Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 15:30
Bróðir Willett með fyndið tvít um bandaríska áhangendur

Þegar Danny Willett stígur á fyrsta teig á Hazeltine n.k. helgi þá má hann eiga von á að vera púaður niður af bandarískum stuðningsmönnum. Og líklega getur hann kennt bróður sínum, PJ Willett um. Bróðir Danny, komst í golffréttirnar vegna tvíta sinna á Masters fyrr á árinu, þar sem bróðir hann skrifaði sig í golfsöguna og vann 1. risatitil sinn á Masters risamótinu sjálfu. Tvít PJ eru yfirleitt fyndin t.d. þegar hann sagðist geta náð í bjór handa sér úr ísskápnum, farið á klósettið og málað aukaherbergið í húsinu meðan Jordan Spieth tíaði upp o.fl. o.fl. … og þau urðu til þess að hann er nú fastapenni á NationalClubGolfer.com. Nú hefir hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 14:45
„We are 13″ – Stuðningsmyndskeið v/bandaríska Ryder Cup liðið

Bandaríkjamenn hafa nú komið fram með stuðningsmyndskeið við bandaríska Ryder bikars liðið. Það ber heitið „We are 13″ eða „Við erum 13″ en það er heiti, áheits sem er svohljóðandi: We are 13. (Við erum 13) 12 players plus 1 nation. (12 leikmenn og 1 þjóð) This is the Ryder Cup. (Þetta er Ryder bikarinn) Our country. Our course. Our team. (Landið okkar. Völlurinn okkar. Liðið okkar) We’ll rep the red, white and blue on the green. (Við erum fulltrúar rauðs, hvíts og bláa (litarins) á flötinni. We’ll go big, get loud and show respect. (Við leggjum allt undir, erum hávær en sýnum viðringu) We’ll see golfers become legends, moments Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 13:00
Frægir kylfingar kljást í „Ryder keppni“ fyrir alvöru keppnina – Evrópa tapaði 14:0

Sky Sports hefir tekið saman myndskeið þar sem sjá má brot frá „Ryder keppni“ „celeb“-anna, þ.e. frægu kylfinganna. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Það voru 16 frægir kylfingar sem öttu kappi 8 frá Bandaríkjunum og 8 frá Evrópu. Úrslitin voru eftirfarandi: Kurt Russell & Rob Riggle (Bandaríkin) unnu Alessandro Del Piero & Andriy Shevchenko (Evrópu), 4 up Michael Phelps & Kelly Slater (Bandaríkin) unnu John Regis & Martina Navratilova (Evrópu), 6 up Todd English & Jeremy Roenick (Bandaríkin) unnu Jose Andres & Nigel Lythgoe (Evrópu) , 4 up Bill Murray & Huey Lewis, (Bandaríkin) a/s (þ.e. allt jafnt) Paul O’Connell & Niall Horan (Evrópu) Úrslitin „14:0″ fyrir Bandaríkin – vonandi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 09:30
Spieth: „Bandaríkjamenn með besta Ryder bikar lið í heimi“

Jordan Spieth hefir heldur betur hellt olíu á eldinn fyrir viðureign Bandaríkjanna og Evrópu í Rydernum nú vikunni. Hann sagði: „Við trúum því að við séum besta lið í heimi.“ Þessi orð féllu á blaðamannafundi í Hazeltine í gær þar sem nr. 4 á heimslistanum (4) var að tala um hversu mikið sjálfstraust Bandaríkjamanna er um þessar mundir. „Fyrirliðinn (Davis Love III) hefir sagt okkur, eins og allir ættu að segja liði sínu, að hann trúi því að við séum besta lið heims og við trúum því líka,“ sagði Spieth. Hann bætti við: „Í allri hreinskilni, ég held að við séum bara þreyttir á því að við okkur sé sagt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 09:00
Vandræðalegt móment hjá Tiger í Ryder myndatöku

Það var heldur betur vandræðalegt augnablik sem kom upp í myndatöku hjá bandaríska Ryder liðinu. Hvernig segir maður golfgoðsögn að hans sé ekki æskt – hann megi ekki vera með? Svo var raunin þegar taka átti mynd af Ryder bikars liði Bandaríkjanna – Sjálfum Tiger Woods var sagt að aðstoðarmenn hefðu ekkert að gera á hópmyndinni. Ekki auðvelt fyrir ljósmyndarann sem þó bandaði Tiger frá og út úr myndinni algerlega. Tiger hefir verið í 7 Ryder bikars liðum Bandaríkjanna, en er nú „bara“ varafyrirliði í Hazeltine. Þannig að kannski er ekki furða að Tiger hafi „gleymt“ að hann sé ekki að spila nú að þessu sinni … en a.m.k. virtist sem hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 08:45
Rory kynnir einn ólíklegasta stuðningsmann Ryder bikars liðs Evrópu – kærustu sína Ericu

Rory McIlroy kynnti til sögunnar einn ólíklegasta stuðningsmann evrópska Ryder bikars liðsins, kærustu sína Ericu Stroll. En er Erica ekki kærasta hans? Hví er hún þá ólíklegur stuðningsmaður? Nú Erica vann fyrir PGA Tour og ætti eiginlega að vera að styðja þá sem hún vann fyrir, eða hvað? Nú fyrir utan það er hún sjálf bandarísk! En Erica segist alla tíð hafa verið stuðningsmaður Evrópu. Það var Erica, sem fyrir 4 árum reddaði því að Rory næði á teig, sem lagði grunn að kraftaverkinu í Medinah 2012. Rory sagði að hann hefði ruglast á tímamismuninum en með hjálp Ericu og ómerkts lögreglubíls úr Lombard County, sem fyrir einhverja einkennilega tilviljun er nú Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 2. sæti á Lady Pirate

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon tóku þátt í Lady Pirate Intercollegiate í Greenville Norður-Karólínu, dagana 26.-27. september 2016 og lauk mótinu því í gær. Gunnhildur og Elon urðu í 2. sæti sem er frábær árangur. Alls voru þátttakendur 96 frá 18 háskólum. Gunnhildur lék á 242 höggum (84 84 73) – átti m.a. stórglæsilegan lokahring upp á 73 högg!!! … og varð T-74 í einstaklingskeppninni. Sjá má lokastöðuna á Lady Pirate Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 06:30
Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 5. sæti á TC Fall Classic

Dagur Ebenezersson og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Catawba, luku leik í gær á TC Fall Classic, en mótið fór fram dagana 26.-27. september 2016. Spilað á var í Link Hill CC en keppnisvöllurinn þar er 6,763-yarda og er par-71. Dagur lék hringina tvo á samtals 158 höggum (76 82). Í liðakeppninni varð Catawba í 5. sæti af 9 liðum, sem þátt tóku. Sjá má lokastöðuna á TC Fall Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Catawba er MB Intercollegiate, sem fram fer dagana 3.-4. október n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 06:00
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik T-6 á Inverness Intercollegiate

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota tóku dagana 19.-20. september þátt í Inverness Intercollegiate mótinu. Rúnar lék á samtals 5 yfir pari 218 höggum og varð T-26. Lið Rúnars Minnesota varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með öðru liði í mótinu en alls voru 13 háskólalið sem þátt tóku í mótinu. Næsta mót Rúnars og Minnesota fer fram 10. október n.k. í Fairfax, Kaliforníu. Sjá má lokastöðuna á Inverness Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 05:00
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar, Aron og Louisiana luku leik í 13. sæti í Tennessee

Þeir Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu kepptu þann 18.-20. september s.l. á The Franklin American Mortgage Intercollegiate. Mótið fór fram í The Grove í Murfreesboro í Tennessee. Ragnar Már lauk leik T-54 á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 73 79) meðan Aron var á samtals 24 yfir pari, 240 höggum (74 81 85) og í 76. sæti í einstaklingskeppninni. Þátttakendur voru alls 78 frá 14 háskólum. The Ragin Cajuns urðu í 13. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á The Franklin American Mortgage Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót the Ragin Cajuns er 8. október n.k.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

