Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 10:00

Masters 2017: Neyðarlegt augnablik þegar Rory tók ekki undir kveðju Rahm – Myndskeið

Tja, þegar maður er nr. 2 á heimslistanum (Rory McIlroy) þá er maður nú ekkert að heilsa hverjum sem er! Það er mjög auðvelt að túlka viðbrögð Rory sem hrokafull, en nýliðinn, Jon Rahm bauð fram hnefa sinn og ætlaði að slá honum vinalega í hnefa Rory, eftir frábært högg Rory á 2. hring Masters í gær,  en sá síðarnefndi tók ekkert undir slíkt frá nr. 12 á heimslistanum (Jon Rahm) og gekk bara framhjá honum eins og sjá má í myndskeiðinu fyrir neðan. Rory og Rahm voru paraðir saman á 2. hring og Rory var nálægt því að fá ás á par-3 16. holu Augusta eftir frábært högg með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar hefur leik í dag í New Jersey

Rúnar Arnórsson og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota hefja keppni í dag á Princeton Invitational. Mótið fer fram í Springdale GC í Springdale, New Jersey, 8.-9. apríl 2017. Þátttakendur eru 75 frá 15 af háskólum þ.á.m. sumum af bestu háskólum Bandaríkjanna. Rúnar fer út kl. 8:02 að staðartíma sem er kl. 12:02 að íslenskum tíma. Fylgjast má með Rúnar og Minnesota á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 08:00

Masters 2017: Uppskrift að ekta Pimento ostasamloku á la Masters

Deb Lander, fréttamaður Real Food Traveler í Flórída, gerði sér ferð í Augusta National Golf Club í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum, á árinu 2013 til þess að fylgjast með Masters mótinu (þið vitið þessu golfmóti þar sem sigurvegarinn fær að klæðast grænum jakka 🙂 ) Henni fannst maturinn þar fremur „retro“ þ.e. eins og farið væri aftur í tímann til 1950 og 1960 en eitt vinsælasta snakkið, sem áhorfendur virtust háma í sig út um allan völl voru hinar frægu ,hefðbundnu Masters pimento osta samlokur. Ef þið fáið tækifæri til þess að fylgjast með Masters mótinu í návígi einhvern tímann, smakkið endilega aðalsnakkið á vellinum: pimento osta samlokuna (sem er sérlega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2017 | 07:00

Masters 2017: Gæti nýliði sigrað á Masters?

Það eru 4 kylfingar sem leiða eftir 2 keppnisdaga á Masters risamótinu og þ.á.m. er einn nýliði þ.e. kylfingur sem aldrei hefir keppt á Masters áður, en það er stjarna síðasta Ryder bikars, belgíski kylfingurinn Thomas Pieters. Hann er að spila á móti sér mun reyndari mönnum, sem árum saman hafa reynt að hreppa sigurinn á þessu fyrsta risamóti ársins og nokkrum hefir m.a.s. tekist það og sumum oftar en einu sinni. En þarna er Pieters í fyrsta skipti að spila níðþungan völlinn sem Augusta National er á móti sér reyndari mönnum og í risamóti sem alltaf hlýtur að vera aukaálag. Spurningin er: Getur nýliði sigrað á Masters? Rökin með því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 23:59

Masters 2017: Fowler, Garcia, Hoffman og Pieters deila forystunni í hálfleik

Fjórir kylfingar deila forystunni í hálfleik Masters: Rickie Fowler, Sergio Garcia, Charley Hoffman og Thomas Pieters. Þeir hafa allir spilað á 4 undir pari, 140 höggum; Fowler (73 67); Garcia (71 69); Hoffman (65 75) og Pieters (72 68). William McGirt er í 5. sæti á samtals 2 undir pari og fjórir aðrir kylfingar deila 6. sæti á samtals 1 undir pari þeir: Jon Rahm, Ryan Moore, Fred Couples og Justin Rose. Þrír stórkylfingar deila síðan 10. sætinu á sléttu pari: Jordan Spieth sem vann sig upp á 41. sætinu, sem hann var í eftir 1. dag og fv. sigurvegarar Masters þeir Adam Scott og Phil Mickelson. Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 23:30

Masters 2017: Sigurvegari síðasta árs úr leik

Danny Willett, sigurvegari Masters 2016 er úr leik í Masters þessa árs …. með minnsta mun, en aðeins munaði 1 höggi að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Alls náðu 53 niðurskurði en 40 ekki. Niðurskurður var miðaður við samtals 6 yfir pari, en Willett var á 7 yfir pari (75 77). 7 aðrir kylfingar léku á 7 yfir pari og eru því einnig úr leik m.a. gamla brýnið Jim Furyk og fyrrum Masters sigurvegarinn Zach Johnson.  Meðal þeirra sem duttu úr leik á 8 yfir pari voru Alex Noren,  Henrik Stenson og Bubba Watson. Aðrir sem ekki náðu niðurskurði voru kylfingar sem oft hefir gengið betur á Masters s.s. Ian Woosnam, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 20:00

Notah Begay segir vel geta verið að Tiger komi aftur til keppni í næsta mánuði

Annað árið í röð er Tiger ekki með á Masters, en han dró sig úr mótinu föstudaginn fyrir keppni. En annað en á síðasta ári, þá getum við búist við að sjá Tiger keppa seinna á árinu. A.m.k. ef  eitthvað er að marka orð vinar Tiger frá því á háskólaárunum,  Notah Begay III, sem hann viðhafði í The Rich Eisen Show. Begay III starfar m.a. sem golfgreinandi fyrir NBC/Golf Channel og í þættinum var m.a. til umræðu hvenær hann héldi að Tiger myndi snúa aftur til keppni. Meðal þess sem Begay III sagði var eftirfarandi: „[Masters]myndi líklega ekki hafa verið rétti staðurinn fyrir Tiger að hefja keppni eftir slæmt gengi fyrr á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 18:00

GL: Birgir Leifur ráðinn íþróttastjóri GL

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með allri þjálfun hjá Golfklúbbnum Leyni. Birgir Leifur mun vinna sem íþróttastjóri samhliða atvinnumennsku í golfi á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt. Birgir Leifur starfaði nú síðast hjá GKG og mun samhliða störfum sínum fyrir Golfklúbbinn Leyni áfram spila og keppa undir merkjum GKG. Birgir Leifur er menntaður PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi en hann lauk golfkennaranámi árið 2012. Birgi Leif þarf vart að kynna en hann er alinn upp á Akranesi og spilaði undir merkjum Golfklúbbsins Leynis allt til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 36 ára í dag. Suzann er nr. 17 á Rolex-heimslista kvenna og þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 22 titil þ.e.: 15 á LPGA, 7 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Christie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009. Suzann hefir 8 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 ,2011, 2013 og 2015) tekið þátt í Solheim Cup liði Evrópu og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 12:00

Masters 2017: 18 atriði sem vert er að vita um Masters 2017 – Myndskeið

Hver stendur uppi sem sigurvegari á þessu 81. Masters risamóti? Svarið við þessu fæst ekki fyrir víst fyrr en á sunnudaginn, en samt alltaf gaman að spá í þessa hluti. DJ sem var sigurstranglegastur hefir dregið sig úr mótinu, Jordan Spieth byrjar illa er í 41. sætinu – tekst honum að vinna sig upp – eða eru það „þolinmóðir“ kylfingar s.s. Rory, sem er að reyna við Grand Slam sem sigrar? Eða einhverjir nýir eins og Jon Rahm? PGA Tour hefir tekið saman myndskeið með 18 atriðum, sem vert er að vita um Masters risamótið í ár. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: