Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 19:10

LPGA: Ha Na Yang í forystu e. 3. dag Fubon LPGA Taiwan Championship – Lék á 62!!!

Það er Ha Na Yang frá Suður-Kóreu sem búin er að stinga samkeppendur sína af á Fubon LPGA Taiwan Championship. Yang er búin að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (69 69 62). Glæsihringur Yang upp á 62 högg í dag er vallarmet í Miramar G&CC þar sem mótið fer fram í Tapei í Taiwan. Sú sem er í 2. sæti, Shanshan Feng frá Kína, er heilum 6 höggum á eftir Yang, fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun, eða á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 18:30

Evróputúrinn: Hatton efstur f. lokahring Alfred Dunhill Links

Það er Tyrrell Hatton frá Englandi sem er í forystu á Alfred Dunhill Links mótinu eftir 3. keppnisdag. Hatton átti glæsihring upp á 62 högg, sem fleytti honum upp í 1. sætið. Samtals er Hatton búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (67 70 62). Hatton á 3 högg á forystumann gærdagsins, landa sinn, Ross Fisher, sem búinn er að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (65 68 69). Sjá má stöðuna á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta á Alfred Dunhill Links eftir 3.dag með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva og Boston í 14. sæti e. 1. dag í Conneticut

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, leikur með liði Boston University í bandaríska háskólagolfinu. Hún spilar nú í fyrsta skipti á Yale Women’s Intercollegiate, en það er Yale háskóli í Conneticut sem er gestgjafi mótsins. Þátttakendur í mótinu eru 103 frá 19 háskólum. Golflið Særósar Evu, The Terriers í Boston University eru í 14. sæti eftir 1. dag. Særós Eva lék 1. hring sinn á Yale Women´s Intercollegiate á 9 yfir pari, 80 höggum og er T-71 í einstaklingskeppninni. Til þess að fylgjast með Særósu Evu og stöðunni á  Yale Women’s Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 24 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilar golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Eeast Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (24 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar eru: Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965; Þórunn Einarsdóttir, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State í 11. sæti e. 1. dag í Colorado

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hóf í gær leik á Ron Moore Women´s Intercollegiate, sem er mót helgarinnar hjá Fresno State í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fer fram í Highlands Ranch golfklúbbnum í Littleton, Colorado. Þátttakendur eru 102 frá 18 háskólum og mótið stendur dagana 7.-9. október 2016. Guðrún Brá lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur T-38, þ.e. deilir 38. sætinu með 13 öðrum kylfingum, sem voru á sama skori og hún. Efst eftir 1. dag er 3 Katarina Prendergast frá Colorado háskóla, er sem sagt á heimavelli; lék á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár og til að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 09:00

Champions Tour: Daly T-7 á Toshiba e. 1. dag

John Daly, sem varð 50 ára í ár, tvöfaldur risamótsmeistari, hefir átt 3 topp-20 árangra á Öldungamótaröð PGA, Champions Tour; besti árangurinn var T-11 í júlí í New York á the Dick’s Sporting Goods Open. Daly tekur þátt í móti vikunnar á Champions Tour, Toshiba Classic, nú um helgina. „Ég hef verið að slá ansi vel og tveggja vikna frí gerði mér gott,“ sagði Daly í gær, eftir 1. hring Toshiba Classic, sem er mót vikunnar á Champions Tour. „Öxlin á mér er enn ekki góð en ég get tekið fulla sveilfu. Ég strögla með 3/4 hluta högg, sem meikar ekki sens, en í hvert skipti sem ég reyni við eitt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2016 | 07:00

PGA: Tiger með á Safeway Classic

Tiger Woods mun snúa aftur til keppni á PGA Tour, skv. tilkynningu frá PGA Tour í gær. Woods hafði þegar lýst áhuga á að spila í Safeway Open þann 7. september í síðasta mánuði, en ákvörðun hans var ekki formleg fyrr en hann formlega tilkynnti þátttöku. PGA Tour gaf frá sér fréttatilkynningu nokkrum klst. fyrir lokun skráninga þ.e. kl. 17:00 að bandarískum tíma austurstrandarinnar (ET) og sagði að Tiger tæki þátt í opnunarmóti 2016-2017 keppnistímabilsins í Napa, Kaliforníu. Á heimasíðu Tiger sagðist hann vonast til að spila á Turkish Airlines Open, á Evróputúrnum, en mótið fer fram 3.-6. nóvember n.k. sem og á Hero World Challenge, 1.-4. desember n.k.. Tiger hafði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 19:45

Úrtökumót f. Evróputúrinn: GR-ingarnir 3 fóru allir á 2. stig!!!

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson komust allir áfram af 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Alls komust 23 efstu kylfingarnir áfram og var Guðmundur Ágúst í 23. sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum. Andri Þór Björnsson endaði í 8. sæti og Haraldur Franklín í 18. sæti. Sjá má skorið á Frilford Heath á Englandi með því að SMELLA HÉR:  Andri Þór lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum og endaði hann á -4 samtals, Haraldur Franklín var á pari vallar á lokahringnum og -2 samtals. Guðmundur Ágúst lék eins og áður segir á 67 höggum eða -5 þegar mest á reyndi og endaði hann á pari Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 18:00

Evróputúrinn: Ross Fisher leiðir e. 2. dag Alfred Dunhill Links

Eftir 2 spilaði hringi á Alfred Dunhill Links mótinu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum er það Englendingurinn Ross Fisher sem leiðir. Fisher hefir spilað á samtals 11 undir pari, 133 höggum (65 68). Gaman að sjá Fisher aftur í efsta sæti á skortöflu, en það er orðið ansi langt síðan! Í 2. sæti er Svíinn Joakim Lagergren á samtasl 10 undir pari og í 3. sæti Svíinn Alex Noren á 9 undir pari. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2016

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 18 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri. Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þar sigraði Fannar Ingi með glæsihring Lesa meira