Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2017 | 10:00
Jay Marie Green slær bolta í bikiní á Bahamas – Myndskeið

Jay Marie Green var sú sem sigraði á lokaúrtökumóti LPGA í Flórída í desember s.l. og er komin með kortið sitt og fullan þátttökurétt á LPGA. Hún var í lokahollinu með Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur, sem varð s.s. alþjóð veit í 2. sæti á lokaúrtökumóti LPGA. Green var líkt og Ólafía Þórunn á Bahamas og tók þátt í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu. En jafnframt var hún líka í myndatökum fyrir bandaríska karlatímaritið Men´s Fitness, þar sem sjá má hana slá golfbolta í bikiní á ströndinni á Bahamas. Sjá má myndskeið af Green í bikiní að slá golfbolta á vefsíðu Men´s Fitness með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2017 | 08:00
Hver er kylfingurinn Jeunghun Wang?

Jeunghun Wang sigraði á Commercial Bank Qatar Masters nú um helgina nánar tiltekið sunnudaginn 29. janúar 2017, en mótið var mót vikunnar á Evróputúrnum. Öðru sætinu deildu sænskur frændi okkar Joakim Lagergren og Jaco Van Zyl frá S-Afríku. Allir voru þessir þrír jafnir eftir 72 holu leik á samtals 16 undir pari, hver, en Wang sigraði síðan á 1. holu bráðabana, en 18. hola Doha GC var spiluð aftur og fékk Wang fugl meðan hinir tveir töpuðu á parinu. Wang er ekki þekktasti kylfingurinn á heimsvísu í golfinu og margir sem vita fátt annað en að hann sé frá S-Kóreu, ef þá það! Hver er þessi kylfingur Wang? Wang er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 17:00
Hver er kylfingurinn Cheyenne Woods?

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, spilaði fyrstu tvo dagana með skólasystur sinni frá háskólaárunum í Wake Forest, Cheyenne Woods, á 1. mótinu sem hún tekur þátt í á LPGA, þ.e. Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Þegar þær spiluðu saman náði Ólafía besta árangri sínum á LPGA til þess T-20 sæti eftir 2. hring – svo greinilegt er að það var að hafa góð áhrif á Ólafíu að þær spiluðu saman. Vel fór á með vinkonunum. En fyrir þá sem ekki til þekkja, hver er eiginlega kylfingurinn Cheyenne Woods? Cheyenne Nicole Woods fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er dóttir Earl Dennison Woods Jr., sem er hálfbróðir Tiger Woods. Hún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 16:20
Sergio Garcia lætur ofuraðdáanda sinn gegna kaddýstörfum f. sig!

Sergio Garcia hefur látið drauma ofuraðdáanda síns rætast með því að bjóða honum að vera kaddý fyrir hann seinna á keppnistímabilinu í ár. Mark Johnson hóf baráttu fyrir því á Twitter a fá að gerast kaddý Sergio Garcia þó ekki væri nema í 1 dag. Eftir hvert tvít sem hann sendi Garcia bætti hann við #Letmecaddieforyou (ísl þýð: leyfðu mér að vera kaddýinn þinn). Meðal þess sem tvítin snerust um voru fjölskylda hans, golfferðir, að óska Garcia til hamingju með afmælið og hrósa honum fyrir góða frammistöður í mótum. Í desember tvítaði Johnson að hann væri að gefa draum sinn upp á bátinn – en hann hélt þó nógu lengi áfram Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 16:05
Phil Mickelson: „Jon Rahm einn af heimsins bestu“

Phil Mickelson, 46 ára, er mjög hrifinn af leik spænska kylfingsins Jon Rahm, 22 ára, en sá síðarnefndi sigraði á fyrsta PGA Tour móti sínu í gær, 29. janúar 2017, þ.e. Farmers Insurance Open. Rahm fékk tvo erni; annan á 13. og og hinn á 18. holu Suðurvallar Torrey Pines og hafði betur en þeir Charles Howell III og Cheng Tsung Pan, sem deildu 2. sætinu. Með þessum sigri fór fyrrum nr. 1 á heimslista áhugamanna í fyrsta sinn á topp-50 á heimslistanum sjálfum og situr nú í 46. sæti! „Það eru engir veikleikar í leik Jon,“ svermdi Phil Mickelson eftir að úrslitin lágu fyrir. Og Jon er í miklu uppáhaldi hjá Phil, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2017

Það er Payne Stewart, sem er afmæliskylfingur dagsins. Payne fæddist í dag 30. janúar 1955 í Springfield, Missouri og hefði átt 62 ára afmæli í dag. Payne lést í flugslysi 25. október 1999, aðeins 42 ára að aldri. Hann vann 24 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 11 sinnum á PGA Tour og þar af 3 sinnum á risamótum: 2 sinnum á Opna bandaríska 1991 og 1999 og PGA Championship 1999. Payne var m.a. þekktur fyrir mjög sérstakan klæðaburð á golfvellinum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curtis Strange, 30. janúar 1955 (62 ára); Agla Elísabet Hendriksdottir, 30. janúar 1968 (49 ára); Digvijay Singh, 30. janúar 1972 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LET 2017: Ines Lescudier (30/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt. Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET. Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 10:00
Hver er kylfingurinn: Jon Rahm?

John Rahm vann nú í gær sinn fyrsta sigur á PGA Tour, á Farmers Insurance Open mótinu. Jon Rahm var ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum … þar til í gær. Hver er kylfingurinn Jon Rahm? Jon Rahm Rodriguez fæddist 10. nóvember 1994 og er því 22 ára. Hann veit það líklegast ekki en hann á sama afmælisdag og Andri Þór „okkar“ Björnsson, GR. (Andri er nákvæmlega 3 árum eldri upp á dag). Foreldrar Jon Rahm eru mamman Angela og pabbinn Edorta og Jon á einn bróður Eriz. Foreldrar Jon búa í Barrika, á Spáni þar sem Jon ólst upp en bróðir Jon býr rétt utan við Bilbao. Jon er dyggur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2017 | 04:45
PGA: Jon Rahm sigraði á Farmers – Hápunktar 4. dags

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem sigraði á Farmers Insurance Open. Rahm spilaði á samtals 13 undir pari, 275 höggum (72 69 69 65). Hann innsiglaði fyrsta sigur sinn á PGA Tour með glæsierni á par-5 18. brautinni á Torrey Pines í San Diego. Öðru sætinu deildu CT Pan frá Tapei og Charles Howell III, báðir aðeins 1 höggi á eftir Rahm. Fjórða sætinu deildu síðan 5 kylfingar þ.á.m. Justin Rose, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið og Keegan Bradley. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2017 | 23:00
LPGA: Viðtal við Ólafíu Þórunni eftir lokahring Pure Silk

„Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is rétt eftir að hún hafði lokið við sitt fyrsta LPGA mót á ferlinu á Ocean vellinum á Bahama-eyjum. Ólafía Þórunn lék lokahringinn á 71 höggi eða -2 og endaði hún í 69.-72. sæti á -5 samtals (71-68-77-71). Aðstæður á Ocean vellinum voru nokkuð krefjandi í dag en mikið rok var eftir hádegi og um tíma duttu nokkrir regndropar á keppendur. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

