Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kathy Whitworth – 27. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Kathy Whitworth. Kathy fæddist 27. september 1939 í Monahans, Texas og er því 77 ára í dag. Kathy er sá kylfingur (hvort heldur er karl/kvenkyns) sem sigrað hefir á flestum golfmótum atvinnumanna með 98 titla, þar af 88 á LPGA (og þar af 6 sigra á risamótum) , 1 á Evrópumótaröð kvenna og 9 á öðrum mótum. Þessi hávaxna kona frá Texas (1,75 m á hæð) með smitandi hláturinn varð atvinnumaður í golfi árið 1959 og var atvinnukylfingur í 38 ár. Hún vann sér inn $ 1.7 milljónir (um 221 milljón íslenskra króna) á mótaröð, sem var rétt að hefja gang sinn. Árið 1981 varð hún fyrsti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 14:00

Þórður Rafn á 72 á 1. degi á úrtökumóti f. Evrópumótaröðina í Portúgal

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék fyrsta hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal. Þórður Rafn lék 1. hring  á parinu, 72 höggum og deilir 31. sætinu með 6 öðrum kylfingum. Á hringnum fékk Þórður 4 fugla og 4 skolla. Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti og er Þórður Rafn aðeins 1 höggi frá því marki eins og staðan er nú – en mikið golf er eftir og vonandi að Þórði gangi sem best!!! Sjá má stöðuna á úrtökumótinu á Ribagolfe í Portúgal með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 12:00

Ólafur T-5 e. 1. dag úrtökumóts f. Evrópumótaröðina í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, GKG, lék í gær 1. hring á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Úrtökumótið sem Ólafur Björn tekur þátt í fer fram á Golf d´Hardelot í Frakklandi. Ólafur Björn lék fyrsta hring á 3 undir pari 68 höggum og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu ásamt 2 öðrum. 24 og þeir sem jafnir eru í 24. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í d´Hardelot eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli í 3. sæti í Arizona

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra Kent State tóku þátt í Maui Jim Intercollegiate í Scottsdale, Arizona í bandaríska háskólagolfinu, dagana 23.-25. september 2016. Lið þeirra Kent State varð í 3. sæti af 16 háskólaliðum sem þátt tóku í mótinu, sem er glæsilegur árangur. Í einstaklingskeppninni lék Gísli á samtals 2 undir pari, 211 höggum (72 67 72) og varð T-18. Bjarki lék á samtals sléttu pari, 213 höggum og varð (68 72 73) og varð T-28. Alls voru keppendur 93. Sjá má lokastöðuna á Maui Jim Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 16:45

PGA: Rory sigurvegari Tour Championship – Hápunktar 4. dags – Myndskeið

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á Tour Championship í gærkvöldi, 25. september 2016. Hann og bandarísku kylfingarnir Kevin Chappell og  Ryan Moore, en sá síðarnefndi var síðasti keppandi til að vera valinn í bandaríska Ryder bikars liðið 2016, voru efstir og jafnir eftir 72 holu spil. Þremenningarnir léku þeir hringina 4 á East Lake á samtals 12 undir pari, 268 höggum; Rory (68 70 66 64);  Ryan (70 68 66 64) og Kevin (66 68 68 66). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja. Kevin datt út þegar á 1. holu, par-5 18. holu East Lake en þar fékk hann fugl meðan Rory og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sindri Snær Alfreðsson – 26. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Sindri Snær Alfreðsson. Sindri Snær er fæddur 26. september 1995 og á því 21 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sindri Snær Alfreðsson (21 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Neil Coles, 26. september 1934 (82 árs); Tryggvi Valtýr Traustason, 26. september 1962 (54 ára); Adam Hunter, f. 26. september 1963 – d. 14. október 2011 úr hvítblæði; Spanish Golf Options · 52 ára; Robin Hood, 26. september 1964 (52 ára); Cowboys Issolive (48 ára) Fredrik Jacobson, 26. september 1974 (42 ára); Angela Oh, 26. september 1988 (28 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 14:00

LET: Ólafía Þórunn lauk keppni T-44 á Opna spænska

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á Andalucia Costa Del Sol Open De España Femenino í gær. Hún lék hringina 4 á samtals 8 yfir pari, 296 höggum (74 73 76 73) og lauk keppni  T-44 þ.e. varð jöfn 5 öðrum kvenkylfingum í 44. sæti. Fyrir frammistöðu sína hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á € 1590,- Sigurvegari mótsins varð heimakonan Azahara Muñoz, en hún lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (72 66 70 70) og óhætt að segja að glæsihringur hennar 2. keppnisdag, upp á 66 högg hafi innsiglað sigur hennar. Sjá má lokastöðuna á Andalucia Costa Del Sol Open De España Femenino eða Opna spænska eins og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 12:00

Haustþing PGA: Agnar og David heiðraðir fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar

Haustþing PGA á Íslandi fór fram dagana 23.-25. september á Selfossi. Mætingin var góð hjá félagsmönnum en haustþingið hefur verið fastur liður í starfi félagsins á undanförnum misserum. Dagskráin var fjölbreytt. Farið var yfir ýmis mál sem koma inn á borð golfþjálfara á Íslandi. PGA kennarar fóru einnig yfir áhugaverða hluti úti á æfingasvæðinu með félagsmönnum. Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phill Hunter. „Haustþing PGA hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem fastur liður í starfi félagsins. Á þinginu eru málin rædd, og nýjungar kynntar. Það er mikill áhugi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 10:00

Lið Evrópu í Rydernum á leið til Bandaríkjanna

Hluti liðs Evrópu í Ryder bikarkeppninni var myndað á leið sinni Bandaríkjanna á Heathrow flugvelli í London, rétt áður en þeir flugu til Hazeltine í Bandaríkjunum til að hefja titilvörnina í þessari viku. Fyrirliðinn Darren Clarke stilti sér upp með verðlaunagrip Rydersins meðan Lee Westwood og  Danny Willet virtust bara vera í góðu skapi. Það sást til Rafa Cabrera-Bello og Padraig Harrington með sambýlis og eiginkonum sínum. Nú í ár er Bandaríkjamönnum spáð sigri í Rydernum. Fyrirliði Bandaríkjanna, Davis Love III tilkynnti um síðasta leikmann Ryder liðsins bandaríska en það er Ryan Moore og ekki Bubba Watson sem situr eftir með sárt ennið.  


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2016 | 08:00

Arnold Palmer látinn 87 ára

Ein af golfgoðsögnunum 3 er látin. Arnold Palmer, Arnie, nefndur „The King“ vegna yfirburða hans í golfi, lést 87 ára að aldri í gær, 25. september 2016. Þannig sagði Jack Nicklaus, vinur Arnie um hann: „Hann var konungur íþróttar okkar og mun ávallt vera það,“ Palmer vann 92 titla á ferli sínum og var jafnvígur á golfvellinum og sem businessmaður, golfvallarhönnuður, flugmaður og hann gerði meira en nokkur annar til að auka vinsældir golfsins. Hann var vinsæll; maður fólksins. Arnie vann Masters risamótstitilinn 4 sinnum: árin 1958, 1960, 1962 og 1964. Eins vann hann Opna bandaríska með eftirminnilegum hætti á Cherry Hills CC í Denver 1960 og Opna breska 1961 og 1962. Lesa meira