Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 12. sæti e. 1. hring í Indíana
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State hófu í gær leik í Indiana á Hoosier Fall Invitaional mótinu. Gestgjafi mótsins er Indiana University og fer það fram í Noblesville, Indiana. Þátttakendur eru 52 í 8 háskólaliðum, en þar af drógu 12 keppendur sig úr mótinu, en skorin í mótinu eru óvenjuhá. Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 högg og deilir 12. sæti með 3 öðrum. Fresno State er sem stendur í 4. sætinu í liðakeppninni og Guðrún Brá á 3. besta skori liðsins og telur skor hennar því, en 4 bestu skor af 5 telja. Fylgjast má með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Erfið byrjun hjá Guðmundi Ágúst í Georgia
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU hófu í gær leik á US Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgia. Mótið fer fram á Lake side golfvelli Golf Club of Georgia og stendur dagana 17.-19. október. Þátttakendur eru 15 háskólalið. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er á 5. og lakasta skori ETSU. Lið ETSU er sem stendur í 5.-6. sæti í mótinu. Til þess að fylgjast með Guðmundi Ágúst og stöðunni á US Collegiate Championship mótinu SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Bae og Baek leiða e. 3. dag Hana Bank mótsins
Það eru „heimakonurnar“ Kyu Jung Baek og Hee Kyung Bae sem leiða á LPGA KEB – Hana Bank Championship í Suður-Kóreu. Leikið er á glæsilegum Ocean golfvelli 72 Sky klúbbsins. Baek og Bae eru báðar búnar að spila á 5 undir pari, Baek (74 69 68) og Bae (70 73 68). Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar allar á samtals 4 undir pari aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum. Þetta er franski Solheim Cup kylfingurinn Karine Icher, sem leiddi í gær, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, Sandra Gal, Beatriz Recari, Brittany Lincicome, norska frænka okkar Suzann Pettersen og síðan heimakonurnar Ilhee Lee, Yoon Kyung Heo og In Lesa meira
Viðtal við Rory – Myndskeið
Rugby hetjan írska Mike McGoldrick tók viðtal við Rory McIlroy nú á dögunum. Þar voru ýmsar spurningar lagðar fyrir Rory m.a. hvað hann gerði þegar hann kæmi heim til Norður-Írlands, hvort hann væri með einhverjar venjur þegar hann kæmi heim o.s.frv. Eins var Rory spurður um golfleik sinn og af hverju hann hefði leiðst út í hann. Rory svaraði að þegar hann hefði verið 12-13 ára hefði hann fljótt sér að „alvöru“ íþróttir væru ekkert fyrir sig. Hmmmm golf ekki alvöru íþrótt? Eins var Rory spurður út í raðirnar af konum í lífi sínu og hvað það væri sem hann hefði. Rory svaraði brosandi að hann gerði sér ekki grein fyrir Lesa meira
Dubuisson og Stenson í 8 manna úrslitum í Volvo heimsmótinu í holukeppni
Frakkinn Victor Dubuisson og Svíinn Henrik Stenson eru í 8 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni. 4. umferð hefst kl. 11:40 að staðartíma (þ.e. kl. 10:40 að íslenskum tíma). Þessir mætast: Patrick Reed g. George Coetzee Victor Dubuisson g. Mikko Ilonen Joost Luiten g. Pablo Larrazabal Henrik Stenson g. Jonas Blixt Til þess að fylgjast með gangi mála á heimsmótinu SMELLIÐ HÉR: Úrslitin í 3. umferð í gær voru eftirfarandi (sigurvegarar feitletraðir): Patrick Reed g. Jamie Donaldson 3&2 Jonas Blixt g. Paul Casey allt jafnt Stephen Gallacher g. Victor Dubuisson 2&1 Pablo Larrrazabal g. Shane Lowry 2&1 Joost Luiten g. GMac 2&0 Mikko Ilonen g. Alexander Levy 1&0 Henrik Stenson Lesa meira
PGA: Putnam og Knox í forystu á Shriners – Hápunktar 2. dags
Bandaríski kylfingurinn Andrew Putnam og skoski kylfingurinn Russell Knox eru í forystu í hálfleik á Shriners Hospitals for Children Open, sem fram fer á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada. Putnam og Knox eru samtals búnir að spila á samtals 10 undir pari; Putnam (67 65) og Knox (65 67). Öðru sætinu deila Andrew Svoboda og Tony Finau, á samtals 9 undir pari, hvor og 8 kylfingar deila 5. sætinu á samtals 8 undir pari, hver, þ.á.m. Webb Simpson og Martin Laird. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Fraser efstur fyrir lokahringinn í Hong Kong
Það er Ástralinn Marcus Fraser, sem er efstur fyrir lokahringinn á Hong Kong Open. Fraser er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum (67 67 65). Í 2. sæti er annar Ástrali, Scott Hend, einu höggi á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Í þrðja sæti eru síðan 3 kylfingar á samtals 9 undir pari: Angelo Que frá Filippseyjum, Mark Foster frá Englandi og Jbe Kruger frá S-Afríku. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR:
LET: Charley Hull efst e. 1. hring Cell C South African Ladies Open
Það er enski Solheim Cup kylfingurinn Charlie Hull, sem er í efsta sæti eftir 1. dag Cell C South African Ladies Open, sem fram fer í San Lameer Country Club á Hibiscus Coast í Suður-Afríku. Hull lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Í 2. sæti eru enski kylfingurinn Rebecca Hudson og þýski kylfingurinn Steffi Kirchmayr; báðar á 3 undir pari, 69 höggum. Fjórar deila síðan 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum: Patrica Sanz Barrio frá Spáni; svissneski kylfingurinn Fabienne In-Albon; Ann-Kathrine Lindner frá Þýskalandi og Valentine Derrey frá Frakklandi. Til þess að fylgjast með stöðunni á Cell C South African Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Dýr á golfvöllum: Örn stelur bolta af flöt – Myndskeið
Það er alltaf mikið af dýralífi á golfvöllum um allan heim …. ólíkum dýrum og þeim finnst oft golfboltarnir líkjast fæðu eða leikföngum. Hér má sjá myndskeið af erni sem stelur golfbolta af flöt SMELLIÐ HÉR:
Frægðarhallarkylfingurinn verðandi A.W Tillinghast var miklu meira en golfarkítekt
Nú um daginn var kynnt hverjir myndu hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga. Flestallir kannast við golfdrottninguna Lauru Davies, Mark O´Meara en e.t.v. aðeins farið að fyrnast um Ástralann David Graham. Sá sem flestir könnuðust e.t.v. ekki við er golfvallararkítektinn A.W. Tillinghast, sem einnig verður vígður inn í frægðarhöllina 73 árum frá dánardægri sínum (1942) og 141 ári (1874) eftir fæðingardag sinn. A.W. Tillinghast var fæddur 7. maí 1874 og hann dó 19. maí 1942 68 ára að aldri. Hann var óumdeilanlega einn af albestu golfvallarhönnuðum heims á sínum tíma. Stíll hans var fjölbreytilegur aldrei leiðinlegur og hefur sett svip sinn á fjölda allan af risamótum, sem farið hafa fram á fjölmörgum Lesa meira










