Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2015 | 10:00

GÓ: Góðri vertíð lokið e. Rósu Jónsdóttur, formann GÓ

Hér á eftir fer grein formanns Golfklúbbs Ólafsfjarðar, Rósu Jónsdóttur,  um golfárið hjá GÓ: „Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við kylfinga í sumar.  Norðanáttir, kuldi og rigning einkenndu golfsumarið.  Þrátt fyrir það var ágæt umferð á vellinum (Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði). Völlurinn var alveg þokkalegur, allavega eins góður og sumarið bauð upp á . Starfsemnn á vellinum voru Ólafur Halldórsson og Jóhann Jóhannsson og stóðu þeir sig vel. Í sumar var boðið upp á golfæfingar fyrir börn og ungmenni.  Æfingar voru 3 sinnum í viku og stunduðu rúmlega 20 krakkar þær æfingar. Einnig var boðið upp á byrjandanámskeið fyrir fullorðna og voru þau námskeið vel sótt. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 23:45

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2015

Það er Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 4. desember 1989 og á því 26 ára afmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR:  Valdís Þóra hefir m.a. verið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í mörg undanfarandi ár. Valdís Þóra er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara. Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 22:00

PGA: 3 efstir og jafnir á Bahamas e. 2. dag

Það eru þeir nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth, Bill Haas og Jimmy Walker, sem deila forystunni eftir 2. dag á Hero World Challenge, sem fram fer í Albany á Bahamas. Þremenningarnir hafa allir leikið á 11 undir pari, hver. Bubba Watson, Patrick Reed og Chris Kirk deila síðan 4. sætinu aðeins 1 höggi á eftir. Og allt er þegar þrennt er. Sjöunda sætinu deila nefnilega líka 3 aðrir kylfingar: Matt Kuchar, Paul Casey og Zach Johnson, allir á samtals 8 undir pari, hver. Sjá má hápunkta 2. dags á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR:   Sjá má stöðuna eftir 2. dag Hero World Challenge með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Stenson enn efstur í hálfleik á Nedbank Golf Challenge

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson heldur forystu sinni á Nedbank Golf Challenge mótinu, sem fram fer í Sun City í S-Afríku. Stenson er búinn að spila fyrstu 2 hringina í mótinu á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti fast á hæla Stenson er heimamaðurinn Jaco Van Zyl á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 10:00

Rory trúlofaður Ericu Stoll

Fyrrum heimsins besti, Rory McIlroy, (sem nú er nr. 3 á heimslistanum) er trúlofaður bandarískri kærustu sinni til eins árs, Ericu Stoll. Fréttir þess efnis hafa birtst á mörgum golffréttamiðlum, en hlýtur nú nokkra staðfestu í frétt BBC þess efnis. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Nýlega sást til Rory og Ericu í Windsor Park, þar sem þau studdu norður-írskt fótboltalið. Talið er að Erica og Rory hafi trúlofast í Eiffel turninum í París. Rory sleit trúlofun við kærustu sína Caroline Wozniacki s.s. frægt er orðið með stuttu símtali, árið 2014. Vonandi að sambandið við Ericu endist lengur!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 07:00

GÖ: 37% aukning á spiluðum hringum – veltuaukning um 35% – rekstrarhagnaður um 4 millj.!!! … kom fram á aðalfundi

Aðalfundur GÖ var haldinn miðvikudaginn 2. desember s.l. Fram kom í skýrslu stjórnar að spilaðir voru 37% fleiri hringir á Öndverðarnesvelli en árið áður. 511 félagar eru í GÖ og fjölgaði þeim um 3% milli ára. Eftir að golfsumrinu lauk hafa verið miklar framkvæmdir í gangi. Unnið er að breytingum á 1. og 11.braut og lýkur þeim snemma í vor. Á fundinum var kynnt nýtt vallarmat sem unnið var af vallarmatsnefnd GSÍ í haust. Leikforgjöf breytist mismunandi eftir teigum en hún hækkar að jafnaði um 2-3 frá því sem var síðasta sumar. Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu. Velta klúbbsins jókst um 35% milli ára og var liðlega 41 milljón Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2015

Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 36 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (62 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson (61 árs); Ólöf Nordal, 3. desember 1966 (49 ára); David Diaz, 3. desember 1967 (48 ára); Ágúst Ársælsson, 3. desember 1974, GK (41 árs); Victor Jean Hugo, 3. desember 1975 (40 ára); Angelo Que, 3. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 17:34

Bað Rory, Ericu í París?

Fyrir 7 klst síðan póstaði Rory McIlory, heimsins besti kylfingur mynd af Eiffelturninum í París. Við myndina stóð Je suis Paris (eða Ég er París) Aðeins nokkrum örfáum mínútum síðar birtist blaðagreinar á golffréttamiðlum þar sem menn eru að velta því fyrir sér hvort Rory hafi beðið kærustu sinnar Ericu Stoll í París? Sjá má eina slíka grein frá Irish Golf Desk með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 17:15

Spieth með ás á Hero World Challenge – Myndskeið

Jordan Spieth fékk ás á Hero World Challenge. Ásinn, sem er sá 3. á ferli Spieth kom á par-3 2. holunni á Hero World Challenge, en brautin er  172 yarda löng. Sjá má myndskeið af ási Spieth með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 17:00

Evróputúrinn: Stenson og Van Zyl efstir e. 1. dag á Nedbank mótinu

Það eru þeir Henrik Stenson og heimamaðurinn Jaco Van Zyl, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag Nedbank Golf Challenge. Þeir léku báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti er enski kylfingurinn Danny Wilson, en hann einn lék á 67 höggum. Mótið fer fram í Sun City, Suður-Afríku. Til þess að sjá hápunkta 1 .dags á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: