Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2016 | 12:00
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2016: Stigameistarar!

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram s.l. mánudag 19. september 2016 í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn. Allir keppendur 10 ára og yngri á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fengu viðurkenningarskjal ásamt glaðningi frá Íslandsbanka. Í öðrum aldursflokkum fengu kylfingarnir sem voru í þremur efstu sætunum í sínum aldursflokki veglegan glerverðlaunagrip til eignar og stigameistararnir fengu að auki farandbikar. Stigameistarar á Áskorendamótaröðinni: Hnokkaflokkur, 12 ára og yngri: 1. Arnar Logi Andrason, GK 6900 stig. 2. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 6832.50 stig. 3. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2016 | 10:00
Íslandsbankamótaröðin 2016: Hlynur stigameistari í piltaflokki

Hlynur Bergsson, GKG, er stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2016 – og er þetta er fyrsti stigameistaratitill Hlyns á ferlinum. Viðurkenningar voru veittar í höfuðstöðvum Íslandsbanka að Fiskislóð, mánudaginn 19. september s.l. fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn. Lokastaðan á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í piltaflokki er eftirfarandi: 1. Hlynur Bergsson, GKG 6440.00 stig. 2. Henning Darri Þórðarson, GK 6145.00 stig. 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 5215.00 stig.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2016 | 08:00
Íslandsbankamótaröðin 2016: Hulda Clara stigameistari í stelpuflokki!

Það var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem varð stigameistari í stelpuflokki (14 ára og yngri) á Íslandsbankamótaröðinni 2016. Þetta er fyrsti stigameistaratitill Huldu. Lokastaðan á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í stelpuflokki var eftirfarandi: Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 9100.00 stig. 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 8150.00 stig. 3. Kinga Korpak, GS 7780.0 Ofangreindir þrír kylfingar voru ávallt í verðlaunasæti á öllum sex mótum tímabilsins.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 23:59
Íslandsbankamótaröðin 2016: Sigurður Arnar efnilegasti karlkylfingurinn og stigameistari í strákaflokki!!!

Það var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem stóð uppi sem sem efnilegasti karlkylfingur Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 og stigameistari í strákaflokki (14 ára og yngri) í lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Fiskislóð, 19. september 2016. Þetta er annað árið í röð, sem Sigurði Arnar er stigameistari, en í ár sigraði hann á fimm mótum af alls sex á Íslandsbankamótaröðinni og er þar að auki tvöfaldur Íslandsmeistari, þ.e. bæði í höggleik og holukeppni. Sérlega glæsilegur árangur þetta hjá Sigurði Arnari!!! Lokastaða efstu manna á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 í strákaflokki er eftirfarandi: Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 9700.00 stig. 2. Böðvar Bragi Pálsson, GR 6627.50 stig. 3. Dagbjartur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 23:00
Íslandsbankamótaröðin 2016: Ólöf María efnilegasti kvenkylfingurinn og stigameistari í stúlknaflokki (17-18 ára)!

Ólöf María Einarsdóttir, GM gerir ekki endasleppt. Hún var valin efnilegasti kvenkylfingurinn á lokahófi Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar, mánudaginn 19. september s.l. Jafnframt varð Ólöf stigameistari í sínum aldursflokki, 17-18 ára. Þetta er þriðji stigameistaratitill á ferli Ólafar. Sjá má lokastöðuna á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar í stúlknaflokki (17-18 ára) hér að neðan: Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GM 8070.00 stig. 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 7667.50 stig. 3. Saga Traustadóttir, GR 6165.00 stig.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 22:00
Íslandsbankamótaröðin 2016: Ingvar Andri stigameistari í 4. sinn

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram 19. september 2016, í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Stigameistari í drengjaflokki (15-16 ára) á Íslandsbankamótaröðinni 2016 er Ingvar Andri Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þetta er 2. árið í röð sem Ingvar Andri verður stigameistari í drengjaflokki og 4. árið sem hann fagnar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni. Staða efstu þriggja á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 í drengjaflokki: Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 7520.00 stig. 2. Viktor Ingi Einarsson, GR 6112.50 stig. 3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 5946.25 stig
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 20:00
Íslandsbankamótaröðin 2016: Amanda stigameistari í telpnaflokki

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram 19. september 2016, í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna – og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka veittu viðurkenningarnir við glæsilega athöfn. Stigameistari í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2016 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir, úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík. Þetta er fyrsti stigameistaratitill Amöndu á ferli hennar. Sjá má 3 efstu kylfinga í telpnaflokki hér að neðan: Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 8685.00 stig. 2. Zuzanna Korpak, GS 8452.50 stig. 3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 7005.00 stig.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 18:30
Maggi sá fyrsti

Magnús Hjörleifsson sem er að sjálfsögðu Keilismaður, gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór holu í höggi á nýju par 3 brautinni “Yfir hafið og heim” á Hvaleyrinni. Maggi sem er þekktur ljósmyndari og hefur tekið ófáar myndirnar síðustu sumur af þessari glæsilegu braut, sem hafa greinilega hjálpað honum mikið að lesa flötina. Maggi notaði 7 járn í draumahöggið og skráði sig í sögubækur Keilis. Hann er sá fyrsti sem slær draumahöggið á þessari nýju braut, sem verður formlega tekinn í gagnið á 50 ára afmælisári Keilis sumarið 2017. Golf 1 óskar Magga innilega til hamingju með draumahöggið, en þetta er í annað sinn sem Maggi fer holu í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 18:00
Frægir kylfingar: Cameron Diaz

Flestir kannast við Cameron Diaz en hún er ein af leikkonunum í Hollywood, sem spilar golf. Cameron er fædd 30. ágúst 1972 og flestir muna eftir henni úr kvikmyndum á borð við “There´s something about Mary”; “Being John Malkovich”; “Mask”; “Vanilla Sky”; “The Gangs of New York”; “Charlies Angels”; og “The Holiday.” Í einni kvikmynd sinni, “Day and Knight”, leikur hún á móti Tom Cruise. Í Cameron er mikill demókrati og var ötull stuðningsmaður Al Gore í forsetakosningunum árið 2000; en þá er mörgum í fersku minni í Bandaríkjunum þegar hún gekk um í stuttermabol, sem á stóð: “I won´t vote for a son of Bush!”, meðan hún auglýsti kvikmynd, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Stefánsson – 20. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 36 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012 og síðan varð Adam Örn klúbbmeistari GVS 2015. Adam Örn Jóhannsson · 36 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (58 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (55 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (45 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (38 ára – spilar á PGA Tour) Golf 1 óskar Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

