Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Signý Arnórsdóttir og Grímur Þórisson – 9. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins eru Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2015 Signý Arnórsdóttir og stórkylfingurinn Grímur Þórisson, GR og GÓ.  Signý er fædd 9. september 1990 og því 25 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2011, 2012,2013 þ.e. þrjú ár í röð. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Signýjar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið og frábæran árangur í ár!!!) Grímur Þórisson er fæddur 9. september 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 15:00

Íslandsbankamótaröðin (6): Ólöf María og Ragnar Már sigruðu í flokki 15-16 ára

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um helgina, 4.-6. september 2015, á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Þetta var sjötta mót tímabilsins og að venju var vel á annað hundrað keppendur sem tóku þátt. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og úrslit urðu eftirfarandi í stráka- og stelpuflokk þ.e. flokki 14 ára og yngri: Telpuflokkur (7 keppendur luku keppni): 1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 8 F 38 38 76 5 82 76 158 16 2 Zuzanna Korpak GS 13 F 47 43 90 19 83 90 173 31 3 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 11 F 42 45 87 16 87 87 174 32 4 Amanda Guðrún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 14:00

GM: Styrktarmót fyrir EM keppnisliðið

Styrktarmót vegna þátttöku karlasveitar GM á Evrópumóti golfklúbba fer fram sunnudaginn 13. september á Hlíðavelli. Verkefni eins og þetta er kostnaðarsamt og því vonumst við eftir stuðningi sem flesta enda eiga strákarnir okkar það fyllilega skilið. Með sigri GM í sveitakeppni GSÍ öðlaðist klúbburinn þátttökurétt á Evrópumóti golfklúbba sem fram fer á Kýpur dagana 22.-24. október. Liðið skipa 3 einstaklingar en fyrir hönd GM keppa þeir Björn Óskar Guðjónsson, Kristján Þór Einarsson og Theodór Emil Karlsson en þér hafa allir leikið vel í sumar. Í fréttatilkynningu frá GM segir að strákarnir ætli sér stóra hluti á mótinu og munu leggja hart að sér við æfingar fram að keppni. Við vonumst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 12:20

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (6): Jóhanna Lea, Björn Viktor og Íris Mjöll sigruðu

Lokamót Áskorendamótaraðarinnar á Íslandsbankamótaröð barna– og unglinga fór fram á laugardaginn á Nesvellinum á Seltjarnarnesi, 5. september s.l. Tæplega 50 keppendur tóku þátt en þetta var sjötta mót tímabilsins á Áskorendamótaröðinni. Leiknar voru 9 holur en vegna veðurs var ákveðið að leika ekki 18 holur eins og til stóð í upphafi. Úrslit urðu eftirfarandi: Drengir: 14 ára og yngri: 1. Björn Viktor Viktorsson. Leynir 2. Orri Snær Jónsson, NK 3. Ólafur Marel Árnason, NK Telpur: 15-16 ára: 1. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG 2. Áslaug Sól Sigurðardóttir, GKG 3. Helga María Guðmundsdóttir, GKG Stelpur: 14 ára og yngri: 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 3. Árný Eik Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 11:00

Hlynur og Ragnhildur leika á Duke of York

Tveir íslenskir keppendur hefja leik í dag á Duke of York golfmótinu sem fram fer að þessu sinni á tveimur völlum á Prince’s Golf Club, Sandwich í Kent. Íslandmeistararnir í flokki 17-18 ára eru fulltrúar Íslands í þessari keppni en það eru þau Hlynur Bergsson úr GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR. Leikið er á tveimur völlum, Shore og Dunes, en úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið fara fram árlega á þessum völlum. Vellirnir eru ekki langt frá hinum sögufræga Royal St George’s velli þar sem Opna breska hefur farið 13. sinnum fram og síðast árið 2011 þar sem Norður-Írinn Darren Clarke sigraði. Mótið hefst í dag þar sem landsmeistarar frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 10:00

Rickie ofmetinn?

In maí s.l. þá birtu Sports Illustrated og Golf.com skoðanakönnum, þar sem  PGA Tour kylfingar voru spurðir hvern þeir teldu vera ofmetnasta kylfing mótaraðarinnar. Niðurstöðurnar voru þær að flestum fannst Rickie Fowler og Ian Poulter vera þeir ofmetnustu en báðir voru þeir með 12% allra atkvæða þessarar skoðanakannanar, hvor. Og aðeins munaði smá á Fowler og Poulter annars vegar og þeim sem varð í 3. sæti í skoðanakönnuninni en það var Bubba Watson. Nú eftir sigur Fowler um helgina á DeutscheBank Championship (skammst. DB Championship) þá var skoðanakönnunin rifjuð upp aftur. Rickie svaraði: „Mig langar til að verða besti kylfingur heims á einhverjum tímapunkti. En já, að vera úthrópaður ofmetinn, ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 09:16

Íslandsbankamótaröðin 2015 (6): Kinga og Sigurður Arnar sigruðu í flokki 14 ára og yngri

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um helgina, 4.-6. september 2015, á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Þetta var sjötta mót tímabilsins og að venju var vel á annað hundrað keppendur sem tóku þátt. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og úrslit urðu eftirfarandi í stráka- og stelpuflokk þ.e. flokki 14 ára og yngri: Stelpuflokkur (5 keppendur luku keppni): 1 Kinga Korpak GS 11 F 38 48 86 15 93 86 179 37 2 Eva María Gestsdóttir GKG 17 F 46 43 89 18 95 89 184 42 3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 11 F 49 48 97 26 87 97 184 42 4 Alma Rún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 01:00

Ingjaldur með ás!!!

Ingjaldur Valdimarsson GR, fór holu í höggi á par-3 17. braut Kirkjubólsvallar í Sandgerði, þann 30. ágúst sl. Við höggið góða notaði Ingjaldur 7. járn. Á heimasíðu GSG ritaði Ingjaldur eftir að hafa slegið draumahöggið: „Það var ekkert leiðinlegt að spila hjá ykkur í dag,,,,,fá vöfflur með rjóma og toppa hringinn með holu í höggi á 17.braut…. takk fyrir mig 🙂 “ Golf 1 óskar Ingjaldi innilega til hamingju með draumahöggið!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2015 | 00:45

Mickelson og Haas valdir í lið Bandaríkjanna í Forsetabikarnum – Bae og Bowditch í Alþjóðaliðið

Phil Mickelson var val fyrirliðans Jay Haas í Forsetabikarnum jafnvel þó hann sé aðeins í 23. sæti á heimslistanum (30. sæti á Forsetabikarslistanum) og hafi ekki unnið keppni í 2 ár. Jay valdi líka son sinn Bill Haas, en við því var auðvitað búist af flestum. Bill Haas hefir spilað í síðustu 2 Forsetabikarskeppnum og var í 29. sæti á heimslistanum (11. sæti á Forsetabikarslistanum). Jay Haas segir að Mickelson verðskuldi að vera valinn eftir að hafa verið í liðinni sl. 20 skipti (bæði Ryder og Forsetabikarskeppnum) án þess að þurfa þess að verða valinn af fyrirliðanum til þessa. Haas lýsti Mickelson líka sem liðsstjórnanda. „Ég er svo stoltur af að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2015

Það er Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 28 ára afmæli í dag. Þórður Rafn er afrekskylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sem hefir spilað mikið á þýsku EPD-mótaröðinni. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Þórð Rafn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur William Hand, 8. september 1968, GR (47 ára) ….. og …… Margrét Elsa Sigurðardóttir (49 ára) …. og … Ólína Þorvarðardóttir (57 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira