Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Cydney Clanton (43/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 42 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 6. sætinu; Cydney Clanton og Megan Khang. Í dag verður Cydney Clanton kynnt. Cydney Clanton fæddist 18. júlí 1989 og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 13:00
LET Access: Valdís komst ekki g. niðurskurð á WPGA Int. Challenge

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst ekki gegnum niðurskurð á WPGA International Challenge mótinu, sem er hluti LET Access. Spilað er á Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Stoke by Nayland í Englandi. Valdís Þóra lék samtals á 10 yfir pari, 154 höggum (82 72). Niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari eða betra og Valdís Þóra því 5 svekkjandi höggum frá því að fara í gegn. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 12:00
Ecco Tour: Axel fór ekki g. niðurskurð í Danmörku

Axel Bóasson, GK, tók þátt í Race to Himmerland PRO/AM, sem fram fer í Himmerland Golf & Spa Resort í Danmörku. Mótið stendur dagana 6.-8. október 2016. Axel lék 2. hringinn á 71 höggi, en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurð. Samtals lék Axel á 8 yfir pari, 151 höggi (80 71) og var T-54 af 74 keppendum. Efstur e. 2. hringi er Svíinn Oscar Lengdén á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Race to Himmerland PRO/AM SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 10:00
LPGA: Ha Na Yang og Hee Young Park leiða á Fubon LPGA Taiwan Championship e. 2. dag

Það eru þær stöllur Ha Na Yang og Hee Young Park frá Suður-Kóreu sem eru efstar og jafnar á Fubon LPGA Taiwan Championship í hálfleik mótsins. Báðar eru þær búna að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69). Fjórar deila síðan 3. sætinu, þar Brooke Henderson, Lee Anne-Pace, Shanshan Feng og So Yeon Ryu; allar á samtals 5 undir pari og því aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum tveimur. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 09:00
Jason Day ekki með í heimsbikarnum

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day hefir dregið sig úr heimsbikarnum (World Cup of Golf) vegna bakmeiðsla. Hljómar þetta kunnuglega? Tiger hefir ekki borið barr sitt eftir að hafa gengist undir tvo bakuppskurði. Hinn 28 ára gamli Day hafði skráð sig í Australian Open, sem fram fer í Sydney 17.-20. nóvember áður en hann hæfi titilvörn sína í heimsbikarnum ásamt Adam Scott í Melbourne, vikuna þar á eftir. En tognuð sin í mjóbaki í lok PGA Tour, sem varð til þess að hann missti af BMW Championship og the Tour Championship, í FedEx Cup umspilinu, hefir nú orðið til þess að læknateymi hans ráðlagði honum að hvílast aðeins lengur. Jason Day Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 08:00
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Íslandsmeistarinn í höggleik 2016 lék lokahringinn á -1 eða 71 höggi en það dugði ekki til. Samtals var hann á +2 (70-76-73-71) en 25 efstu kylfingarnir komust áfram. Birgir endaði í 39. sæti en mótið fór fram á Ítalíu. Þetta var í 18. sinn sem Birgir Leifur tekur þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina og þetta er í fyrsta sinn sem hann nær ekki að komast inn á 2. stig úrtökumótsins. Sjá má lokastöðuna á Ítalíu með því að SMELLA HÉR: Texti: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 18:00
Golfvellir í Þýskalandi: Golf Club Wiesensee – Westerwald (11/18)

Golfklúbburinn sem kynntur verður í dag er Golf Club Wiesensee í Westerburg/Westerwald. Sjá má allar brautir Wiesensee golfvallarins með því að SMELLA HÉR: Náttúrlegur arkítektúr staðarins og gömlu trén alls staðar á vellinum gera spil á Wiesensee að upplifun, en auk þess er boðið upp á útsýni á nálægu vatni. Flokka mætti Wiesensee sem fallegan skógarvöll. Aðalbrautirnar eru par-5 9. holan sem með sínum 569 metrum er ein lengsta par-5 Þýskalands. Aðrar eftirtektarverðar holur eru par-3 11. holan sem er heil 217 metra löng. Nokkuð sérstök er 4. brautin sem er par-4 og 248 metra löng. Þetta er braut þar sem maður ætti með góðu drævi náð albatross eða farið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Stefán Teitur Þórðarson – 6. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Teitur Þórðarson, GL. Hann er fæddur 6. október 2016 og því 20 ára í dag. Stefán Teitur – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM, 16. október 1951 (65 ára) ; Val Skinner, 16. október 1960 (55 ára); Kay Cockerill, 16. október 1964 (52 ára); Agnes Ingadóttir, GM, 6. október 1965 (51 árs); Flosi Sig 6. október 1969 (47 ára); Sigrún Helgadóttir 6. október 1969 (48 ára); ….. og …… Möst C Tískufataverslun Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ashlan Ramsay (42/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hefir 41 stúlka verið kynnt og nú er komið að þeim hinni af tveimur sem deildu 8. sætinu en ísraelska stúlkan Laetitia Beck, var önnur þeirra og hefir þegar verið kynnt. Í dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2016 | 10:00
LET Access: Fylgist með Valdísi Þóru hér!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag á WPGA International Challenge mótinu, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra á rástíma kl. 12:40 að staðartíma (sem er kl. 14:40 að íslenskum tíma. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

