Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:30

Kylfingur dó úr bíflugnastungum

Skv. lögreglu dó 64 ára kylfingur frá Ohio eftir að hafa verið stunginn af bíflugum a.m.k. 20 sinnum, þegar hann var að leita að bolta sínum, þegar hann var við leik í Treetops Resort í Norður-Michigan. Yfirmaður hjá Michigan State Police, Mark Tamlyn sagði að Darryl Dever frá Powell, Ohio hefði verið úrskurðaður látinn eftir að hafa átt í miklum vandræðum með að ná andanum. Skv. frétt í MLive.com þá voru Dever og vinur hans — sem er læknir — að spila golf á norðurvelli Treetops þegar bolti Dever fór utan við röffið og í trjágróður, sem var við hlið brautarinnar. Tamlyn sagði að bíflugurnar hefðu ráðist á Dever þegar hann fór út í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:15

12 íslensk ungmenni hefja leik í Svíþjóð í dag

Tólf íslenskir kylfingar keppa á Skandia Junior Open mótinu sem hefst í dag, föstudag, en mótinu lýkur á sunnudag. Keppendur eru alls 144 talsins í stúlkna- og piltaflokki, þar af 64 utan Svíþjóðar. Mótið er hluti af sænsku Skandia 21 árs og yngri mótaröðinni. Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR:  „Þetta mót er góð framlenging keppnistímabilsins fyrir okkar kylfinga. Hér eru margir sterkir kylfingar og umgjörðin er mjög góð, þetta er greinilega stórt mót á sænsku mótaröðinni og færist mótið árlega milli valla. Í ár er leikið á Ystad golfvellinum, sem er ekkert sérlega langur en leyfir ekki mörg teighögg með dræver. Flatirnar eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:05

LPGA: Lee og Lexi leiða e. 1. dag Evian – Fylgist með Evian risamótinu hér!

Það eru þær Lexi Thompson og Mi Hyang Lee, sem leiða eftir 1. dag  á 5. og síðasta risamóts ársins í kvennagolfinu, Evian Masters. Hin fremur óþekkta Lee komst upp að hlið Thompson seint í gær, en þá var Thompson búin að leiða framan af degi. Báðar hafa þær leikið á 6 undir pari, 65 höggum. Þetta er í fyrsta sinn sem Lee hefir deilt forystu á fyrsta hring, en eini sigur hennar á LPGA Tour kom eftir 3 kvenna bráðabana á  Mizuno Classic árið 2014 þegar hún vann með fugli á 5. holu bráðabanans. Lee hefir spilað ágætlega í risamótum ársins í ár, var með 3 topp-17 árangra þ.á.m. varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 10:00

Tveggja hanska Gainey og Grillo leiða á 1. móti Web.com Tour finals

Hotel Fitness Championship er 1. mótið á Web.com Tour finals. Það eru bandaríski kylfingurinn Tommy Gainey sem leiðir, en hann er oft nefndur tveggja hanska Gainey, auk argentínska snillingsins Emiliano Grillo. Báðir léku þeir 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Hópur 7 kylfinga deilir síðan 3. sætinu, en af þeim er eflaust þekktastur D.H. Lee – allir höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna á Hotel Fitness Championship með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2015 | 09:00

Hlynur T-19 og Ragnhildur T-33 fyrir lokahring DOY

Tveir íslenskir keppendur eru við keppni á Duke of York golfmótinu sem fram fer að þessu sinni á tveimur völlum á Prince’s Golf Club, Sandwich í Kent. Íslandmeistararnir í flokki 17-18 ára eru fulltrúar Íslands í þessari keppni en það eru þau Hlynur Bergsson úr GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR. Leikið er á tveimur völlum, Shore og Dunes, en úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið fara fram árlega á þessum völlum. Vellirnir eru ekki langt frá hinum sögufræga Royal St George’s velli þar sem Opna breska hefur farið 13. sinnum fram og síðast árið 2011 þar sem Norður-Írinn Darren Clarke sigraði. Alls eru 56 keppendur. Íslenskir kylfingar hafa verið sigursælir á þessu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2015 | 17:00

Evróputúrinn: Ormsby og Lawrie efstir e. 1. dag

Það eru þeir Wade Ormsby og Paul Lawrie sem leiða eftir 1. dag KLM Open. Báðir léku þeir á 9 undir pari, 61 höggi. Í 3. sæti er Englendingurinn Richard Bland einu höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á KLM Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2015 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Njörður Jóhannsson – 10. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Njörður Jóhannsson. Njörður er fæddur 10. september 1975 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn!!! Njörður Jóhannsson (Innilega til hamingju með daginn!!!) Eins á Lundinn Veitingahús í Vestmannaeyjum stórafmæli á 70 ára afmæli í dag!!!! Til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnold Palmer, 10. september 1929 (86 ára); Alfreð Viktorsson f. 10. september 1932 (83 ára); Bíóhöllin Akranesi, 10. september1942 (73 ára) Larry Gene Nelson, 10. september 1947 (68 ára); Michael Zinni 10. september 1948 (67 ára); Bill Rogers 10. september 1951 (64 árs); Martha Nause, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2015 | 13:00

LPGA: Lexi leiðir eftir skollalausan hring á Evian Masters snemma á 1. degi Evian mótsins

Fimmta og síðasta risamót í kvennagolfinu hófst í dag, en það er Evian Masters, sem fram fer í Evian- Les Bains Snemma dags á 1. hring er það enski kylfingurinn Lexi Thompson, sem er í forystu. Lexi lék fyrsta hring á 5 undir pari, 66 höggum. Ekki hafa allir kylfingar lokið leik, þannig að staðan gæti enn breyst á þessari stundu. Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi  SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2015 | 11:00

Íslandsbankamótaröðin 2015 (6): Eva Karen og Henning Darri sigruðu í flokki 17-18 ára!

Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram um helgina, 4.-6. september 2015, á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Þetta var sjötta mót tímabilsins og að venju var vel á annað hundrað keppendur sem tóku þátt. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og úrslit urðu eftirfarandi í stúlkna- og piltaflokk þ.e. flokki 17-18 ára: Stúlknaflokkur (10 keppendur luku keppni): 1 Eva Karen Björnsdóttir GR 8 F 39 43 82 11 78 77 82 237 24 2 Saga Traustadóttir GR 6 F 41 42 83 12 81 80 83 244 31 3 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 8 F 39 42 81 10 80 84 81 245 32 4 Ragnhildur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2015 | 09:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Góð byrjun hjá Birgi Leif í Kazakhstan

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kazakhstan. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Alls lék Birgir á 70 höggum eða -2 og er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danskur kylfingur sem lék á -9 eða 63 höggum. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Þetta er sjöunda mótið hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni á Lesa meira