Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2017 | 09:00
Masters 2017: 11% minna sjónvarpsáhorf á Masters en í fyrra

Masters mótið í ár kann að hafa virkað sem vítamínsprauta á golf á Spáni og Englandi þar sem Sergio Garcia sigraði og Justin Rose keppti um sigursætið, en endaði í 2. sætinu. Bandaríkjamenn sýndu hins vegar ekki mikinn áhuga á þessu fyrsta risamóti ársins. Skv. Sports Media Watch, þá voru 7,6% sem horfðu á Masters í ár sem er 11% minna en horfðu á Masters í fyrra þegar Englendingurinn Danny Willett sigraði og 21% minna áhorf en árið þar áður þegar Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann sinn fyrsta risatitil. Þetta eru verstu áhorfstölur frá árinu 2004. Þó er áhorfið á lokahringinn ekki verst, 19% færri áhorfendur voru að 3. hringnum en á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 19:45
LPGA: Ólafía Þórunn farin út – Fylgist með HÉR:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir hafið 2. hring á LOTTE mótinu á Ko Olina golfvellinum í Oahu á Hawaii. Þegar þetta er ritað hefir hún leikið 3 holur og er komin á 1 yfir par. Hún var með par á fyrstu 2 holunum og fékk skolla á par-3 3. holuna. Ólafía Þórunn verður að eiga frábæran 2. hring til að eiga möguleika til að komast í gegnum niðurskurð. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 17:15
Ingvar Andri enn í 1. sæti á Scottish Boys Open Championship e. 2. dag

Ingvar Andri Magnússon, GR er enn í 1. sæti á Scottish Boys Open Championship e. 2. mótsdag. Ingvar Andri er samtals búinn að spila sléttu pari, 142 höggum (69 73). Í dag fékk Ingvar Andri 2 fugla og 4 skolla því miður 2 skolla í röð á síðustu tveimur lokaholunum. Daníel Ísak Steinarsson, GK, sem var í 2. sæti eftir 1. keppnisdag átti afleitan hring í dag þar sem hann fékk m.a. 2 slæma skramba og lék samtals á 9 yfir pari, 80 höggum og er því samtals á 8 yfir pari og rann eitthvað niður skortöfluna. Dagbjartur Sigurbrandsson var á sama skori og í gær 6 yfir pari og er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Davis Love III ——- 13. apríl 2017

Það er fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum 2016 Davis Milton Love III sem er afmæliskylingur dagsins. Love III er fæddur í Charlton, Norður-Karólínu 13. apríl 1964 og á því 53 ára afmæli í dag. Hann fæddist daginn eftir að pabbi hans Davis M Love Jr. lauk við lokahring sinn í Masters-mótinu 1964, en pabbi hans var golfkennari og atvinnumaður í golfi og móðir hans, Helen, lágforgjafarkylfingur. Love III gerðist atvinnumaður í golfi 1985, sem sagt 21 árs. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 36 mótum þar af 20 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum kom 1997 þegar hann sigraði í PGA Championship. Love III er hin síðari ár Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 13:00
Padraig Harrington ekki aðdáandi Sergio Garcia

Það voru ekki allir að dást að og flaðra upp um Sergio Garcia eftir sigur hans á Masters mótinu. S.l. helgi vann Spánverjinn Sergio Garcia fyrsta risamót sitt og áhorfendur Masters voru alveg jafn hrifnir og hann, sem var þarna að vinna risamót í 74. tilraun sinni. Írinn Padraig Harrington er einn þeirra sem ekki hefir mikið álit á Garcia. Þó hann hafi óskað honum til hamingju sagði hann Garcia „taka tapi illa“ og gæti ekki höndlað það af jafnmikilli yfirvegun og aðrir. Harrington gat ekki tekið þátt í Masters vegna þess að hann var meiddur, en fylgdist með Masters. „Ég var alltaf eins kurteis og ég gat verið og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 12:40
LET: Valdís Þóra á +4 e. 1. dag í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, var nú rétt í þessu að ljúka 1. hring sínum á Lalla Meryem mótinu, sem fram fer á Royal Dar Es Salam golfvellinum, í Dar Es Salam, í Marokkó. Hún lék á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 2 fugla og 6 skolla. Sem stendur eru Lydia Hall frá Wales og Klara Spilkova frá Tékklandi efstar af þeim sem lokið hafa keppni, en þær hafa spilað á 3 undir pari, 69 höggum, hvorar. Arianne Provot frá Frakklandi er hins vegar efst, en hefir ekki lokið keppni er á 15. holu og hefir spilað á 4 undir pari. Margar eru ekki einu sinni farnar út og getur staðan enn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 09:30
Fylgist með Valdísi Þóru HÉR!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefir hafið keppni á Lalla Meryem Cup, á Royal Dar Es Salam vellinum í Marokkó. Valdís Þóra átti rástíma kl. 9:06 og er í ráshóp með Linu Belmati frá Marokkó og Jenny Haglund frá Svíþjóð fyrstu tvo keppnisdagana. Hún hefir þegar spilað 3 holur þegar þetta er ritað og er á sléttu pari; hún átti erfiða byrjun fékk skolla þegar á 1. holu sem er par-5 en sýndi karakter og hefir þegar tekið það aftur með glæsifugli á par-4 3. holunni á Royal Dar Es Salam. Golf 1 sendir Valdísi Þóru baráttukveðju og vonar að henni gangi sem allra best!!! Fylgjast má með Valdísi Þóru á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 09:00
Evróputúrinn: Tanihara átti högg marsmánaðar – Myndskeið

Japanski kylfingurinn Hideto Tanihara átti högg marsmánaðar á Evróputúrnum. Þetta var ás sem kom hjá Tanihara á par-3 7. braut á golfvelli Austin CC í Texas, á WGC-Dell Technologies holukepnninni, sem er 207 yarda (189 metra) löng í úrslitaleik um 3. sætið við Bill Haas. (Þrátt fyrir ásinn hafði Haas betur 2&1 og Tanihara varð í 4. sæti!) Við höggið notaði Tanihara 8-járn. Þetta er aðeins 4. ásinn í sögu heimsmótsins í holukeppni. Tanihara var einnig eini kylfingurinn á heimsmótinu, sem fór með Dustin Johnson á 18. holu! Sjá má ás Tanihara, högg marsmánaðar á Evróputúrnum með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 07:30
Peter Alliss gagnrýnir kærustu Garcia

Peter Alliss er þekktur fyrir ýmislegt m.a. að hafa unnið mörg golfmót á 5. og 6. áratug síðustu aldar. Hin síðari ár hefir hann þó vakið athygli á sér fyrir alls kyns óviðurkvæmilegar athugasemdir, sem golffréttamaður BBC, sem oftar en ekki hafa haft undirtóna kynbundinna fordóma. Nýjasta nýtt hjá hinum 86 ára Alliss er að hann gagnrýndi klæðnað kærustu sigurvegara Masters í ár, Sergio Garcia. Það sem Alliss sagði var eftirfarandi: „“She’s got the shortest skirt on campus,” (Lausleg þýðing: Hún er í stysta pilsinu á háskólasvæðinu.“) Það er ekki svo mikið orðin sem eru alvarleg heldur undirtónninn þar sem gefið er í skyn að Angela Akins, kærasta Sergio sé Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 07:00
LPGA: Ólafía á +4 á 1. hring LOTTE mótsins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 1. hring sinn á LOTTE mótinu á Ko Olina golfvellinum á Oahu í Hawaii á 4 yfir pari, 76 höggum. Hún er T- 131 af 144 keppendum og þarf því að eiga draumahring í dag til þess að fara í gegnum niðurskurð. Á 1. hringnum fékk Ólafía 2 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Paula Creamer og Mi Hyang Lee deila 1. sætinu eftir 1. dag en báðar léku þær á 6 undir pari, 66 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á LOTTE mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

