Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2018 | 07:00

LPGA: Hataoka sigraði á Walmart!

Það var japanski kylfingurinn Nasa Hataoka, sem sigraði á Walmart NW Akransas Championship represented by P&G, sem fram fór dagana 22.-24. júní 2018 í Rogers, Arkansas.

Þetta var fyrsti sigur Hataoka á LPGA en hún er nýliði á mótaröðinni, en þess mætti geta að Hataoka sigraði í Q-school 2018, en þá skrifaði Golf 1 eftirfarandi kynningu um hana SMELLIÐ HÉR: 

Hataoka spilaði á samtals 21 undir pari, 192 höggum (64 – 65 – 63) og átti heil 6 högg á þá stúlku sem varð í 2. sætinu en það var Austin Ernst frá Bandaríkjunum – þannig að sigurinn var býsna sannfærandi.

Sigurtékki Hataoka var upp á $ 300.000 eða tæp 30 milljónir íslenskra króna.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 2 hringi upp á slétt par 142 högg (69  – 73).

Sjá má lokastöðuna á Walmart NW Akransas Championship represented by P&G með því að SMELLA HÉR: