José María Olazábal 50 ára
José María Olazábal Manterola fæddist í dag 5. febrúar fyrir 50 árum þ.e. 1966 og á því hálfrar aldar afmæli í dag! Hann var fyrirliði liðs Evrópu í kraftaverkinu í Medinah þ.e. þegar lið Evrópu sigraði lið Bandaríkjanna 14½–13½, eftir að staðan var 10-6 Bandaríkjamönnum í vil fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins. Olazábal sýndi tilfinningar sínar opinskátt og sagði að þetta væri gleðilegasta augnablik ævi sinnar. Hann tileinkaði sigurinn vini sínum og landa, Seve Ballesteros, sem lést 2011. En nú á Olazábal sem sagt 50 ára afmæli í dag. Hver er ferill þessa frábæra kylfings og fyrirliða liðs Evrópu 2012? Olazábal eða Ollie eins og hann er kallaður af vinum sínum fæddist Hondarribia, bæ Lesa meira
Valdís Þóra fór í aðgerð á þumalfingri – verður frá keppni í nokkrar vikur
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna aðgerðar sem hún fór í snemma í gærmorgun. Valdís hefur glímt við meiðsli í þumalfingri í mörg misseri og hafa meiðslin háð henni verulega á æfingum og keppni. Eftir úrtökumótið í Marokkó fyrir LET Evrópumótaröðina í desember s.l. var tekin sú ákvörðun að ekki væri hægt að bíða lengur með aðgerðina. Valdís Þóra, sem leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access, og mun hún hefja leik á þeirri mótaröð í apríl. Valdís Þóra skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína: „Heil og sæl! Kominn tími á smá fréttir af mér 🙂 Varúð, örlítil langloka! (English below) Lesa meira
Lee Westwood vill einbeita sér að golfi e. skilnað
Lee Westwood hefir áunnið sér orðspor sem einn af stöðugustu kylfingum á heimvísu eftir 23 ára farsælan golfferil. Hann náði hins vegar þrívegis ekki niðurskurði 2015 og var aðeins einu sinni meðal topp-10 á PGA Tour, þannig að árið í fyrra er eitt sem hann vill gleyma sem fyrst. Westy eins og hann er oft kallaður rann niður heimslistann (er nú í 52. sætinu) og þarf að hafa áhyggjur í fyrsta skipti í kvart af öld hvort hann hljóti þátttökurétt á the Masters risamótið og Opna breska. Hann hefir einfaldlega ekki verið að spila vel. Líka núna í Dubai Desert Classic en þar átti Westy 1. hring upp á 75 högg Lesa meira
PGA: LDRIC fyrsta vélmennið til að fá ás á 16. braut TPC Scottsdale!
Nú er Waste Management Phoenix Open byrjað eina ferðina enn, með sinn líflega áhorfendaskara … …. sérstaklega við par-3 16. brautina á TPC Scottsdale, þar sem mótið fer fram. Og svo eru venju skv. allskyns uppákomur. Í ár var vélmennið LDRIC látið slá golfhögg á hinni frægu par-3 16. holu og viti menn …. vélmennið fór holu í höggi. LDRIC fer í golfsögubækurnar fyrir að vera fyrsta vélmennið sem fer holu í höggi á par-3 16. braut TPC Scottsdale. Sjá má ás LDRIC á par-3 16. holu TPC Scottsdale með því að SMELLA HÉR:
PGA: Fowler, Lowry og Matsuyama efstir e. 1. dag á TPC Scottsdale – Hápunktar
Það eru þeir Rickie Fowler, Shane Lowry og Hideki Matsuyama sem eru efstir og jafnir í 1. sætinu eftir 1. dag Waste Management Phoenix Open, sem að venju fer fram á TPC Scottsdale í Arizona. Allir hafa þeir spilað á 6 undir pari, 65 höggum. Ekki tókst að ljúka leik vegna myrkurs en í raun bara 1 kylfingur, Bryce Molder, sem blandað gæti sér meðal efstu manna eða jafnvel skákað þeim. Molder á eftir að spila 2 holur og er á 5 undir pari, 66 höggum, líkt og Íslandsvinurinn, Anirban Lahiri, frá Indlandi, en þeir tveir deila 4. sætinu sem stendur. Sjá má stöðuna á Waste Management Phoenix Open með Lesa meira
LPGA: Ko efst e. 2. dag í Ocala
Lydia Ko er efst eftir 2. dag á Coates Golf Championship, sem fram fer í Ocala, Flórída. Ko er búin að spila á samtals 7 undir pari. Hins vegar er forystukona 1. dags, Ha Na Yang, ekki einu sinni farin út, þannig að þegar 2. hringur klárast verður staðan eflaust önnur, en mótinu var frestað í dag vegna slæmskuveðurs. Yang er einnig á 7 undir pari. Sjá má stöðuna á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá á hápunkta 2. dags á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Noren efstur e. 1. dag Omega Dubai Desert Classic – Hápunktar
Það er sænski kylfingurinn Alexander Noren sem er efstur eftir 1. dag Omega Dubaí Desert Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Noren lék 1. hring á 66 höggum, fékk 6 fugla og 12 pör. Aðeins 1 höggi á eftir eru 4 kylfingar: landi Noren Peter Hanson; Rafa Cabrera Bello frá Kanarí; Trevor Fisher og Brett Rumford. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Demi Runas (18/49)
Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnur Pálmarsdóttir – 4. febrúar 2016
Það er Unnur Pálmarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnur er fædd 4. febrúar 1966 og á því stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Unnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Unnur Pálmarsdóttir (50 ára merkisfmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmút fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Rúdolf Stolzenwald); Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, GR, 4. febrúar 1957 (59 ára); Lesa meira
GM: Bílaþvottur GM-unglinga 6. feb n.k.
Börn og unglingar í GM ásamt foreldrum ætla að bjóða upp á bílaþvott í vélaskemmu GM á Hlíðavelli laugardaginn 6. febrúar. Þau ætla að byrja að þvo og bóna um klukkan 9:00 og verða fram eftir degi. Boðið verður upp á alþrif og bón. Verðskrá: Fólksbílar: 6.000 – 8.000 kr eftir stærð Jeppar: 8.000 – 12.000 kr eftir stærð Möguleiki er á að bæði sækja og skutla bílum heim að loknum þvotti. Allar nánari upplýsingar í síma 6909400










