GSS: Guðrún Sigríður sigraði á Opna kvennamóti GSS
Opna kvennamót GSS fór fram í gær 2. júlí 2016. Það var einkar glæsilegt að sögn eins og undanfarin ár og fór enginn keppenda tómhentur heim. Keppnisform var venju skv. punktakeppni og fjölmörg aukaverðlaun veitt. Sigurvegari að þessu sinni var GA-ingurinn Guðrún Sigríður Steinsdóttir, en hún var með 43 punkta. Þátttakendur að þessu sinni voru 48 og Úrslit voru eftirfarandi: 1 Guðrún Sigríður Steinsdóttir GA 28 F 24 19 43 punktar 2 Edda Aspar GA 28 F 21 15 36 punktar 3 Fanný Bjarnadóttir GA 24 F 16 19 35 punktar 4 Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 15 F 14 20 34 punktar 5 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 28 F 16 18 34 punktar 6 Lesa meira
LPGA: Henderson efst f. lokahring Cambia mótsins
Það er kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson sem er efst á Cambia Classic Portland mótinu, fyrir lokahringinn sem leikinn verður í kvöld. Hún er búin að spila á samtals 13 undir pari (65 68 70). Í 2. sæti er Mariajo Uribe á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 3. dags SMELLIÐ HÉR: Sjá má stöðuna eftir 3. hring Cambia Classic Portland mótsins með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Jaidee efstur f. lokahringinn á Opna franska
Það er thaílenski kylfingurinn Thongchai Jaidee sem er efstur e. 3. hring Opna franska. Jaidee er búinn að spila á samtals 8 undir pari, 205 höggum (67 70 68). Jafnir í 2. sæti eru Rory McIlroy og Jeunghun Wang einu höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 3. hrings SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Opna franska e. 3. hringi SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson (22 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (28 ára – áströlsk – á LET) … og …. Steinunn Lesa meira
Challenge Tour: Birgir Leifur komst ekki g. niðurskurð á Made in Denmark mótinu
Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki gegnum niðurskurð á Made in Denmark mótinu, sem er hluti af Challenge Tour. Mótið, sem er gríðarlega sterkt, fer fram á keppnisvelli Aalborg GC, í Álaborg, Danmörk, dagana 30. júní – 3. júlí 2016. Birgir leifur lék á 3 yfir pari, 145 höggum (71 74). Niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari og munaði því 2 höggum að Birgir Leifur kæmist í gegn. Fylgjast má með stöðunni á Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: …. en sem stendur er Englendingurinn Aaron Rai efstur á samtals 9 undir pari, 133 höggum (65 68).
GR: Dagbjartur Sigurbrandsson bestur Íslendinganna á Finnish Junior U16!
Það var GR-ingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson, sem stóð sig best íslensku unglinganna 16, sem þátt tóku 29. júní – 1. júlí 2016 á Finnish Junior U16 í Vierumäki í Finnlandi. Hann landaði 3. sætinu í sínum flokki, 14 ára og yngri stráka. Dagbjartur lék á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (74 75 77). Ljóst er að Dagbjartur er gríðarlega efnilegur kylfingur og hefir hann verið að standa sig vel á mótum undanfarið. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Dagbjart með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Pettersen og Henderson efstar í hálfleik Cambia Portland Classic
Það eru norska frænka okkar Suzann Pettersen og ungi kylfingurinn flotti frá Kanada, Brooke Henderson, sem eru efstar og jafnar eftir 1. dag Cambia Portland Classic mótsins. Mótið fer fram í Portland, Oregon. Þær eru báðar búnar að spila á samtals 11 undir pari; Pettersen (69 64) og Henderson (65 68). Í 3. sæti er kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe á 10 undir pari. Sjá má hápunkta 2. dags á Cambia Portland Classic með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Cambia Portland Classic SMELLIÐ HÉR:
Íslensku keppendurnir í Finnish Junior U16 stóðu sig vel!
Nokkrir af okkar efnilegustu kylfingum landsins voru við keppni á erlendri grundu, en alls 16 kylfingar tóku þátt í Finnish Junior U16 mótinu sem haldið var í í Finnlandi. Um var að ræða þriggja daga mót sem hófst á miðvikudaginn 29. júní og lauk í gær, föstudaginn 1. júlí 2016. Sjá má úrslitin í mótinu með því að SMELLA HÉR: Hér má sjá keppendalista frá Íslandi : Alma Rún Ragnarsdóttir GKG Flosi Valgeir Jakobsson GKG T-18, 27 yfir pari, 243 högg (80 85 78) Jón Arnar Sigurðarson GKG Magnús Friðrik Helgason GKG Sigurður Arnar Garðarsson GKG T-4, 12 yfir pari, 228 högg (77 74 77) Viktor Ingi Einarsson GR Sigurður Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir. Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 54 ára afmæli í dag! Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi. Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (54 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (31 árs); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 1. júlí 1998 (18 ára) ….. og …..Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (29 Lesa meira
PGA: Sjáið McGirt setja niður úr flatarglompu
Will McGirt leiðir á Bridgestone Invitational. Leikið er á Firestone golfvellinum s.s. hefð er fyrir. McGirt átti glæsihögg af 8 metra færi sem fór beint úr bönker og í holu. Atvikið átti sér stað á par-3 15. holunni í gær. Sjá má glæsihöggið með því að SMELLA HÉR:










