Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2016 | 09:00
Golf 1 fimm ára í dag!

Golf 1 er fimm ára í dag, þ.e. 5 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir fimm árum síðan hafa tæp 16.000 greinar birtst á Golf1, þar fjöldi greina á ensku og þýsku. Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Golf 1 mun áfram flytja fréttir af 2. vinsælustu íþróttagrein á Íslandi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 17:00
PGA: Schwartzel með 2 erni í röð á 3. hring Tour Championship – Myndskeið

Charl Schwartzel frá Suður-Afríku fékk tvo glæsierni í röð á 3. hring Tour Championship, sem verið er að spila rétt í þessu. Ernir Schwartzel duttu á 7. og 8. holu East Lake. Sjá má erni Schwartzel með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2016

Það er núverandi klúbbmeistari kvenna í GHR, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Hún er í Golfklúbbnum á Hellu, (GHR). Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Á þeim fimm árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hefir verið tekin fjöldi viðtala, sem stendur yfir 300, víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Armour, f. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Julie Yang (39/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 38 stúlkur verðir kynntar þar af 1 af þeim 3, sem deildu 10. sætinu: Nontaya Srisawang frá Thaílandi, en eftir er að kynna Gaby Lopez frá Mexíkó og Julie Yang frá Suður-Kóreu. Í dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 13:00
HM í Mexíkó: Íslenska karlalandsliðið á -4 samtals fyrir lokahringinn

Íslenska karlalandsliðið í golfi er á -4 samtals fyrir lokahringinn á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Mexíkó. Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 71 höggi í dag eða -1 og Haraldur Franklín Magnús var á pari vallar eða 72 höggum. Andri Þór Björnsson lék á 74 höggum, en skor hans taldi ekki í dag. Keppni er ekki lokið á þriðja keppnisdegi en Ísland er í 25. sæti þessa stundina. Sjá má stöðuna á HM með því að SMELLA HÉR: Komast má inn á heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 12:45
LET Access: Valdís Þóra komst ekki g. niðurskurð á NordicTrack Open de Strasbourg 2016

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni komst ekki í gegnum niðurskurð á NordicTrack Open de Strasbourg 2016 mótinu. Mótið er mót vikunnar á LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék á 3 yfir pari (70 77) og má fullyrða að seinni hringur hennar upp á 5 yfir pari, 77 högg hafi ráðið úrslitum um að hún fór ekki gegnum niðurskurðinn, sem miðaður var við 2 yfir pari eða betra. Eru það vonbrigði en Valdís Þóra var áður búin að spila á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum! Mótið er mjög sterkt og margir keppenda sem keppt hafa á LET, m.a. finnska stúlkan Sanna Nuutinen, sem er í einu af efstu sætunum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 12:00
PGA: Day dregur sig úr Tour Championship

Jason Day gerði lítið úr áhyggjum manna um framtíðargolfleik hans, sem vöknuðu eftir að hann dró sig úr Tour Championship, vegna bakmeiðsla á 2. hring í Atlanta í gær, föstudaginn 23. september. Day, 28 ára, dró sig líka úr móti í mótinu þar áður, þ.e. BMW Championship fyrir tveimur vikum. „Jason er með tognun í vöðva í mjóbakinu með vöðvakippum,“ sagði umboðsskrifstofa hans í fréttatilkynningu stuttu eftir að hann hætti leik á East Lake. „Hann dró sig úr mótinu til öryggis. Það ætti að vera í lagi með Jason eftir að hann hvílist eftir langa pásu utan keppnistímabilsins.“ Ekkert var tilkynnt um hvort Jason Day myndi keppa í heimalandi sínu, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 10:00
„Aldrei of seint að byrja“

Hér á eftir birtist grein úr Golf á Íslandi, en þar er viðtal við siglfirsku golfdrottningarnar Huldu Alfreðsdóttur og Ragnheiði H. Ragnarsdóttur. Hulda Alfreðsdóttir og Ragnheiður H. Ragnarsdóttir eru æskuvinkonur sem fæddust á Siglufirði á þeim árum þegar sjónvarpsútsendingar voru að hefjast á Íslandi. Þrátt fyrir að margir í nærumhverfi þeirra hafi verið mikið í golfi í gegnum tíðina höfðu þær Hulda og Ragnheiður engan áhuga á þessari frábæru íþrótt. Það breyttist með óvæntum hætti og frá þeim tíma hafa þær tekið golfið föstum tökum og nýta hverja stund til þess að leika golf. Vinkonurnar eru félagar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Ragnheiður er tiltölulega nýflutt á höfuðborgarsvæðið. Hún starfar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 07:45
PGA: DJ efstur á Tour Championship – Sjáið högg 2. dags sem Spieth átti!!!

Eftir 2. keppnisdag á Tour Championship á East Lake er Dustin Johnson efstur. Hann er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Kevin Chappell á samtals 6 undir pari, 134 höggum (66 68). Högg 2. keppnisdagsins átti Jordan Spieth en það var glæsifugl sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Spieth er T-11 á sléttu pari (68 72). Sjá má hápunkta 2. dags á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna eftir 2. keppnisdag Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2016 | 07:30
LET: Ólafía T-40 e. 2. dag á Open de España Femenino

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur þátt í LET-móti vikunnar Open de España Femenino. Spilað er á keppnisvelli Aloha golfklúbbsins, sem margir íslenskir kylfingar kannast við. Ólafía flaug í gegnum niðurskurð er T-40 eftir 2. dag og er búin að spila á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73). Spænska golfdrottningin Azahara Muñoz er í efsta sæti eftir 2. keppnisdag á samtals 6 undir pari (72 66). Til þess að sjá stöðuna á Open de España Femenino, en 3. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

