Kaddý Sei Young Kim rekinn úr US Women´s Open – er Fusco fúskari?
Kaddý Sei Young Kim var „fjarlægður“ af mótssvæði U.S. Women’s Open nú í morgun þegar kom í ljós að hann var að taka mynd á farsíma sínum af uppsetningu vallarins skv. starfsmanni bandaríska golfsambandsins USGA.
Paul Fusco (kaddý LPGA nýliðans kóreanska Sei Young Kim) var fjarlægður af öryggisvörðum USGA úr Lancaster Country Club og mun þar að auki ekki fá að vera kaddý nr. 10 á Rolex-heimslistanum (Sei Young Kim).
USGA starfsmaðurinn sagði GolfChannel.com að Fusco (kaddý Kim) hefði verið á svæði þar sem hann hefði ekki átt að hafa aðgang að og komið hefði í ljós að hann hefði verið að taka myndir af holustaðsetningum, upplýsingum sem ekki hafði verið veitt öllum keppendum. USGA gefur aldrei upp holustaðsetningar fyrr en um morguninn þegar hringurinn fer fram.
„Ég var mjög undrandi að heyra um þetta,“ sagði Kim við GolfChannel, þar sem hún var á æfingasvæðinu. „Þetta var mjög svekkjandi.“
Kim sem getur varla tjáð sig á ensku sagðist hafa talað stuttlega við Fusco, en sagði að hún hefði ekkert frekari komment. Hún sagði að hún myndi ráða Steve „Rubble“ Shellard sem nýja kaddýinn sinn þessa vikuna. Shellard er aðalkaddý löndu Kim, golfdrottningarinnar Se Ri Pak, en Pak hætti við þátttöku á US Women´s Open í síðustu viku.
Framkvæmdastjóri US Women´s Open, Ben Kimball sagði að sú iðja Fusco að taka myndir af keppnisstað mætti líkja við að sjá próf áður en maður tæki það.
Fusco vildi ekki tjá sig um málið og Kim hlýtur engin viðurlög.
Það að Fusco hefði verið rekinn úr mótinu kom af stað miklum umtali meðal leikmanna og kaddýa.
„Ef þetta er rétt, þá er þetta svindl,“ sagði einn kaddýinn við GolfChannel.com. „Þetta er líkt og að fá að vita spurningarnar áður en maður fer í stærðfræði – eða enskupróf.„
Annar kaddý sagði að með því að næla sér með ólögmætum hætti í staðsetningarplan í móti gæfi þeim leikmanni ósanngjarnt forskot og léti kaddýa sem heild líta illa út.
„Þetta verður til þess að við lítum allir illa út,“ sagði kylfuberinn.
Fusco er reynslumikill kaddý sem dregið hefur fyrir Vijay Singh og Na Yeon Choi. Fusco hefir reynst Kim vel og hefir verið á pokanum hjá Kim frá því í Q-school s.l. desember. Hann var kylfuberinn hennar í báðum af sigrum hennar á LPGA á þessu ári. Reyndar hefir uppgangur Kim verið með hreinum ólíkindum. Eins hefir Kim gengið vel í báðum kvenrisamótunum sem af er á árinu og í bæði skiptin var Fusco við hlið hennar.
Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á Sei Young Kim með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
