
Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Nasa Hataoka (49/49)
Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l.
Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018.
Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka.
Nú verður tekið til við að kynna þær 20 stúlkur sem hlutu fullan spilarétt og kortið sitt á LPGA. Búið er að kynna Maríu Torres, sem varð svo sannarlega að berjast fyrir veru sinni á LPGA og hafði betur í bráðabana gegn tveimur öðrum og var ein í 20. sæti. Eins er búið að kynna þær 4, sem deildu 16. sætinu: Briönnu Do, Celine Herbin, Dani Holmqvist og Jessy Tang; þær sem deildu 13. sætinu: Laetitiu Beck frá Ísrael, Cindy Lacrosse frá Bandaríkjunum og Gemmu Dryburgh frá Skotlandi og eins þær sem deildu 10. sætinu, þær Caroline Inglis, Kassidy Teare og Marissu Steen frá Bandaríkjunum. Síðan hafa verið kynntar þær sem deildu 7. sætinu; þær Georgia Hall frá Englandi og Lauren Coughlin og Amelia Lewis frá Bandaríkjunum og þær tvær sem deildu 5. sætinu: Robynn Ree frá Bandaríkjunum og Luna Sobron Galmes, frá Spáni. Eins hefir sú í 4. sætinu, Rebecca Artis frá Ástralíu verið kynnt, en hún lék á samtals 8 undir pari, 352 höggum og Paula Reto, frá S-Afríku, sem varð í 3. sæti, en hún lék á samtals 9 undir pari, 351 höggi.
Í gær var Tiffany Chan, frá Hong Kong, kynnt en hún varð í 2. sæti; lék á samtals 11 undir pari, 349 höggum.
Nú á bara eftir að kynna sigurvegarann Nasa Hataoka frá Japan, en hún lék á samtals 12 undir pari, 348 höggum. Lýkur þar með kynningu á nýju stúlkunum á LPGA 2018.
Nasa Hataoka fæddist 13. janúar 1999 og er því nýorðin 19 ára. Hún er fremur lágvaxin; aðeins 1.58 m á hæð.
Nasa byrjaði að spila golf 11 ára.
Meðal áhugamála hennar er á horfa á kvikmyndir.
Meðal hápunkta á áhugamannsferli Nösu er eftirfarandi:
*Sigraði 2016 á Japan Women’s Open Championship og varð þannig fyrsti áhugamaðurinn og yngsti meistarinn til þess að sigra á risamóti á japanska LPGA Tour (JLPGA)
*Varð T50 á winging Skirts LPGA Classic presented by CTBC árið 2016
*Sigraði 2015 og 2016 á IMG Academy World Junior Championship
Nasa tók þátt í Q-school LPGA 2016 og varð T-14, sama ár og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir varð í 2. sæti. Hún var yngst allra til þess að hljóta kortið sitt á LPGA það árið, aðeins 17 ára. Henni gekk ekki nógu vel 2017 (náði aðeins niðurskurði í 9 mótum; hlaut $37,852 og varð í 140. sæti á peningalistanum) og varð því aftur að fara í Q-school, með þessum líka frábæra árangri að hljóta 1. sæti og full, áframhaldandi spilaréttindi á LPGA.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster