m.a. í World Cup árið 2011 fyrir Suður-Kóreu.
Evróputúrinn: Alfred Dunhill mót vikunnar
Alfred Dunhill mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hófst fyrr í vikunni með Pro-Am móti. Aðalkeppnin hefst hins vegar í dag og er m.a. nr. á heimslistanum, Rory McIlroy meðal þátttakenda. Venju skv. er spilað á frægu linksurunum Old Course í St. Andrews, Kingsbarns og Carnoustie. Fylgjast má með gangi mála á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR:
Hvað er í pokanum hjá Rickie Fowler?
Rickie Fowler sem er nr. 10 á heimslistanum, tapaði tvímenningsleik sínum gegn nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy í Ryder bikars keppninni s.l. helgi. Svo sem allir vita getur allt gerst í holukeppni og ósigurinn má því alveg eins skrifa á dagsformið, það að lið Evrópu var „á heimavelli“, fremur en að mikill munur sé á Rory og Rickie hæfileikalega séð. Áhugavert er hvað Rickie var eiginlega með í pokanum á Rydernum? Það voru eftirfarandi kylfur: Dræver: Cobra BiO Cell (9.5°), með Mitsubishi Rayon Diamana White Board 73X skafti. Brautarjárn: Cobra BiO Cell (13.5° and 18.5°), með Aldila Tour Blue TX 75 sköftum. Járn: Cobra AMP Cell Pro (4-9), með True Lesa meira










