Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 08:00
Kylfingar lifa lengur en aðrir

Skv. nýrri rannsókn lifa kylfingar lengur en aðrir. Þetta eru e.t.v. engin ný vísindi, en rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem spila golf að staðaldri minnka líkurnar á krónískum sjúkdómum og andlegum kvillum, svo dæmi séu nefnd. Rannsóknin um lífslíkur kylfinga birtist í British Journal of Sports Medicine. Skoðaðar voru 5000 rannsóknir á lífslíkum kylfinga í samanburði við aðra Hægt er að lesa nánar um rannsóknina með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 06:00
Pieters vill spila á PGA Tour en líkar ekki við Bandaríkjamenn

Hetjan í tapliði Evrópu í Rydernum var nýliðinn Thomas Pieters, frá Belgíu, en hann hefir sagt að hann sækist eftir korti á PGA tour. Nicolas Colsaerts, landi Pieters og vinur býst samt ekki við að sjá hann spila í Bandaríkjunum „vegna þess að honum (Pieters) líkar ekki svo við Bandaríkjamenn.“ Colsaerts leigir hús með Pieters en báðir taka þeir þátt í móti Evrópumótaraðarinnar Dunhill Links Championship – sem fram fer á einhverjum þekktustu golfvöllum veraldar: St Andrews, Kingsbarns og Carnoustie. „Við höfum talað svolítið um (að spila í Bandaríkjunum),“ sagði Colsaerts um vin sinn, sem var við nám í Bandaríkjunum, nánar tiltekið University of Illinois. „Ég held ekki að hann myndi vilja Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2016 | 21:00
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Misjafnt gengi íslensku kylfinganna 4 e. 2. dag

Fjórir íslenskir kylfingar hófu leik í gær á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús leika allir á Frilford Heat vellinum á Englandi. Þetta er fyrsta tilraun þeirra við úrtökumótið. Það voru sviptingar á öðrum keppnisdegi hjá þríeykinu úr GR eftir góða byrjun á fyrsta keppnisdeginum. Keppni er ekki lokið í dag þegar þetta er skrifað. Andri Þór Björnsson er á -1 samtals í 15. sæti, Haraldur Franklín er á +2 samtals í 31. sæti og Guðmundur Ágúst er á +3 í 49. sæti. Sjá má stöðuna á Frilford Heath á Englandi með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG keppir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Sigurveig, Guðmundur Bj. og Eggert Steinar – 5. október 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Sigurveig Árnadóttir, Guðmundur Bj. Hafþórsson og Eggert Steinar. Sigurveig er fædd 5. október 1965 og á því 51 árs Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Sigurveig Árnadóttir 51 árs – Innilega til hamingju meðafmælið!!! Guðmundur er fæddur 5. október 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Guðmundur Bj Hafþórsson 41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Eggert Steinar er fæddur 5. október 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2016 | 11:00
Ryder Cup 2016: Danny Willett segir foreldra sína og konu hafa orðið fyrir aðkasti bandarískra golfáhangenda

Danny Willett sagði á blaðamannafundi að foreldrar sínir og eiginkona hafi orðið fyrir aðkast reiðra bandarískra golfáhangenda. Níðst var sérstaklega á Willett í Hazeltine hvað varðaði truflandi hróp og köll bandarískra áhangenda vegna greinaskrifa bróður Willett, PJ Willett, sem sagði bandarísku áhangendurnar m.a. vera „öskrandi hálfvitahóp.“ Danny Willett var hins vegar fljótur að biðjast afsökunar á bróður sínum, en svo virðist sem hann hafi tekið afsökunarbeiðni sína til baka nú. Í þessu fyrsta Ryder móti sínu tapaði Danny Willett öllum 3 leikjum sínum gegn liðsmönnum Bandaríkjanna, sem hann spilaði gegn, á leið þeirra síðarnefndu að fyrsta Ryder bikars sigri þeirra síðan 2008. Eftir að hafa orðið fyrir truflandi köllum, meiðyrðum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2016 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-15 á Johnnie Imes Inv.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið Fresno State höfnuðu í 2. sæti í liðakeppninni á Johnnie Imes Invitational sem er stórglæsilegur árangur!!! Mótið fór fram í The Club at Old Hawthorne í Columbia, Missouri og voru þátttakendur 82 úr 15 háskólaliðum. Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (70 76 72). Guðrún Brá er T-15 í einstaklingskeppninni Sjá má lokastöðuna á Johnnie Imes Inv. með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2016 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki og Kent State í 1. sæti

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State sigruðu í liðakeppninni á Cleveland State University Invitational (skammst. CSU Inv.) Þátttakendur voru 72 frá 11 háskólum. Gísli lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 71 72) og lauk keppni T-7. Bjarki lék á samatals 1 yfir pari, 217 höggum (70 72 75) og lauk keppni T-18. Sjá má lokastöðuna á CSU Inv. með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2016 | 20:30
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Góður árangur hjá íslensku kylfingunum 4 e. 1. dag

Fjórir íslenskir kylfingar hófu leik í dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús leika allir á Frilford Heat vellinum á Englandi. Þetta er fyrsta tilraun þeirra við úrtökumótið. Guðmundur Ágúst og Andri Þór byrjuðu glæsilega og eru báðir á topp 10 eftir fyrsta daginn en Haraldur Franklín er í 27.-32. sæti. Gera má ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af þessum velli inn á 2. stigið. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG keppir á Ítalíu á 1. stigi úrtökumótsins en þetta er í 18. sinn sem Birgir Leifur reynir við úrtökumótið. Hann hefur tvívegis farið alla leið inn á Evrópumótaröðina Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. október 2016

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!! Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 22 árs afmæli í dag!!! Sunna lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon, þaðan sem hún útskrifaðist í vor. Sunna varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2013. Og þá er aðeins fátt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2016 | 10:55
Úrtökumót f. Evróputúrinn: 4 íslenskir kylfingar hefja leik í dag á Englandi og Ítalíu

Fjórir íslenskir kylfingar hefja leik í dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús leika allir á Frilford Heat vellinum á Englandi. Þetta er fyrsta tilraun þeirra við úrtökumótið. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur leik á Ítalíu á 1. stigi úrtökumótsins en þetta er í 18. sinn sem Birgir Leifur reynir við úrtökumótið. Hann hefur tvívegis farið alla leið inn á Evrópumótaröðina og er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þeim árangri. Sjá má skorið á Frilford Heath á Englandi með því að SMELLA HÉR: Sjá má skorið á Bogogno á Ítalíu með því að SMELLA HÉR: Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

