Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2016 | 02:00

Eimskipsmótaröðin 2016-2017 (2): Kristján Þór leiðir f. lokahringinn

Kristján Þór Einarsson, GM hefur 1 höggs forystu fyrir lokahring Honda Classic mótsins sem er 2. mót 2016-2017 keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór er búinn að spila á samtals sléttu pari (73 71). Á hæla Kristjáns Þórs eru Stefán Már Stefánsson, GR og  Þórður Rafn Gissurarson, GR, en þeir eru búnir að spila á 1 yfir pari, hvor. Sjá má stöðuna eftir 2 keppnisdag í karlaflokki á Honda Classic hér að neðan: 1 Kristján Þór Einarsson GM -2 F 35 36 71 -1 73 71 144 0 2 Þórður Rafn Gissurarson GR -3 F 36 36 72 0 73 72 145 1 3 Stefán Már Stefánsson GR -1 F 38 35 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2016 | 01:00

LET Access: Valdís lauk leik í 12. sæti í Svíþjóð!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Elisefarm Ladies Open í Hörnby í Svíþjóð. Valdís lauk leik á sléttu pari, 216 höggum (74 70 72). Hún varð T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með Csillu Lajtai-Rozsa frá Ungverjalandi og Astrid Vayson de Pradene frá Frakklandi. Í efsta sæti varð Laura Murray en hún lék á samtals 7 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Elisefarm Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2016 | 18:00

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði T-43 á HM

Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 43.-44. sæti á Heimsmeistsaramóti áhugakylfinga sem lauk í Mexíkó í gærkvöld. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum +12 og endaði í 48. sæti. Ísland lék samtals á +47 eða 623 höggum en tvö bestu skorin á hverjum hring töldu. 48. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir 79-76-69-76= 300 högg +12. 132. sæti: Berglind Björnsdóttir 77-89-77-81 = 325 högg +37. 138. sæti: Signý Arnórsdóttir 79-90-79-84 = 329 högg +41. Suður-Kórea sigraði með yfirburðum á HM en samtals lék liðið á -29 höggum undir pari vallar eða 547 höggum. Suður-Kórea varði þar með HM-titilinn frá árinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og er því 15 ára í dag. Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 4 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki. Kristófer Karl sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti sigur Kristófer Karls á Íslandsbankamótaröðinni, en hann var nú samt búinn að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Paisley efstur e. 2. dag á Opna ítalska

Það er Englendingurinn Chris Paisley sem er efstur í hálfleik á Opna ítalska, móti vikunnar á Evróputmótaröðinni. Paisley er búinn að spila á 13 undir pari (66 63). Í 2. sæti er Masters risamóta sigurvegarinn Danny Willett, aðeins 1 höggi á eftir. Margir eiga eftir að ljúka 2. hring en það tókst ekki vegna veðurs í gær. Til þess að sjá stöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2016 | 09:45

Eimskipsmótaröðin 2016-2017 (2): Ragnhildur og Heiðar Davíð efst e. 1. dag

Í gær hófst á Garðavelli á Akranesi 2. mótið á Eimskipsmótaröðinni, keppnistímabilið 2016-2017, sem nefnist Honda Classic- mótið. Eftir 1. hring eru Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Heiðar Davíð Bragason, GHD efst, hvort í sínum flokki. Fylgjast má með gengi keppenda á 2. hring, sem þegar er hafinn með því að SMELLA HÉR:  Staðan í kvennaflokki eftir 1. dag er eftirfarandi: 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 1 F 39 38 77 5 77 77 5 2 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 5 F 42 38 80 8 80 80 8 3 Eva Karen Björnsdóttir GR 6 F 45 37 82 10 82 82 10 4 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 41 41 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2016

Það er Bryson DeChambeau sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 23 ára. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964;  Jerry Haas, 16. september 1963 (53 ára); Iceland Hiking (53 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (24 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 11:00

LET Access: Valdís Þóra á 70 á 2. hring!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er líklega komin í gegnum niðurskurð á Elisenfarm Ladies Open. Hún lék 2. hring Elisenfarm golfvallarins á 2 undir pari, 70 höggum. Samtals er Valdís Þóra því búin að spila á sléttu pari, 144 höggum (74 70) og er líklega komin í gegnum niðurskurð, en hann er miðaður við 1 yfir pari eða betra sem stendur. Margar eiga þó eftir að ljúka hringjum sínum og því ekki hægt að gera annað en að fylgjast með gengi annarra keppenda á Elisenfarm. Efst sem stendur er Stacey Keating sem kom í hús á glæsilegum 66 höggum og er samtals á 6 undir pari, 138 höggum (72 66). Sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 08:15

Stúlkur frá S-Kóreu í efsta sæti e. 1. dag Evían

Það eru þær Sung-Hyun Park (sjá mynd hér að neðan) and  In Gee Chun (forsíðumynd) sem eru í forystu eftir 1. dag Evían kvenrisamótsins, sem hófst í gær. Þær hófu báðar leika með því að spila á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum. Chun er sigurvegari Opna breska 2015 og Park leiðir peningalistann á kóreanska LPGA. Í 2. sæti eru Shanshan Feng, frá Kína, sem sigraði nú nýlega áhe Buick Championship og vann sér inn Ólympíubrons í síðasta mánuði og  Annie Park frá Bandaríkjunum, en báðar léku þær á 7 undir pari og eru því 1 höggi á undan forystukonunum. Hin 22 ára Chun sagði m.a. eftir glæsihring sinn: „Fyrir hringinn var ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 07:55

Erfið staða hjá stelpunum okkar á HM

„Þetta var erfiður dagur og við þurfum að horfa fram á veginn. Undirbúningurinn var góður og stelpurnar voru vel stemmdar. Aðstæður voru erfiðar að eiga við, keppnisvellirnir eru langir og krefjandi,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari eftir 2. keppnisdag á heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Mexíkó. Íslenska liðið lék illa og er í 47. sæti af alls 55 þjóðum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 76 höggum eða +4 en þær Berglind Björnsdóttir úr GR og Signý Arnórsdóttir úr Keili léku á 89 og 90 höggum. Tvö bestu skorina telja á hverjum hring og er Ísland samtals á +33 eftir 36 holur. Keppt er á Riveria Maya golfvallasvæðinu í Lesa meira