Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Levy efstur á Porsche European Open

Það er Frakkinn Alexander Levy sem er efstur á Porsche European Open. Hann er búinn að spila á samtals 17 undir pari; spilaði 1. daginn á 62 glæsihöggum og er á 59 höggum og á 1 holu eftir óspilaða, en mótinu var frestað í gær vegna þoku. Klárað verður að spila 2. keppnishring í dag. Sjá má hápunkta 2. dags á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga María Björgvinsdóttir – 23. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Inga María Björgvinsdóttir. Inga María er fædd 23. september 1997 og á því 19 ára afmæli í dag. Hún er úr stórri golffjölskyldu, sem flestir tengjast Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni Ingu Maríu til hamingju með árin 19 …. Inga María Björgvins · 19 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lilja G. Gunnarsdóttir, 23. september 1967 (49 ára); Rodney Pampling, 23. september 1969 (47 ára) og Stacy Prammanasudh,(W-7 módel) 23. september 1979 (37 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 12:00

11 golfbílar sem myndu vekja athygli í golfklúbbnum ykkar!!!

GOLF hefir tekið saman grein um 11 golfbíla sem myndu vekja athygli í golfklúbbnum ykkar, sama hvar þið eruð í heiminum! Hér má sjá greinina um golfbílana 11 SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 10:00

PGA: Chappell, DJ og Matsuyama efstir e. 1. dag Tour Championship

Það eru Bandaríkjamennirnir Kevin Chappell og Dustin Johnson og Hideki Matsuyama frá Japan sem deila efsta sætinu eftir 1. dag á Tour Championship. Allir léku þessir 3, fyrsta hring Tour Championship á 66 höggum. Aðrir 3 kylfingar deila 4. sæti aðeins 1 höggi á eftir, en það eru Jason Day, Kevin Kisner og Si Woo Kim. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship e. 1. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 08:53

LET: Ólafía Þórunn í 44. sæti e. 1. dag Open de España Femenino

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR er í 44. sæti eftir 1. dag Andalucia Costa del Sol Open de España Femenino, en mótið er mót vikunnar á LET. Ólafía lék 1. hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum. Í 1. sæti er Amelía Lewis frá Bandaríkjunum en hún lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Aðeins 3 kylfingar brutu 70 á 1. hring en það voru auk Amelíu; Angel Yin frá Bandaríkjunum og hin enska Florentyna Parker. Sjá má stöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España Femenino með því að SMELLA HER: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2016 | 08:30

Dustin Johnson: „Allir nema Mickelson“

Dustin Johnson (DJ) segir að hann sé góður vinur Phil Mickelson, en hann viðurkennir að hann vilji ekki vera í liðstvennd með honum á Ryder Cup. DJ segir að hann spili oft æfingahringi með Mickelson en vonar að fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum Davis Love III muni ekki para þá saman á Hazeltine. DJ spilaði með Mickelson í fyrstu tveimur viðureignum sínum á Ryder Cup árið 2010 og tapaði báðum leikjum 3&2. Á blaðamannafundi fyrir Tour Championship á East Lake í Georgíu sagði Johnson: „Ég held að ég gæti spilað með öllum nema Phil. Við Phil spilum ekki vel saman.“ „Við spilum vel á móti hverjum öðrum, mér þykir vænt um Phil og við erum góðir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingólfur Theódór Bachmann – 22. september 2016

Það er Ingólfur Theodor Bachmann, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingólfur Theodór er fæddur 22. september 1975 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Ingólfur Theodór Bachmann (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (71 árs); Halldóra Helgadottir, 22. september 1949 (67 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (61 árs); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (59 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (57 ára); Michele Berteotti, 22. september 1963 (53 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (36 ára); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. september 1984 (32 ára); Áslaug Jónsdóttir, 22. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Fylgist með Porsche European Open hér!

Porsche European Open er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram í Golf Resort Bad Griesbach í Bad Griesbach í Þýskalandi. Það stendur dagana 22.-25. september 2016! Margir sterkir kylfingar taka þátt m.a. Íslandsvinurinn indverski Anirban Lahiri, Englendingarnir Steve Webster og James Morrison; Frakkinn Gary Stal;  Svíarnir Niclas Fasth og Marcus Kinhult og Danirnir Lasse Jensen og Lucas Bjerregaard,  svo einhverjir séu nefndir. Það hófst í dag og má fylgjast með gangi mála á mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2016 | 05:00

HM í Mexíkó: Karlalandsliðið -1 eftir 1. dag

Íslenska karlalandsliðið í golfi hóf leik í dag leik á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Mexíkó. Mótið fór fyrst fram árið 1958 og er keppt um Eisenhower bikarinn. Gríðarleg úrkoma setti keppnishaldið aðeins úr skorðum í morgun en um 40 stiga hiti var á meðan íslensku keppendurnir léku síðdegis. Hægt er að fylgjast með gangi mála frá Mexíkó á snappinu golf-is. Sjá má stöðu og skor keppenda á HM með því að SMELLA HÉR:  Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 70 höggum í dag eða -1 og Andri Þór Björnsson lék á pari vallar eða 71 höggi. Tvö bestu skorin á hverjum hring telja hjá hverju liði. Haraldur Franklín Magnús Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Leifsdóttir – 21. september 2016

Það er Sólveig Leifsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Sólveig er fædd 21. september 1951. Hún er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Sólveig er góður kylfingur og það er sannkölluð ánægja og heiður að spila golf með henni; hún er góður félagi utan vallar sem innan. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sólveig Leifsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albína Unndórsdóttir (69 ára); Siglfirðingur Siglufirði (58 ára); Hulda Björg Birgisdóttir (56 ára); Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (47 ára); Svana Jónsdóttir (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Hannes Jóhannsson, GSG, 21. september Lesa meira