Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 14:00

EDP: Þórður Rafn lauk keppni í T-18 í Marokkó

Íslandsmeistarinn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í  Ocean Open mótinu á þýsku EPD mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 7.-9. febrúar 2016 á Garden & Dunes golfvellinum í Agadír, Marokkó og var að ljúka nú í þessu. Þórður Rafn lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (70 66 75) og lauk keppni T-18. Þórður Rafn átti nokkuð skrautlegan lokahring þar sem hann fékk 2 slæma skramba (var í bæði skiptin á 7 höggum á par-4 holum) en fékk auk þess 2 skolla og 4 fugla. Í efsta sæti varð þýski kylfingurinn Moritz Lampert, á samtals 16 undir pari, en hann hafði þó nokkra yfirburði þar sem næsti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 13:30

LaCava heldur tryggð við Tiger

Það eru ekki bara golfáhangendur sem bíða með óþreyju eftir að Tiger Woods snúi aftur á PGA Tour. Kaddý Tiger, Joe LaCava hefir hafnað tilboðum annarra þannig að hann sé tilbúinn til að bera poka Tiger þegar hann snýr aftur. „Nokkrir strákar hafa komið til mín, ég vil ekki gefa upp nein nöfn, en ég sagði (kurteisislega) nei,“ sagði LaCava í fyrradag í viðtali við ESPN. „Planið mitt er að bíða eftir að Tiger snúi aftur. Ég sagði þeim að ég vilji bara vinna fyrir Tiger og ekki neinn annan á þessu stigi. Þeir voru allir mjög vingjanrlegir. Þeir vissu ekki hvernig hlutirnir voru hjá mér. Ég kýs að bíða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 12:00

Arnór Snær í 5. sæti í Portúgal – Tumi í 23. sæti!

Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík endaði í fimmta sæti á sterku áhugamannamóti unglinga, sem fram fór í Portúgal. Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrar tók einnig þátt en hann endaði í 33. sæti. Lokastaðan: Arnór lék hringina þrjá á einu höggi yfir pari samtals (76-69-72). Tumi lék á +11 samtals (75-80-72). Mótið, sem ber nafnið Portuguese Intercollegiate Open, fór fram á Christie O’Connor vellinum við Algarve í Portúgal. Englendingurinn Harry Konig stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en hann lék á sex höggum undir pari vallar samtals, (74-64-72).

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 11:15

Tvít Spieth til Peyton Manning e. sigurinn í Super Bowl

Denver Broncos og goðsagnakenndur fyrirliði þeirra Peyton Manning, í bandaríska ruðningsboltanum unnu Super Bowl 50 s.l. sunnudag. Hár Manning er tekið að hörfa, líkt og kraftarnir í örmunum enda Manning við það að draga sig í hlé úr ruðningsboltanum. En það var einn sem tók eftir „háu enni“ Manning og hörfandi hárlínu, en það er nr. 1 á heimslistanum, Jordan og sendi honum eftirfarandi tvít: „From one big forehead to another.. I’d enjoy sharing some 🍻 with the Sheriff sometime. Heck of a post game interview haha“ (Frá einu háu enni til annars …. Mér þætti gaman að drekka bjór með sýslumanninum einhverntímann. Þetta var æðislegt viðtal eftir leikinn haha) – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paige McKenzie —- 8. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Paige MacKenzie. Paige á afmæli 8. febrúar 1983 og á því 33 ára afmæli í dag. Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að spila golf 3 ára gömul. Hún segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilaði á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og að lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike. Paige MacKenziePaige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2016 | 11:30

Hvað var í sigurpoka Matsuyama?

Eftirfarandi var í sigurpoka Matsuyama: Dræver: Srixon ZR 30 (Graphite Design Tour AD-DI 8TX skaft) 9.5° 3-tré: TaylorMade RBZ Stage 2 (Graphite Design Tour AD-DI 9TX skaft), 15° Hybrid: Honma Tour World TW727 Utility (True Temper Dynamic Gold X100 skaft), 19° Járn: Srixon Z945 (4-PW; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft) Fleygjárn: Cleveland 588 RTX 2.0 Precision Forged (52, 56 and 60°; True Temper Dynamic Gold Tour Issue S400 sköft) Pútter: Scotty Cameron GSS Newport 2 Timeless Bolti: Srixon Z-Star XV

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Danny Willett?

Enski kylfingurinn Danny Willett sigraði nú um helgina á Omega Dubai Desert Classic og var þessi sigur hans 4. á Evrópumótaröðinni. Hver er kylfingurinn, kunna ýmsir að spyrja sig? Daniel John (Danny) Willett  fæddist 3. október 1987 í Sheffield í Suður-Jórvíkurskíri og er því 28 ára. Hann er sonur stærðfræðikennarans Elisabet Willett. Sem áhugamaður sigraði Danny English Amateur Championship árið 2007 og keppti í Walker Cup á Royal County Down sama ár. Í mars 2008 komst hann í efsta sæti á heimslista áhugamanna. Willett spilaði líka 2 keppnistímabili í Jacksonville State University í Bandaríkjunum. Meðan á dvöl hans í JSU stóð var hann valinn nýliði ársins í Ohio Valley Conferenc árið 2006 og eins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2016 | 08:00

PGA: Matsuyama sigraði á Phoenix Open e. bráðabana við Rickie Fowler

Það var Japaninn Hideki Matsuyama sem sigraði á Waste Management Phoenix Open. Matsuyama og bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á samtals 14 undir pari, hvor. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Fyrst var par-4 18. holan spiluð tvisvar en allt í stáli; síðan var par-4 10. holan spiluð og enn allt jafnt. Úrslitin réðust ekki fyrr en a par-4 17. holunni en þar vann Matsuyama á pari meðan Fowler fékk skolla. Sjá má lokastöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Geir Kristinn Aðalsteinsson – 7. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Geir Kristinn Aðalsteinsson. Geir Kristinn er fæddur 7. febrúar 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Geir Kristinn er oddviti L-listans, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, formaður Norðurorku og ÍBA. Komast má á facebook síðu afmælisbarnsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Geir Kristinn Aðalsteinsson (41 árs afmæli- Innilega til hamingju með daginn!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alda Demusdóttir (68 ára); Ólafur Hjörtur Ólafsson (37 ára); Bjarni Kristjánsson (36 ára);  Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (34 ára); Ellen Kristjánsdóttir GL (32 ára);  Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (25 ára) ….. og ….. Anna Björnsdottir … og …  Ragnheiður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 22:35

Rory fer frá Dubai fullur eftirsjár

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem varð í  6. sæti á Omega Dubai Desert Classic, segir að sá árangur sé að hans mati litaður mikilli eftirsjá. Danny Willett vann s.s. Golf 1 greindi frá á 19 undir pari og vann sér inn  €402, 670 í verðlaunafé fyrir 1. sætið. Rory var 4 höggum á eftir og sér nú sérstaklega eftir 2. hring sínum þar sem hann spilaði á 72 höggum og allt gekk á afturfótunum. Skor Rory var 15 undir pari (68 72 68 65). „Þetta er svona svolítil „hvað hefði getað orðið“ vika. Það var mikið af virkilega góðu golfi. Ég átti mörg góð högg og setti niður Lesa meira