Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2019 | 16:30

Opna breska 2019: Tiger úr leik

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska.

Hann sigraði s.s. allir muna á Masters risamótinu í vor, varð T-21 í Opna bandaríska en komst hvorki í gegnum niðurskurð á PGA Championship né núna á Opna breska.

Tiger lék á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (78 70) og þó nokkrir eigi eftir að ljúka leik er næsta víst að hann kemst ekki gegnum niðurskurðinn, sem miðast, sem stendur við 1 yfir pari.

Skrítinn undirbúningur Tigers, þ.e. að vakna um miðjar nætur til þess að venja líkama sinn við tímamismun milli Evrópu og Bandaríkjanna virðist því ekki hafa borið árangur – Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Tiger er ekki eini frægi kylfingurinn, sem á í vandræðum á Royal Portrush – næsta víst er einnig að Rory er einnig úr leik en hann er á samtals 6 yfir pari og á eftir 7 holur óspilaðar – gæti enn reddað sér með afbragðs spilamennsku, sem hins vegar verður að telja afar hæpið.

Sjá má stöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: