Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Cheyenne Knight (31/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Það voru 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu og hafa þær einnig verið kynntar en það eru: Lee Lopez, Sandra Changkija, Lauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi og Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu, hver. Síðan hafa þær sem deildu 36. sætinu verið kynntar en það eru: Suzuka Yamaguchi frá Japan; Louise Ridderström frá Svíþjóð og Sophia Popov frá Þýskalandi, en þær léku á samtals 8 yfir pari. Eins hafa þær 3 verið kynntar sem deildu 33. sætinu og léku á samtals 7 yfir pari en það eru Dori Carter og Lori Beth Adams frá Bandaríkjunum og Laetitia Beck frá Ísrael og sú sem var ein í 32. sætinu og lék á samtals 6 yfir pari, en það er María Fassi, frá Mexíkó.

Nú hefir verið hafist handa við að kynna þær stúlkur sem deildu 27. sætinu og léku állar á samtals 5 yfir pari, en það eru: Kristy McPherson, Cheyenne Knight, Sara Burnham og Lilia Vu frá Bandaríkjunum og Lily Muni He frá Kína.

Kristy McPherson, Lilia Vu og Lily Muni He hafa þegar verið kynntar og í dag er það Cheyenne Knight frá Bandaríkjunum

Cheyenne Knight fæddist 1995  og er því 23 ára. Hún ólst upp í The Woodlands, í Texas.

Þegar Knight var 12 ára (2008) missti hún 1 þriggja bræðra sinna, Brandon Burgett í umferðarslysi. Hún leit mjög upp til hans og fylgdist með honum spila fótbolta og bandarískan fótbolta og um tíma æfði hún sjálf fótbolta og eins var hún í hestamennsku og æfði körfubolta.

Cheyenne er nokkuð trúuð og um dauða bróður síns sagði hún í viðtali eftir að ljóst var að hún hefði komist á LPGA mótaröðina 2019:

Brandon gerði mig að þeirri persónu og íþróttamanni sem ég er í dag. Ég lifi og spila ekki aðeins fyrir Jesú heldur einnig spila ég og keppi af virðingu við Brandon og arfleifð hans.“

Pabbi Knight, Gene, er sjálfur mikill kylfingur og dóttir hans 9 ára var sú eina af börnum hans sem fylgdi honum út á völl og hún lærði golf af honum, þegar henni var lofað að hún kæmist í sund á eftir golfhring og fengi góðan mat í klúbbhúsinu.

Þau feðgin fóru í golf á hverjum degi. Knight ólst upp við að dást að Lorenu Ochoa og Tiger Woods. Hún segir samt pabba sinn og bræður vera þá sem hvetja sig mest í golfinu.

Síðar var Knight var í University of Alabama og lék með skólaliðinu Crimson Tide í bandaríska háskólagolfinu. Sjá má nokkur afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: 

Árið 2018 keppti Knight á Symetra Tour og gerðist atvinnumaður í golfi.

Ári síðar eftir þátttöku í lokaúrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina er hún farin að spila meðal bestu kvenkylfinga í heimi 2019.