GKG: Vantar laghenta til vinnu við nýja íþróttamiðstöð GKG – laun: þátttaka í golfhermamóti
Á vefsíðu GKG má lesa eftirfarandi frétt: „Nú kemur að þeirri stund kæru félagsmenn að við fáum neðri hæð Íþróttamiðstöðvar GKG afhenta. Þá bíður okkar að setja upp og smíða búr fyrir golhermana og ganga frá ýmsum þáttum varðandi rafmagnið. Okkur vantar laghenta einstaklinga sem geta: Smíðað (undir leiðsögn yfirsmiðs) Málað (undir leiðsögn) Dregið í og tengt ýmis tæki og tól (undir leiðsögn yfirrafvirkja) Unnið létt múrverk (flotun) og flísalagt Við bjóðum þeim sem gefa kost á sér upp á ýmis sjálfboðaliðafríðindi sem felast meðal annars í: Fyrir fjögurra tíma vinnu – Fyrsta golfmót GKG í golfhermum (verður haldið í apríl, fyrstu verðlaun 25 þús króna inneign hjá WOW air Lesa meira
Vinur Rory úr One Direction opnar golfumboðsskrifstofu
Popstjarnan Niall Horan úr boys-bandinu One Direction, vinur Rory McIlroy og mikill áhugakylfingur er nú einn þeirra sem hellt hefir sér út í golfumboðsskrifstofu business-inn. Horan hefir nú stofnað Modest Golf Management, sem er dótturfyrirtæki Modest Management, sem sér um umboðsmál One Direction. Modest Golf Management mun skv. the Sun, reyna að vera með enska og írska kylfinga á sínum snærum. Horan, hefir ráðið Mark McDonnell,sem er fyrrum yfirmaður hjá TaylorMade-adidas Golf, til að vera yfirmaður Modest Golf Management. McDonnell fór frá TaylorMade s.l. ágúst og hóf störf hjá Modest Golf Management í september, skv. aLinkedIn síðunni hans. Horan og McDonnell hafa þekkst frá árinu 2012, þegar McDonnell aðstoðaði við og hafði milligöngu Lesa meira
Tvít Trump 2013 bítur hann nú í bakhlutann!
Walter Hagen var einn af litríkustu kylfingum síðustu aldar og hans m.a. getið í fjölda kvikmynda,og fréttamyndskeiða frá hans tíma. í kvikmyndinni „Bagger Vance“ er einn karakterinn byggður á Hagen og má sjá trailer þeirrar kvikmyndar með því að SMELLA HÉR: Hagen var líka þekktur fyrir setninguna: „If you ain´t first you´re last“ Lausleg þýðing: (Ef þú ert ekki fyrstur, þá ertu síðastur). Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblíkana vitnaði í þessa setningu Hagen í tvíti 2013. Þetta tvít Trump bítur hann nú í bakhlutann þar sem hann varð í 2. sæti í prófkjöri repúblíkana í Iowa; tapaði fyrir Ted Cruz, í The Hawkeye State (eins og Iowa er oft kallað).
Hvað var í sigurpoka Brandt Snedeker?
Brandt Snedeker sló ekki eitt einasta högg á lokahnykk Farmers Insurance Open mótinu en glæsiskor hans upp á 69 högg dugði til 8. sigurs þessa geðþekka kylfings á PGA Tour. Snedeker er eins og margir vita Bridgestone maður og stendur B-ið á húfunni hans því ekki fyrir Brandt heldur Bridgestone! Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Brandt Snedeker á Farmers Insurance Open 2016: Dræver: Bridgestone JGR (9.5°, Fujikura Speeder Evolution 661 X skaft) 3-tré: Callaway X Hot (15°, Aldila Tour Blue 75X skaft) 5-tré: Tour Stage X-FW (18°, Fujikura Pro Tour Spec 83X skaft) 4-9 járn: Bridgestone J15CB (Aerotech SteelFiber i95 S skaft) 48° fleygjárn: Bridgestone J15CB (Aerotech SteelFiber i95 S skaft) Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Pavarisa Yoktuan (17/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo Lesa meira
Rickie Fowler í auglýsingu …. fyrir nagdýr?
Ekki er nú öll vitleysan eins. Rickie Fowler tók nýlega þátt í auglýsingu fyrir Farmers Insurance Open mótið … sem virðist vera auglýsing fyrir nagdýr. Eða er þetta ekki bara útúrsnúningur úr frægri og vinsælli golfkvikmynd, ja hvað hét hún nú aftur? Jamms, alveg rétt Caddyshack! „Ég er enginn leikari, en mér fannst mér bara farast vel úr hendi að segja þessa einu setningu,“ sagði Rickie um frammistöðu sína í auglýsingunni. Hérna má sjá Rickie í auglýsingunni SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Þór Þórðarson – 2. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Gísli Þór Þórðarson. Gísli Þór er fæddur 2. febrúar 1993 og á hann því 23 ára afmæli í dag! Gísli Þór er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og hefir á undanförnum árum spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Gísli Þór Þórðarson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Jenny Sigurðardóttir, 2. febrúar 1961 (55 ára); Sigríður K. Andrésdóttir 2. febrúar 1967 (49 ára); Þorgeir Pálsson, 2. febrúar 1968 (48 ára); Arron Matthew Oberholser, 2. febrúar 1975 (41 árs), Virginie Lagoutte-Clement, f. 2. febrúar 1979 Lesa meira
Sjáið Rory í Dubai „Zip-line“
„Zip-line“ gott íslenskt orð óskast? – E.t.v. er hægt að nota orðið kláfur yfir það sem Dubaí býður upp á og þó? „Zip-line“ er orð yfir þeysireið eftir kaðli sem strekktur er milli háhýsa; í þessu tilviki í Dubaí. Fallið er 90 metra og vegalengdin meira en hálfur km, þ.e. 558 metrar, eins og löng par-5 golfbraut. Sjá má frétt CNN um kláfinn í Dubaí með því því að SMELLA HÉR: Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy þurfti auðvitað að prófa og má sjá frétt þess efnis með því að SMELLA HÉR: Þetta lítur út fyrir að vera hrikalega skemmtilegt nema hvað slökkt var á gosbrunnunum þegar Rory fór milli háhýsa Lesa meira
GÞ: Viðamiklar framkvæmdir hjá GÞ
Aðalfundur Golfklúbbs Þorlákshafnar fór fram þriðjudaginn 26. janúar s.l. Aðalfundurinn var með hefðbundnu sniði, Guðmundur Baldursson formaður GÞ fór yfir skýrslu stjórnar og ársreikning klúbbsins og mikil ánægja var á meðal fundargesta með bæði skýrsluna og ársreikninginn þrátt fyrir rúmlega 100 þúsund króna tap eftir afskriftir og fjármagnsliði. Samþykkt var á aðalfundinum að halda ársgjöldum klúbbsins óbreyttum, en þau eru þau lægstu á 18 holu golfvelli á Íslandi. Þá hefur lágt nýliðagjald vakið sérstaka athygli, en nýliðar greiða aðeins 46 þúsund krónur fyrir fyrstu tvö árin í klúbbnum. Með þessum lágu gjöldum er vonast til að fá fleiri meðlimi í klúbbinn. Lítilsháttar tap var á rekstri Golfklúbbs Þorlákshafnar á síðasta Lesa meira
GSÍ færir nemendum í golfáfanga FB SNAG kennslubók
Nemendur í golfáfanga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eru fyrstu framhaldsskólanemendurnir sem fá íslensku SNAG kennslubókina afhenta sem námsgögn í golfnámi sínu. Golfsamband Íslands gefur nemendunum bókina enda er mikilvægt að kennarar og nemendur styðjist við námsefni á íslensku í golfkennslu og golfnámi. Torfi Magnússon, sem stýrir íþróttabrautinni í FB og býður upp á golfnámið, hefur stuðst við SNAG golfkennslufræðina – og búnaðinn. Fyrir utan golfnámið sjálft fá nemendur í golfáfanganum einnig að hanna golfbrautir og golfvelli inni í sal og umhverfis skólann og spila og keppa bæði inni og úti við eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan (Myndir: GSÍ):










