Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Aron T-11 e. fyrri dag í Hawaíi – á glæsilegu skori 67 höggum!

Aron Snær Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið þeirra, The Ragin Cajuns úr Louisiana Lafayette háskóla taka þátt í Warrior Princeville Makai Inv. mótinu í Princeville, Hawaíi. Þetta er fremur stórt mót – þátttakendur eru 111 frá 19 háskólum. Eftir fyrri dag mótsins er Aron T-11; er samtals búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (73 67). Aron Snær var á glæsilegu skori á seinni hring sínum, fyrri daginn 5 undir pari þar sem hann fékk 6 fugla og 1 skolla. Ragnar Már er T-75; hefir leikið á 8 yfir pari, 152 höggum (71 81). Til þess að sjá stöðuna á Warrior Princeville Makai Inv. mótinu SMELLIÐ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 22:00
Heimslistinn: Day efstur – Rory í 2. sæti!

Heimslistinn tekur nokkrum breytingum nú í þessari viku aðallega vegna þess að Hideki Matsuyama frá Japan, hækkar sig úr 10. sæti listans í 6. sætið eftir glæsilegan sigur á HSBC heimsmótinu. Á topp-10 heimslistans eru nú 3 Evrópubúar, 4 Bandaríkjamenn, 2 Ástralir og 1 Asíubúi. Röðun efstu manna á heimslistanum er eftirfarandi: 1 sæti Jason Day 12,42 stig 2 sæti Rory McIlroy 10,77 sig 3 sæti Dustin Johnson 10,68 stig 4 sæti Henrik Stenson 8,79 stig 5 sæti Jordan Spieth 8,68 stig 6 sæti Hideki Matsuyama 6,77 stig 7 sæti Adam Scott 6,76 stig 8 sæti Patrick Reed 5,91 stig 9 sæti Bubba Watson 5,58 stig 10 sæti Danny Willett Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 20:00
Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni T-52 í N-Karólínu

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, sem spilar með háskólaliði Georgía State tók þátt í Bridgestone Golf Collegiate mótinu, sem fram fór dagana 30.-31. október og lauk því í dag. Mótið, sem var hefðbundið tveggja daga mót þar sem spilaðar voru 54 holur fór fram á par-72 Vesturvelli Grandover Resort & Conference Center í Grandover Resort í Greensboro, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 84 frá 13 háskólum. Egill Ragnar var ekki hluti af liði Georgia State að þessu sinni en keppti sem einstaklingur og varð T-52. Hann lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 72 72). Sjá má lokastöðuna á Bridgestone Golf Collegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Georgia State er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Geir Hjartarson – 31. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Geir Hjartarson. Hlynur er fæddur 31. október 1976 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss (GOS). Hlynur hefir verið fararstjóri í golfferðum Heimsferða en hann er PGA golfkennari frá Golfkennaraskóla PGA. Hlynur Geir er klúbbmeistari Golfklúbbs Selfoss 2012-2016 Hann á glæsilegt vallarmet á Svarfhólsvelli 62 högg!!! Hlynur Geir er kvæntur Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur en þau eiga 3 börn. Sjá má eldraviðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið! Hlynur Geir Hjartarson – 40 ára Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 12:00
Rory tekur í kaupin að það að sleppa Tyrklandi gæti kostað hann Race to Dubaí titilinn

Rory McIlroy gaf ekki ástæðu þegar hann tilkynnti mótshöldurum að hann myndi ekki taka þátt í Turkish Airlines Open mótinu. Mótið er eitt af 3 lokamótum Evrópumótaraðarinnar. Sprenging fyrir utan The Antalya Trade and Industry Chamber slasaði um tylft manna og gæti hafa átt sinn þátt í því að Rory ákvað að taka ekki þátt í mótinu. Mótið fer fram í Regnum Carya Golf & Spa Resort í Antalya, sem er ekki þar langt frá. Rory varð T-4 í WGC-HSBC Champions nú á sunnudaginn. Hann sagði m.a.: „Þetta er komið úr mínum höndum – Ég tók ákvörðun um að fara ekki til Tyrklands í næstu viku og strákarnir geta bara barist um Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2016 | 08:00
WGC: Matsuyama sigraði á HSBC heimsmótinu

Japaninn Hideki Matsuyama, 24 ára, varð fyrsti Asíubúinn í 18 ár til að sigra á HSBC Champions í Shanghaí í gær, sunnudaginn 30. október 2016. Matsuyama sem sló lokateighöggið á par-5 18. holunni í vatn en náði samt að klára á pari á 6 undir pari, 66 högga lokahring sínum. Hann lék samtals á 23 undir pari, 265 höggum (66 65 68 66). Hann átti 7 högg á þá sem deildu 2. sætinu, þá Henrik Stenson frá Svíþjóð og Daníel Berger frá Bandaríkjunum. Þetta er stærsti munur á sigurvegara og þeim sem eru í 2. sæti frá því að Tiger sigraði með 7 högga mun á Bridgestone Inv. árið 2013. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Anton Þór ———- 30. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Anton Þór. Hann er fæddur 30. október 1976 og á því 40 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Anton Þór – Innilega til hamingju með 40 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mayumi Hirase (jap: 平瀬真由美) 30. október 1969 (47 ára); Sesselja Björnsdóttir (59 ára); Guðjón Smári Guðmundsson (55 ára) … og … Samskipti Ehf Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 08:00
Rory tekur ekki þátt í Turkish Airlines Open

Nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy hefir dregið sig úr Turkish Airlines Open, en verðlaunafé þar er með því hærra á Evrópumótaröðinni eða £5.7 milljónir. Turkish Airlines Open er eitt af 3 lokamótum Evrópumótaraðarinnar. Rory gaf ekki neina ástæðu fyrir því að hann tekur ekki þátt. Hann er með í HSBC heimsmótinu þar sem hann er T-3 sem stendur. Rory hefir áður talað um áhuga sinn að reyna að vinna eitt af 3 lokamótunum í Shanghaí, Tyrklandi eða Dubaí – til þess að eiga sjéns á að vinna Race to Dubaí, þriðja árið í röð.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 07:30
LPGA: Feng sigraði á Sime Darby

Það var kínverska stúlkan Shanshan Feng sem nældi sér í sinn fyrsta Sime Darby titil. Feng sigraði á samtals 17 undir pari, 267 höggum (66 70 64 67). Í 2. sæti varð norska frænka okkar, Suzann Petterson á samtals 14 undir pari, 270 höggum (66 72 66 66). Amy Yang og Anna Nordqvist deildu síðan 3. sætinu. Til þess að sjá lokastöðuna á Sime Darby að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. hrings Sime Darby SMELLIÐ HÉR: (verður sett in um leið og myndskeiðið er til).
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2016 | 07:00
WGC: Kuchar fékk ás … en ekki Cadillac-inn

Matt Kuchar fór holu í höggi á par-3 17. brautinni á HSBC heimsmótinu á 3. hring í gær. Við höggið góða notaði hann 5-járn og kláraði hringinn á 4 undir pari. Í verðlaun fyrir ásinn átti að vera glænýr, ótrúlega flottur Cadillac. En svo varð að lesa smáa letrið. Það sagði nefnilega að hver sá sem slægi 212 yarda og fengi ás á holunni, fengi bílinn. Mótshaldarar voru búnir að færa teiginn, þannig að hann var aðeins 193 yarda frá holu …. og Kuchar fékk ásinn …. en ekki Cadillac-inn. Sjá má myndskeið af Kuchar þegar hann fékk ásinn með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

