LET Access: Guðrún Brá lauk keppni T-14 á Flumserberg mótinu í Sviss
Klúbbmeistari GK 2020 og Íslandsmeistarinn í höggleik sl. 3 ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, tók þátt í Flumserberg Ladies Open, móti á LET Access.
Mótið fór fram dagana 3.-5. september í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss og lauk því í dag.
Guðrún Brá lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (69 72 72) og lauk keppni T-14.
Fyrir frammistöðu sína hlaut Guðrún Brá u.þ.e. 762 evrur, sem eru u.þ.b. ísl kr. 125.000,-
Sigurvegari í mótinu var finnska stúlkan Sanna Nuutinen, en hún lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum, líkt og hin norska Stina Reesen en fara varð fram bráðabani til þess að skera úr um hvor þeirra hefði sigur.
Reesen leiddi fyrir lokahringinn og hin 27 ára Nuutinen varð að hafa fyrir sigrinum m.a. setja niður 5 m fuglapútt á 72. holu til að jafna við Reesen og komast í bráðabana, þar sem hún hafði betur.
Hundslappar 2. brautin í Gams var spiluð í bráðabananum og þar innsiglaði Nuutinen 3. sigur sinn á LET Access.
Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Sönnu Nuutinen með því að SMELLA HÉR:

Sigurvegari Flumserberg Ladies Open 2020 – Sanna Nuutinen frá Finnlandi
Sjá má lokastöðuna á Flumserberg Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
