Japanska sveitin sigraði á The Queens
Það voru gestgjafarnir japönsku sem höfðu forystu frá upphafi til enda þessa nýja móts The Queens presented by Kowa. The Queens er algerlega nýtt af nálinni en á því keppa sveitir 4 stærstu kvenmótaraða heims; LET, ALPGA, KLPGA og JLPGA. Leikið var í Miyoshi Country Club, í Aichi, Japan og fyrir lokahringinn átti japanska sveitin 8 stig á þá kóreönsku. Leikið er með holukeppnisformi og er keppnin svipuð Solheim Cup. Lokaúrslit urðu eftirfarandi: 1 JLPGA 2 KLPGA 3 LET 4 ALPGA „Mér er létt og ég er ánægð á sama tíma. Við unnum vel saman sem liðsheild og liðsandinn var lykillinn að góðu gengi á mikilvægum augnablikum,“ sagði fyrirliði japanska liðsins Lesa meira
Evróputúrinn: Nathan Holman sigraði á ástralska PGA meistaramótinu! Myndskeið
Það var Ástralinn Nathan Holman sem stóð uppi sem sigurvegari the Australian PGA Championship eftir dramatískan lokasprett á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni nú í morgun. Hann lauk keppni á sléttu pari, 288 höggum (77 68 7073) ásamt þeim Harold Varner III frá Bandaríkjunum (74 73 66 75) og Dylan Fritelli frá S-Afríku (70 72 71 75). Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði heimamaður betur en hinir tveir! Til þess að sjá kampavínssturtuna sem Holman fékk eftir að ljóst var að hann hefði sigrað SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna að öðru leyti á Australian PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Kaymer og Stenson vinsælastir í hlutverk James Bond
Þegar „Spectre,“ þ.e. 24. James Bond myndin var frumsýnd fyrir mánuði síðan þ.e. 6.nóvember 2015 , þá birtust fréttir þess efnis að Daníel Craig, aðalleikari myndarinnar hefði tekið fyrir það að hann myndi leika hlutverk Bond í 5. myndinni með honum í hlutverki njósnara hennar hátignar. Leitin að nýjum 007 stendur því yfir. Þeir á Evrópumótaröðinni eru greinilega með áhyggjur af þessu og bjuggu til skoðanakönnun, hvaða leikmaður á túrnum myndi best passa í hlutverk Bond. Sá sem vann með yfirburðum er sænski kylfingurinn skapstóri Henrik Stenson og í 2. sæti var Martin Kaymer frá Þýskalandi. Stenson hlaut 44,44% atkvæða og Kaymer, sem lenti í 2. sæti hlaut meira en helmingi Lesa meira
PGA: Bubba efstur á Bahamas eftir 3. dag – Sjáið glæsiörn hans á 4. holu!!!
Bubba Watson er nú efstur á Hero World Challenge mótinu, sem fram fer í Albany, New Providence á Bahamas. Í dag átti hann m.a. glæsiörn á 4. holunni. Til þess að sjá örn Bubba SMELLIÐ HÉR: Samtals er Bubba búinn að spila á 19 undir pari, 197 högugm (67 67 63). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Bubba er Paul Casey á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:
Stenson lætur golfpokann finna fyrir því! – Myndskeið
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er nú aðeins í 2. sæti á Nedbank Golf Challenge í Suður-Afríku fyrir lokahring mótsins sem leikinn verður á morgun. Hann er 1 höggi á eftir Marc Leishman eftir að hafa verið í forystu allt mótið. Dagurinn fór ekki alveg eins og meistari Stenson vildi …. og golfpokinn hans fékk að kenna á því. Stenson er mikill skaphundur og þekktur fyrir að brjóta kylfu eða tvær og stundum líka skápa í búningsherbergjum – sjá frétt þess efnis með því að SMELLA HÉR: En í dag fékk golfpokinn að kenna á því þegar boltinn lenti í sandglompu við 18. holu, sem ekki var nógu vel rökuð að Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Hér er einn gamall og góður sem ekki er hægt að þýða á íslensku: A man got a phone call from his wife at work one day and she asked him to stop at the store and pick up some groceries. Reminding her that this was his golf league night he said he would be happy to go to the store after playing his round of golf. After playing golf, he stopped at the store and picked up 2 bags full of groceries. He then proceeded to walk out of the grocery store to his Rolls Royce. Upon reaching his Rolls Royce he found it difficult to reach into his Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og því 19 ára í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA. Hún varð t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Í fyrra sigraði Stefanía Elsa eftirminnilega í Kvennamóti Vita og Forever og er aðeins fátt eitt talið hér á glæstum ferli Stefaníu Elsu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefania Elsa Jónsdóttir (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Helen Dettweiler, f. 5. desember Lesa meira
Golfmynd dagsins
Golfmynd dagsins er af Karlottu Einarsdóttur, margföldum klúbbmeistara kvenna í Nesklúbbnum, ásamt nokkrum Nesskvísum úr Nesklúbbnum. Flott golfmynd á flottum, snjóþungum degi 5. desember 2015!
Evróputúrinn: Leishman efstur f. lokahringinn í S-Afríku
Það er ástralski kylfingurinn Marc Leishman sem er í efsta sæti á Nedbank Golf Challenge fyrir lokahringinn. Leishman er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (68 68 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er forystu maður fyrri helming mótsins Henrik Stenson á samtals 13 undir pari. Hér má sjá högg dagsins á 3. degi Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
GR: Gerður Hrönn hlaut háttvísibikarinn 2015
Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í afreksunglingum sínum. Sá sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir hlýtur viðurkenninguna í ár. Gerður sýndi af sér mikinn drengskap þegar hún dæmdi sjálfa sig úr keppni í Opna Finnska unglingamótinu í sumar. Gerður áttaði sig á því eftir að hafa skrifað undir Lesa meira










