Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 12:00
Paddý sér um smínkið á evrópsku Ryder Cup „Wags-unum“

Evrópsku Ryder bikars kylfingarnir hafa einhverja þá mest „glam“ betri helminga, sem sést hafa í íþróttinni um langan tíma og til þess að þær líti sem best út er fegurðar skríbent Belfast Telegraph (BT), Paddy McGurgan þeim innan handar. Paddy er einn af færustu snyrtifræðingum Norður-Írlands. „Ég er nýbúinn að sjá um make-up Ericu Stoll – kærustu Rory – fyrir myndatökuna,“ sagði Paddy í hléi í síðustu viku þegar vinnufélagar hans á BT voru að taka viðtal við hann. „Hún er ljóshærð og brún og er með blágræn augu og fallega húð – hún vill ekki mikinn augnfarða og við héldum útlitinu mjúku“ Paddy er frá Armagh sýslu á Norður-Írlandi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 11:00
Danny Willett biðst afsökunar á tvíti bróður síns

Peter J. Willett, bróðir Masters sigurvegarans og Ryder Cup liðsmannsins, Danny Willett, skrifaði skammaryrða hlaðna meinhæðna en að margra mati fyndna færslu á Twitter – sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: þar sem hann sagði m.a. um stuðningsmenn bandaríska Ryder Cup liðsins að evrópska liðið yrði að „þagga niður í þessum grúpíum.“ Kennarinn PJ Willett lýsir þar bandarískum áhangendum sem „reiðum“ og „óþvegnum“ og vísar til þeirra sem „feitra, vitlausra, gráðugra, bastarða án nokkurs klassa.“ Auðvitað hafa skrif PJ haft tilætlaðan árangur – þau hafa reitt stuðningsmenn bandaríska Ryder liðsins til reiði. Jafnframt óskammfeilni sinni bætti PJ við að hann bæði bandaríska áhangendur sína afsökunar, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 10:00
Hver er kylfingurinn: Alexander Lévy?

Hver er kylfingurinn Alexander Lévy? Svara má því með ýmsum hætti: Alexander Lévy er Gyðingur, fæddur 1. ágúst 1990 í Orange, Kaliforníu og því nýorðinn 26 ára. Pabbi hans (Phillippe) og reyndar foreldrar hans eru báðir lyfjafræðingar. Lévy er franskur atvinnukylfingur sem sigraði s.l. helgi – þ.e. á 5 ára afmælisdegi Golf 1 og dánardegi Arnold Palmer, 25. september 2016, 3. mót sitt á Evrópumótaröðinni, Porsche European Open. Lévy vann franska áhugamannameistaramótið (ens.: French Amateur Championship ) 2009 og French International Amateur Championship árið á eftir. Á glæstum áhugamannaferli sínum var hann einnig í sigurliði Frakka í Eisenhower Trophy World Team Championship. Lévy gerðist atvinnumaður 2011,og vann fyrstu tvo sigra sína á Evrópumótaröðinn 2014: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 09:55
LPGA: Jutanugarn í forystu 1. dag í Kína

Ariya Jutanugarn er í forystu eftir 1. keppnisdag Reignwood LPGA Classic, sem fram fer í Nankou, Peking í Kína. Ariya lék 1. hring á 8 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er kandíska golfstirnið Brooke Henderson, 1 höggi á eftir þ.e. á 7 undir pari, 66 höggum. 5 kvenkylfingar deila 3. sætinu þ.á.m. heimakonan Shanshan Feng; allar á 5 undir pari, 68 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Reignwood LPGA Classic með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 08:30
Evróputúrinn: Levy sigraði á Porsche European Open

Ein úrslitafrétt „gleymdist“ að rita síðustu helgi en hún er sú að þá vann franski kylfingurinn Alexander Levy 3. titil sinn á Evrópumótaröðinni. Það gerði hann þegar hann sigraði á Porsche European Open í Golf Resort Bad Griesbach, í Bad Griesbach, Þýskalandi. Fyrir vikið varð Levy $ 2 milljónum ríkari (þ.e. u.þ.b. 264 milljónum íslenskra króna ríkari!!!) Levy var jafn enska kylfingnum Ross Fisher að loknum 54 holu leik (en mótið var stytt vegna veðurs) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra; par-4 18 holan var spiluð tvisvar og sigraði Levy með fugli meðan Fisher tapaði á parinu, 2. skiptið sem holan var spiluð! Svíarnir Michael Jonzon og Robert Karlsson deildu 3. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 07:45
Challenge Tour: Birgir Leifur á -3 í Kazakhstan e. 1. dag!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik á Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour) í dag. Mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í er Kazakhstan Open. Spilað er á Zhailjau Golf Resort en Golf 1 hefir áður verið með kynningu á golfstaðnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék á 3 undir pari, 69 höggum, fékk 6 fugla og 3 skolla. Sjá má stöðuna á Kazakhstan Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 18:00
Ólafur Björn T-12 e. 2. dag í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, GKG, lék í dag 2. hring á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, á Golf d´Hardelot í Frakklandi. Ólafur lék 2. hring á 2 yfir pari, 73 höggum. Á hringnum í dag fékk Ólafur Björn 2 fugla og 4 skolla. Hann er nú samtals búinn að spila á 1 undir pari, 141 höggi (68 73) og er T-12. 24 og þeir sem jafnir eru í 24. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins – Nú er bara að halda út!!! Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í d´Hardelot eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 17:55
Þórður Rafn T-41 e. 2. dag í Portúgal

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék annan hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal í dag. Þórður Rafn lék 2. hringinn í dag á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-41 þ.e. deilir 41. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á 2 yfir pari 146 höggum (72 74). Á 2. hringnum í dag fékk Þórður 1 fugl, 1 skolla og 1 skramba á par-4 7. holu Ribagolfe, sem hann náði fugli á í gær! Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 17:45
Chamblee og Duval í heiftugum rökræðum á Golf Channel um töp liðs Bandaríkjanna

Ryder bikarskeppnin er öll um eldhug, ástríðu og að taka áhættu og allt þetta er að hefjast eftir aðeins 2 daga, n.k. föstudag. Svo virðist sem eitthvað af þessum tilfinningum hafi smitast yfir á Golf Channel golffréttastöðina. Þar beinlínis rifust Brandel Chamblee (einkavinur Tiger eða þannig!) og David Duval (stórkylfingur – hefir 19 sigra í beltinu á ferli sínum þ.á.m. á Opna breska 2001 og 13 sigra á PGA Tour). A.m.k. voru rökræður þeirra heiftugar á Live Extra Tuesday, en þar ræddu þeir Brandel Chamblee og David Duval um forystu á Ryder bikars liðum. Chamblee fór að kenna Tiger og Phil um slæmt gengi Bandaríkjamanna og Duval var ekki sammála Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2016 | 17:30
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og er því 64 ára í dag. Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Hann er með héraðsdómararéttindi í golfi. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (80 ára); Ragnhildur Jónsdóttir, GK, 28. september 1940 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

