Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 08:20

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín stendur sig vel!!! T-14 í Oak Hills

Nú er bandaríska háskólagolfið byrjað aftur. Haraldur Franklín Magnús, GR, og the Raging Cajuns léku í Oak Hills Inv. í San Antonio, Texas dagana 8.-9. febrúar s.l. Haraldur Franklín náði þeim glæsilega árangri að verða T-14 í einstaklingskeppninni – spilaði seinni hringinn á sléttu pari 72 höggum.  Lið Lafayette, The Ragin Cajuns varð hins vegar í neðsta sæti því 15. af 15 liðum sem þátt tóku í mótinu. Sjá má grein á heimasíðu University of Louisiana at Lafayette, þar sem árangur Haraldar Franklín er mærður. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Ragnar Garðarsson, GKG, tók einnig þátt í mótinu með liði Lafayette og varð T-79. Sjá má lokastöðuna í Oak Hill Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 08:00

GG og GL vinavellir GR sumarið 2016

Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi tvær fréttir: 1  „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna félagsmönnum GR áframhaldi samstarf við Golfklúbbinn Leyni á komandi sumri. Samstarf Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbsins Leynis hófst upphaflega árið 2004 og er mikil ánægja af því að tilkynna um samstarf klúbbanna tólfta árið í röð. Samstarf félaganna hefur gengið gríðarlega vel á þeim árum sem þeir hafa unnið saman. Óhætt er að segja að Garðavöllur á Akranesi sé sá völlur sem félagsmenn GR heimsækja hvað mest yfir sumartímann. Að venju gilda áfram sömu reglur eins og undanfarin ár þegar félagar í GR heimasækja vini okkar á Akranesi. Félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur greiða kr. 1600 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 20:00

Hvernig Ko varð besti kvenkylfingur heims – Myndskeið

Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna. Hvernig hún fór að því að verða besti kvenkylfingur heims má m.a. sjá í eftirfarandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 18:00

GF: Aðalfundur 19. febrúar n.k.

Golfklúbburinn Flúðir boðar til aðalfundar föstudaginn 19. febrúar. Þetta kemur fram á klúbbasíðu GF. Aðalfundurinn hefst kl. 20:00 í golfskálanum í Efra Seli Dagskrá fundarins er skv. 6 gr. laga GF: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 3. Skýrslur nefnda. 4. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í þau samtök sem klúbburinn er aðili að. 5. Lagabreytingar. 6. Kosningar samkvæmt 5. gr 7. Fjárhagsáætlun næsta árs afgreidd. 8. Önnur mál. Tillögur um breytingar á lögum félagsins eða önnur mál sem taka á upp til umræðu á aðalfundi og varða grundvallaratriði í rekstri félagsins, skulu berast stjórn félagsins a.m. k. 3 dögum fyrir boðaðan aðalfund og skal stjórnin birta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 17:31

Afmæliskylfingur dagsins: Íris Katla Guðmundsdóttir – 10. febrúar 2016

Það er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Íris Katla er fædd 10. febrúar 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún byrjaði í golfi 2006, þ.e. 14 ára og var byrjuð að keppa á unglingamótaröðinni árið eftir, 2007. Meðal afreka Írisar Kötlu á golfsviðinu eru Íslandsmeistaratitlar með sveit GR í sveitakeppni GSÍ 2010 og 2011. Í kjölfarið tók Íris Katla þátt í Ladies Club Trophy keppninni, þ.e. Evrópumóti klúbba á Corfu ásamt Sunnu Víðisdóttur og Rún Pétursdóttur. Íris Katla hefir farið holu í höggi, en draumahöggið sló hún á Costa Ballena, 14. maí 2011. Íris Katla spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Queens, þaðan sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia verður gestgjafi Opna spænska á Valderrama

Spænski kylfingurinn Sergio Garcia mun verða gestgjafi á Opna spænska, sem fram fer á Valderrama 14.17. apríl n.k. Mótið fer fram vikuna á eftir The Masters risamótið og er fysta mótið á Evrópumótaröðinni í ár, sem leikið verður í Evrópu. S.s. þeir sem fylgjast með golfi vita hefst tímabilið á Evróputúrnum í Suður-Afríku og síðan tekur Mið-Austurlandasveifla svonefnda við m.a. í Abu Dhabi og Dubai og síðan er haldið til Asíu. Þetta verður í fyrsta sinn sem Opna spænska er haldið á Valderrama en völlurinn hefir ár eftir ár verið valinn sá besti í Evrópu. Á Valderrama fór Ryder Cup 1997 fram, s.s. flesta golfáhugamenn rekur minni til. Garcia mun bæði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 09:00

PGA: Spieth spilar við DJ og Gretzky á Pebble Beach

Mót vikunnar á PGA Tour er AT&T Pebble Beach. Einn liðurinn í mótinu er Pro-Am mótið þar sem atvinnumennirnir eru paraðir saman með áhugamönnum. Þannig er nr. 1 á heimslistanum í golfi, Jordan Spieth í liði með Jake Owen, kántrísöngvara og þeir spila saman gegn vinum Spieth hokkígoðsögninni Wayne Gretzky og tengdasyni hans DJ (Dustin Johnson), sem er nr. 8 á heimslistanum. Aðrir áhugaverðir ráshópar eru t.a.m. J.B. Holmes/Chris O’Donnell g. Bubba Watson/Mark Wahlberg. Phil Mickelson/John Veihmeyer g. Patrick Reed/James Dunne. Brillíant – hvaða snillingi datt í hug að para saman nafnana þ.e. Justin-ana? Justin Rose/Justin Timberlake g. William McGirt/Alfonso Ribeiro. Brandt Snedeker/Toby Wilt g. Davis Love III/Aneel Bhusr.

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 08:00

GK: Keilir heldur áfram að safna alþjóðlegum viðurkenningum

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má lesa eftirfarandi frétt: „Golfklúbburinn Keilir fékk nú á síðustu misserum útnefninguna sem besti Íslenski golfvöllurinn hjá hinu virta golftímariti Golf Digest. Ekki eru það einu verðlaunin sem Hvaleyrarvöllur fékk fyrir árið 2015, enn World Golf Awards útnefndu Hvaleyrarvöll einnig sem besta golfvöllinnn á Íslandi 2015. Hvað er World Golf Awards: World Golf Awards™ serves to celebrate and reward excellence in golf tourism through our annual awards programme. World Golf Awards™ is part of World Travel Awards™ Það er gaman að sjá að eftir því er tekið að Keilir og starfsfólk okkar hefur lagt kapp á það, að Hvaleyrarvöllur sé ávallt í fremstu röð Íslenskra golfvalla. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2016 | 07:00

233 dagar í næsta Ryder Cup

Á heimasíðu nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy  mátti lesa að 500 dagar eru síðan síðasta Ryder bikarsmót fór fram. Hins vegar eru aðeins 233 dagar þar til næsta Ryder bikarsmót verður haldið eða  nákvæmlega 7 mánuðir & 20 dagar þangað til! Rory birti jafnframt myndskeið frá síðustu Ryder bikar keppni 2014. Þá sigraði lið Evrópu – en Bandaríkjamenn róa nú öllum árum að því að sigra keppnina sem haldin verður í Bandaríkjunum. Sjá má myndskeiðið sem birt var á facebook síðu Rory með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingibergur Einarsson – 9. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ingibergur Einarsson, en hann er fæddur 9. febrúar 1955 og á því 61 árs afmæli í dag. Ingibergur er í Golfklúbbi Vestmannaeyja (GV). Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Ingibergur Einarsson (61 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Virginia Van Wie, f. 9. febrúar 1909 – d. 18. febrúar 1997, Sandy Lyle, 9. febrúar 1958 (58 ára) og Mark Tullo, 9. febrúar 1978 (38 ára); Anna Rossi, 9. febrúar 1986 (30 ára stórafmæli!!!); Gary Stal, 9. febrúar 1992 (24 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem Lesa meira