Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar með 3. lægsta skor í sögu Minnesota – 64 högg!!!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, taka þátt í Alistair McKenzie Invitatational mótinu, en spilað er í Meadow Club í Fairfax, Kaliforníu. Mótið stendur dagana 10.-11. október 2016 og verður lokahringurinn leikinn í dag. Keppendur eru 79 frá 15 háskólum. Eftir fyrri keppnisdag er Rúnar T-22 eftir 3. lægsta hring í sögu Minnesota háskóla, 64 högg, en Rúnar á þegar lægsta hring í sögu skólans. Samtals lék Rúnar á 4 undir pari (64 74). Minnesota er í 6. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag. Til þess að sjá stöðuna á Alistair McKenzie Invitatational  SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 10. sæti á Pinehurst Challenge

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, taka þátt í Pinehurst Challenge í Norður-Karólínu. Mótið stendur dagana 10.-11. október 2016 og lýkur því í dag. Gunnhildur spilaði fyrstu 2 hringina á samtals 9 yfir pari (77 76) og er sem stendur T-67 í eintaklingskeppninni. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum. Þriðji hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með hér að neðan. Elon er 10. sæti í liðakeppninni. Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni á Pinehurst Challenge með því að  SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Maude Aimee Leblanc (45/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 44 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 4. sætinu; Cynu Rodriguez frá Filipseyjum og Maude Aimee Leblanc frá Canada Í dag verður Maude kynnt. Maude Aimee Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 12:00

91 árs kylfingur fékk ás

91 árs kylfingur fékk ás í Buckinghamshire. John Bush, sem spilar reglulega með félögum sínum sem samtals eru 358 ára, fór holu í höggi á par-3 21. holu 27-holu Stoke Park Country Club. Þetta er í 3. skiptið sem Bush fer holu í höggi eftir að hann náði 2 ásum eftir 80 ára aldurinn. Elsti þekkti kylfingur til að fara holu í höggi er hinn 103 ára Gus Andreone, sem sló draumahöggið í Flórída árið 2014. Hinn svissneski Otto Bucher er elsti Evrópubúinn til að fara holu í höggi en Bucher fékk ás í Genf 99 ára.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 10:50

Tiger tekur ekki þátt í Safeway

Tiger Woods hefir tilkynnt að hann muni ekki taka þátt í opnunarmóti PGA Tour, Safeway Classic, en hann var áður búinn að tilkynna að hann myndi gera svo. Nokkuð atyglivert er hversu hart golffjölmiðlar og óvægnir eru í garð Tigers vegna þessarar ákvörðunar hans, en hann er enn að jafna sig eftir tvo bakuppskurði. Sjá má t.a.m. grein New York Post, sem ber fyrirsögnina „Tiger Woods shows true colors in screwing over whole golf world“ SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva og Boston luku leik í 14. sæti í Conneticut

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, leikur með liði Boston University í bandaríska háskólagolfinu. Hún spilaði nú um helgina á Yale Women’s Intercollegiate, en það er Yale háskóli í Conneticut sem var gestgjafi mótsins. Þátttakendur í mótinu voru 103 frá 19 háskólum.. . Særós Eva lék á samtals 19 yfir pari, 161 höggi (80 81) og varð T-84 í einstaklingskeppninni. Lið Særósar Evu í bandaríska háskólagolfinu, Boston University varð í 14. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna áYale Women’s Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Boston University er 23. október n.k. í Suður-Karólínu


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 18:00

Úrtökumót Nordic Golf: 7 íslenskir kylfingar hófu leik í dag – Björn Óskar bestur

Alls hófu sjö íslenskir kylfingar leik á úrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina. Leikið er á Trent Jones JR. vellinum í Danmörku. Alls komast 22 efstu af þessu móti inn á lokastigið sem fram fer um næstu helgi. Eftirtaldir kylfingar tóku þátt: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR, Björn Óskar Guðjónsson, GM, Theodór Emil Karlsson, GM, Andri Þór Björnsson, GR, Tumi Hrafn Kúld, GA, Hrafn Guðlaugsson, GSE, Sturla Höskuldsson, GA, golfkennari var skráður til leiks en mætti ekki. Af ofangreindum 7 kylfingum stóð Björn Óskar Guðjónsson úr GM sig best fyrsta daginn; lék á pari vallar og er í 11. sæti. Sjá má stöðuna á úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Dór ———- 10. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Haukur Dór. Haukur fæddist 10. október 1976 og á því 40 ára stórafmælið í dag. . Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Haukur Dór (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Galleri Ozone Selfossi (106 ára) Bruce Devlin, 10. október 1937 (79 ára); Rakel Kristjánsdóttir, GR, 10. október 1951; Craig Marseilles, 10. október 1957 (59 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (54 árs) ; Bryn Parry, 10. október 1971 (45 ára); Golfara Sumar (41 árs); Johan Edfors, 10. október 1975 (41 árs); Haukur Dór, 10. október 1976 (40  ára); Mika Miyazato, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar og Louisiana T-5 á David Toms

Aron Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og The Ragin Cajuns, golflið Louisiana tóku þátt í David Toms Intercollegiate, en mótið fór fram í Baton Rouge, Louisiana. Spilaðir eru 3 hringir á 2 dögum, 8.-9. október 2016 og voru þátttakendur 78 frá 14 háskólum. Aron lék á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (77 74 76) og varð T-22 í einstaklingskeppninni. Ragnar Már lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (78 75 75) og varð T-26 í einstaklingskeppninni. Golflið Louisiana, The Ragin Cajuns varð T-5  í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Arons, Ragnars Más og the Ragin Cajuns verður haldið 31. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Hatton sigurvegari Alfred Dunill

Það var Englendingurinn Tyrrell Hatton sem sigraði á Alfred Dunhill Links. Hatton sigraði með nokkrum yfirburðum var á samtals 23 yfir pari, 265 höggum (67 70 62 66) og átti  4 högg á næstu keppendur; þá Ross Fisher og Richard Sterne frá S-Afríku. Fyrir sigurinn hlaut Hatton € 711,073 eða litlar 90 milljónir íslenskra króna. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR: