Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ———– 17. október 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 45 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (56 ára) ….. og ….. Sigfús Ægir Árnason (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Stefán S Arnbjörnsson (55 ára) Lesa meira
Evróputúrinn: Jiménez úr leik – Með matareitrun í Hong Kong
Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez sem átti titil að verja á Hong Kong Open var á samtals 2 yfir pari, eftir 36 holur (72 70) og komst ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari. Jiménez sagði að ástæðan hefði verið matareitrun, fyrir 1. hringinn en þá lék hann á 2 yfir pari en seinni hringinn síðan á sléttu pari. Eftir 1. hringinn í gær var Jiménez spurður út í veikindin: Sp.. Þú ert líklega ánægður með 2 yfir pari við þessar aðstæður? MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Nú þetta er ágætt. Veistu annars þetta er leiðinlegt. Ég er kominn hingað (til Hong Kong) og er veikur. En ég reyndi Lesa meira
Golfútbúnaður: Hvað eru Face Slots í TaylorMade RSi járnum? Myndskeið
TaylorMade kynnti nú á dögunum nýjung í járnum sínum þ.e. TaylorMade RSi járnunum, nokkuð sem nefnist Face Slot. Hvað í ósköpunum eru Face Slot í golfinu? Hér er ágætis kynningarmyndskeið um hvert hlutverk Face Slot-anna er en það er m.a. að auka fyrirgefanleikann SMELLIÐ HÉR:
GMac tapaði fyrir Ilonen í 2. umferð Volvo heimsmótsins í holukeppni
Annari umferð Volvo heimsmótsins í holukeppni lauk í gær á London GC í Englandi. Það sem vakti einna mestu athyglina var að sá sem á titil að verja, Graeme McDowell tapaði fyrir Finnanum Marko Ilonen 2&1. Önnur úrslit 2. umferðar voru eftirfarandi (sigurvegarar feitletraðir): Victor Dubuisson g. Shane Lowry 3&2. Pablo Larrazabal g. Stephen Gallacher 1&0 Joost Luiten g. Alexander Levy 4&3 Henrik Stenson g. Francesco Molinari 2&1 George Coetzee g. Thongchai Jaidee 2&1 Jamie Donaldson g. Jonas Blixt 3&2 Patrick Reed g. Paul Casey 2&1 Fylgjast má með 3. umferð á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Bandríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar í Fresno hefja leik í dag í Indiana
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State hefja leik í dag í Indiana á Hoosier Fall Invitaional. Gestgjafi mótsins er Indiana University og fer það fram í Noblesville, Indiana. Þátttakendur eru 8 háskólalið. Guðrún Brá á rástíma kl. 9:50 að staðartíma í Indiana (þ.e. kl. 13:50 hjá okkur hér heima á Íslandi). Fylgjast má með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno á Hoosier Fall Inv. með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU hefja leik í dag í Georgia
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU hefja í dag leik á US Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgia. Mótið fer fram á Lake side golfvelli Golf Club of Georgia og stendur dagana 17.-19. október. Þátttakendur eru 15 háskólalið. Til þess að fylgjast með Guðmundi Ágúst og stöðunni á US Collegiate Championship mótinu SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Afmælisstrákurinn Els í forystu e. 2. dag í Hong Kong
Fjórfaldur risamótsmeistarinn Ernie Els er meðal efstu manna á 2. degi $1.3 milljóna Hong Kong Open eftir glæsihring nú í morgun upp á 5 undir pari, 65 höggum og hélt hann þannig upp á 45 ára afmælið með stæl! Samtals er Els búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (66 65). „Ég spilaði ansi vel og 65a er nákvæmlega þar sem ég þarfnaðist, en völlurinn er þarna til þess að sigrast á þannig að við sjáum bara til hvort ég verði áfram í forystu,“ sagði Els sem er að taka þátt í þessu móti í fyrsta sinn. Fuglarnir 6 hans Ernie komu allir á fyrstu 11 holunum – eini skollinn Lesa meira
LPGA: Icher leiðir e. 2. dag í Incheon
Franski kylfingurinn Karine Icher hefir tekið forystuna í hálfleik LPGA KEB – HanaBank Championship, en mótið fer fram í Incheon, Suður-Kóreu. Icher er búin að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (71 68). Í 2. sæti 1 höggi á eftir eru Beatriz Recari og Brittany Lincicome. Sex kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m hin þýska Sandra Gal og norska frænka okkar Suzann Pettersen; allar á samtals 3 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag LPGA KEB – HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Cink og Laird leiða á Shriners – Hápunktar 1. dags
Bandaríski kylfingurinn Stewart Cink og skoski kylfingurinn Martin Laird tóku forystuna á 1. degi Shriners Hospitals for Children Open í gær, sem fram fer á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada. Cink og Laird léku á samtals á 7 undir pari, 64 höggum. Í 3. sæti er Russell Knox á samtals 6 undir pari, 65 höggum. Sex kylfingar deila 4. sætinu, þ.á.m. barnabarn golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer, Sam Saunders, sem er einn af nýju strákunum á PGA Tour 2014-2015. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Mark Hubbard (18/50)
Mark Hubbard var sá 34. til þess að fá kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Mark Hubbard fæddist í Denver, Colorado 24. maí 1989 og er því 25 ára. Hubbard lék golf með San Jose State University (SJSU) og útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (ens. business management) 2012. Hubbard býr enn í dag í San Jose, Kaliforníu. Hér má sjá nokkra punkta um Hubbard: Hubbard á 4 bræður og eina systur. Hubbard var í Colorado Academy í Denver, Colorado. Hann var all-state í menntaskóla (ens. high school) bæði í golf og körfubolta. Fyrsta golfminningin var að slá í bakgarði fjölskyldu sinnar í fjöllunum og framkvæma síðan „páskaeggjaleit“ að þeim Lesa meira










