Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Rory leikur sér á 18. teig Carnoustie við hund – Myndskeið

Svartur labrador retriever hundur sem var ásamt eiganda sínum að fylgjast með Rory McIlroy við 18. teig Carnoustie vallar s.l. fimmtudag sleit sig lausan til þess að láta í ljós hrifningu sína á Rory og hljóp upp á teigastæðið til hans. Rory er með hundshaus sem kylfucover og tók þegar að leika sér við svarta hundinn með kylfu-cover-i sínu. „Ég er mikill hundamaður og elska hunda,“ sagði Rory eftir 1. hring sinn, sem var upp á 1 yfir pari 73 högg. „Þetta er bara eitthvað sem maður gerir til að eyða tímanum, hugsa ég.  Ég tók hunds-coverið mitt út og við lékum okkur svolítið saman, sem var gaman,“ sagði nr. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 11:00

Hver er ljóskan í lífi Rory þessa dagana?

Eftir sambandsslit nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy við kærustu sína Caroline Wozniacki hefir mikið verið rætt og ritað um samband hans við hinar og þessar konur og er skemmst að minnast, módelsins Nadiu Forde, Sasha Gale, Meghan Markle og suður-afríska módelsins Shashi Naidoo, en sú síðastgreinda hefir komið fram og neitað að eitthvað sé milli hennar og Rory.  Sjá með því að SMELLA HÉR:  Það þótti grunsamlegt þegar Shashi sást keyra um á golfbíl með móður Rory á Rydernum, en eins og fram kemur í ofangreindri frétt ber hún allt nema vináttusamband við Rory af sér. Hún hafi bara verið að styðja lið Evrópu í Rydernum. Nú er ný stúlka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Sjáið 390 yarda dræv Rory á Alfred Dunhill – Myndskeið

Rory McIlroy spilaði ásamt föður sínum Gerry á Pro-Am móti Alfred Dunhill Links Championship. Fyrsta hringinn lék hann á 1 yfir pari, 73 höggum og átti m.a. 390 yarda (350 metra) dræv í mjög vindasömum aðstæðum á 18. holu Carnoustie. Sumir voru efins um hvernig hann myndi spila með nýja NIKE drævernum sínum – en myndskeiðið tekur af allan vafa af því að hann sé að spila eitthvað verr. Hann spilar betur ef eitthvað er! Sjá má myndskeið af drævi Rory með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Jacquelin leiðir í hálfleik á Alfred Dunhill

Það er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin, sem leiðir í hálfleik á Alfred Dunhill Links Championship. Jacquelin er búinn að spila á samtals  9 undir pari, 135 höggum (65 70). Í 2. sæti eru 4 kylfingar: Írarnir Pádraig Harrington og Shane Lowry, Frakkinn Alexander Levy og Englendingurinn Oliver Wilson, allir á samtals 8 undir pari, hver. Sjötta sætinu deilir annar hópur 4 kylfinga, þ.á.m. Ryder Cup leikmaðurinn Stephen Gallacher en allir eru þeir búnir að leika á samtals 7 undir pari, hver. Til þess að fylgjast með stöðunni á Alfred Dunhill Links Championship, SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín hefur leik í dag á David Toms Intercollegiate mótinu

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette hefja leik í dag á David Toms Intercollegiate mótinu. Þátttakendur eru 69 frá 12 háskólum. Fylgjast má með gengi Haraldar Franklín á David Toms Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 01:00

LET Access: Valdís Þóra í 11. sæti e. 1. dag á Azor-eyjum!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Açcores  Ladies Open á Azor-eyjumni Sao Miguel í Portúgal. Leikið er á Golf de Batalha og eru þátttakendur um 50. Á 1. degi lék Valdís Þóra á 3 yfir pari, 75 höggum og deilir sem stendur 11. sæti með 6 öðrum. Þrjár deila efsta sætinu: hin þýska Franziska Friedrich, hin svissneska Caroline Rominger og Daniela Prorokova frá Tékklandi, en allar léku þær á 2 undir pari, 70 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Açcores  Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Bill Lunde (7/50)

Bill Lunde varð í 44. sæti yfir þá sem komust inn á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. William Jeremiah (þ.e. Bill) Lunde er fæddur 18. nóvember 1975 í San Diego, Kaliforníu. Hann spilaði með liði the University of Nevada, í Las Vegas og var hluti af  liði Nevada háskóla sem sigraði  NCAA Championship 1998, en það sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi. . Lunde spilaði á forvera Web.com Tour;  the Nationwide Tour á árunum 2004, 2005, og 2008. Eftir ár á Nationwide Tour ætlaði Lunde að gefa golfið upp á bátinn og tók sér árs frí og vann sme sölumaður hjá Las Vegas Founders, en það er fyrirtæki sem sá um leiki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Íris Dögg og Fred Couples – 3. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru Fred Couples og Íris Dögg Steinsdóttir. Couples hefir m.a. verið fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.  Hann er fæddur 3. október 1959 og því 55 ára í dag.  Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið 55 mót, þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir rúmum 20 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim. Hvað skyldi Couples vilja í afmælisgjöf? Íris Dögg Steinsdóttir er fædd 3. október 1973 og á því 41 árs afmæli í dag! Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja. Komast má á facebook Írisar Daggar til þess að óska henni til hamingju með afmælið: ‎Íris Dögg Steinsdóttir‎ (‎41‎ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 14:30

Birgir Leifur lauk keppni í 5. sæti … og floginn inn á 2. stig úrtökumótsins f. Evrópumótaröðina!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG lauk keppni í dag á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór í Ribagolfe, Portúgal. Birgir Leifur lék samtals á 8 undir pari, 280 höggum (69 70 69 72) og deildi 5. sæti með 2 öðrum: Spánverjanum Gabriel Canizares og Frakkanum Reinier Saxton. Stórglæsilegt hjá Birgi Leif og löngu ljóst að hann flýgur inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Í 1. sæti varð Spánverjinn Alfredo Garcia-Heredia á samtals 11 undir pari, en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að  SMELLA HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2014 | 13:00

LPGA: Stacy Lewis leiðir á Reignwood Classic í hálfleik

Í Peking, Kína fer nú fram Reignwood LPGA Classic mótið, sem er hluti af LPGA mótaröðinni og er mótið nú hálfnað. Efst eftir 2 leikna hringi er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, bandaríska stúlkan Stacy Lewis. Lewis hefir leikið hringina 2 á samtals 12 undir pari, 134 höggum (66 68). Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Lewis er landa hennar Brittany Lang á samtals 10 undir pari og 4 kylfingar deila 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hver þ..e þær: Caroline Masson frá Þýskalandi, Mirim Lee frá Suður-Kóreu, Belen Mozo frá Spáni og Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, frá Svíþjóð. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Lesa meira