Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 21:00

Rory heimsótti gömlu kærustuna

Rory McIlroy sannaði það fyrir sér nú á dögunum að það sé alveg hægt að vera vinur sinna fyrrverandi. Fyrrum kærasta Rory til 6 ára, Holly, eignaðist nú á dögunum fyrsta barn sitt, son sem fengið hefir nafnið Max, með núverandi kærasta sínum Jeff Mason. Rory heimsótti Holly og Max á sjúkrahúsið og kom færandi hendi. Á Twitter tvítaði hann: „Brought my little buddy Max his first pair of Nikes last night, Great seeing you guys!“ (Ég færði litla vini mínum Max fyrsta parið af Nike (golfskóm) í gær. Frábært að sjá ykkur!“ Rory setti með meðfylgjandi mynd af Max í fínu skónum.  

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 19:01

Evróputúrinn: Colsaerts nálægt 59 höggum 1. dag í Portúgal

Belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts er efstur eftir 1. dag Portugal Masters sem fram fer á golfvelli Oceånico Victoria Golf Club. Aðeins munaði hársbreidd að Colsaerts væri á 59 höggum, en engum hefir tekist að ná því skori í 42 ára sögu Evrópumótaraðarinnar. Hann fylgdi 7 fuglum eftir með tveimur glæsiörnum á 15. og 17. braut. Colsaerts þarfnaðist því aðeins fugls á 18. og lokaholunni til þess að vera á 12 undir pari, 59 höggum. Því miður tókst það ekki – Colsaerts var samt á glæsiskori 11 undir pari, 60 höggum fyrsta dag! Öðru sætinu deila Frakkinn Alexander Levy og Skotinn Scott Jamieson, sem báðir léku á 8 undir pari, 63 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 19:00

Ólafur Björn á 71 1. dag lokaúrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK, lék á 1 undir pari, 71 höggi á 1. degi Nordic League lokaúrtökumótsins í dag. Mótið fer fram á Trent Jones Skjodenæsholm vellinum á Sjálandi og komast 50 efstu í gegnum niðurskurð eftir 2 hringi en alls verða leiknir 3 hringir. Ólafur Björn deilir 20. sætinu með 8 öðrum eftir 1. dag. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Hudson Swafford (12/50)

Hudson Swafford varð nr. 39 af þeim sem tókst að ávinna sér inn keppnisrétt á PGA Tour 2015. Hudson  Swafford fæddist 9. september 1987 í Lakeland, Flórída og er því nýorðinn 27 ára fyrir mánuði síðan. Swafford spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Georgia og gerðist atvinnumaður árið 2011. Swafford spilaði fyrst á Nationwide Tour árið 2012 og vann fyrsta sigur sinn þar 6. maí það ár á  Stadion Classic í UGA og setti m.a. nýtt vallarmet með lokahring upp á 62 högg.  Swafford var 1 höggi á eftir Luke List, en setti niður fugl úr flatarglompu meðan List varð að sætta sig við skolla og því var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir.  Guðlaugur er fæddur  9. október 1959 og er því 55 ára í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009;  Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS,  9. október 1960; Annika Sörenstam, 9. október 1970. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 13:00

Volvo hættir sem styrktaraðili heimsmótsins í holukeppni

Evrópumótaröðin, sem er mun fátækari en PGA Tour í Bandaríkjunum berst nú við að halda í heimsmótið í holukeppni (ens. World Matchplay Championship)  eftir að elsti styrktaraðili mótsins, Volvo,  tilkynnti að hann myndi hætta stuðningi sínum við þetta fræga mót, sem heldur upp á 50. ára afmæli sitt í næstu viku í Kent. Fréttin er Evrópumótaröðinni mikið áfall þar sem Volvo hættir einnig að styrkja Champions mótið sem hefir verið upphafsmót mótaraðarinnar frá árinu 2011. Mótið átti að fara fram 2. vikuna í janúar í Durban, en nú er allt upp í loft varðandi það hvort af mótinu verður. Missir þessa $4 milljón (£2.5milljóna) móts er mikill, en brotthvarf holukeppninnar er en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 09:30

Rory hataði að spila á Old Course í St. Andrews

Rory McIlroy vann næstum því  Alfred Dunhill Links Championship í síðustu viku á Old Course í  St. Andrews.  Kannski að honum takist að sigra í Opna breska þar 2015? En hvað skyldi nú Rory hafa fundist um völlinn þegar hann spilaði hann í fyrsta sinn sem unglingur? „Ég hataði hann,“ sagði Rory. Haaaa? Bíðum nú aðeins við.   Hataði hann? Old Course? Einn af frægustu golfvöllum í heiminum? „Mér fannst þetta vera versti golfvöllur sem ég hafði nokkru sinni spilað,“ sagði Rory.  „Ég stóð á hverjum teig og velti fyrir mér: „Af hverju eru allir svona hrifnir af þessum stað? En því meir sem maður spilar völlinn og lærir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2014 | 08:00

Howell 5. maður í nefnd sem velur næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu

David Howell, sem þátt tók í 2 Ryder Cup mótum í liði Evrópu hefir verið útnefndur 5. og síðasti nefnarmeðlimur, í 5 manna nefnd sem kemur til með að velja næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu. Næsta viðureign í Rydernum verður á Hazeltine National í Chaska, Minnesota í Bandaríkjunum. Howell, sem er 39 ára Englendingur spilaði í liðum Evrópu í Rydernum 2004 og 2006, en í bæði skiptin sigraði Evrópa. Aðrir sem sitja með honum í valnefndinni eru: Paul McGinley, José María Olazábal,  Colin Montgomerie og framkvæmdastjóri Evópumótaraðarinnar George O’Grady. Búist er við að tilkynnt verði um nýjan fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu í byrjun 2015

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Ryan Armour (11/50)

Ryan Patrick Armour varð í 40. sæti á Web. com Finals og vann sér þannig inn kortið sitt á PGA Tour. Hann er fædur 27. febrúar 1976 í Akron Ohio og er því 38 ára. Armour spilaði með Ohio State University í bandaríska háskólagolfinu.  Þar vann hann sér inn third-team All-American honors árið 1998 og var valinn í the All-Big Ten liðið  áirð 1995 og árið 1998. Hann tók einnig þátt í 1993 U.S. Junior finals. Armour spilaði á Nationwide Tour, sem nú heitir Web.com Tour á árunum 2004-2006. Hann spilaði líka á NGA Hooters Tour árin 2002 og 2003  og á the Golden Bear Tour árið 2003. Armour fékk kortið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 17:30

Rory gaf 192 milljónir ísl. króna til krabbameinsveikra barna

Árið 2014 hefir verið Rory McIlroy gott – hann er aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum og hefir m.a. sigrað í 2 risamótum og með liði Evrópu í Ryder bikarnum. En Rory er líka að bæta líf annarra utan vallar og gefa af sér og það gerði hann svo um munaði þegar hann gaf $ 1,6 milljónir (u.þ.b. 192 milljónir íslenskra króna) til krabbameinsbarna í Daisy Lodge á í Newcastle, Írlandi. Gjöfin er liður í samstarfi Rory og the Cancer Fund for Children, en  Daisy Lodge er skammstímavistun fyrir krabbameinsveik börn og aðstandendur þeirra, þar sem þau eiga að njóta alls hins besta. „Short breaks þ.e. skammtímavistunin sér þreyttum fjölskyldum fyrir Lesa meira