Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir er fæddur 12. júní 1975 og á því 42 árs afmæli í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarfhjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni. Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sigurpáll Sveinsson (42 ára afmæli – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 05:45

LPGA: Ariya sigurvegari Manulife Classic e. bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var önnur thaílensku golfsystranna, Ariya Jutanugarn, sem sigraði á Manulife LPGA Classic. Ariya var jöfn þeim Lexi Thompson og In Gee Chun eftir hefðbundnar 72 holur og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Ariya sigraði. Allar léku þær stöllur, Jutanugarn, Chun og Thompson á samtals 17 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta Manulife LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 05:30

PGA: Berger sigraði á St. Jude Classic – Hápunktar 4. dags

Það var bandaríski kylfingurinn Daníel Berger sem stóð uppi sem sigurvegari á St. Jude Classic. E.t.v. eru ekki allir sem kannast við Daníel Berger og má því sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Berger lék á samtals 10 undir pari, 270 höggum (70 68 66 66). Öðru sætinu deildu þeir Whee Kim frá S-Kóreu og fyrrum Masters sigurvegarinn (2015) Charl Schwartzel frá S-Afríku; báðir höggi á eftir Berger. Til þess að sjá lokastöðuna á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2017 | 05:00

Evróputúrinn: Fritelli sigraði í Austurríki – Hápunktar 4. dags á Lyoness Open

Það var Dylan Fritelli frá S-Afríku sem bar sigurorð af keppendum sínum á Lyoness Open, í Austurríki í gær, sunnudaginn 11. júní 2017, en mótið var mót vikunnar á Evróputúrnum. Þetta er fyrsti sigur Fritelli á Evrópumótaröðinni. Fritelli lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum, (70 71 68 67). Jafnir í 2. sæti urðu 3 kylfingar: Englendingurinn David Horsey, Jbe Kruger frá S-Afríku og Mikko Korhonen frá Finnlandi; allir 1 höggi á eftir Fritelli þ.e. á samtals 11 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 23:59

Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Zuzanna sigraði í stúlknaflokki (17-18 ára)

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru. Í stúlknaflokki (17-18 ára) voru 8 þátttakendur. Heimakonan, Zuzanna Korpak, GS, lék Leiruna best allra í sínum flokki á samtals 32 yfir pari, 248 höggum (84 86). Í 2. sæti varð Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, á samtals 40 yfir pari og í 3. sæti varð Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, á samtals 49 yfir pari. Sjá má heildarúrslitin í stúlknaflokki (17-18 ára)  á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Zuzanna Korpak GS 9 F 48 38 86 14 78 84 86 248 32 2 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 10 F 44 44 88 16 85 83 88 256 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Dagbjartur sigraði í drengjaflokki (15-16 ára)

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru. Sigurvegari í drengjaflokki þ.e. 15-16 ára varð Dagbjartur Sigurbrandsson, GR. Dagbjartur lék Leiruna á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (72 73), líkt og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.  Þar hafði Dagbjartur betur þegar á 1. holu, með fugli! Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð því í 2. sæti en, hann og Dagbjartur voru á besta skorinu yfir alla keppendur í þessu móti!!! Flottir kylfingar þar á ferð þar sem Dagbjartur og Sigurður Arnar eru!!! Þriðja. sætinu deildu 3 kylfingar: Kristófer Karl Karlsson, GM, Kristófer Tjörvi Einarsson, GV og Sigurður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Kinga sigraði í stelpuflokki (14 ára og yngri)

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru. Í stelpuflokki (14 ára og yngri) voru 9 þátttakendur. Heimakonan, Kinga Korpak, GS, lék Leiruna á samtals 19 yfir pari, 163 höggum (81 82), líkt og Eva María Gestsdóttir, GKG og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Kinga sigraði. Þess mætti geta að Kinga var í forystu eftir fyrri hring, en Eva María, sem varð í 2. sæti náði að jafna við Kingu á 2. hring og þurfti því bráðabana til þess að skera úr um úrslit hjá þessum hnífjöfnu keppendum. Í 3. sæti varð síðan Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR á 43 yfir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 22:15

Íslandsbankamótaröðin 2017 (2): Böðvar Bragi sigraði í strákaflokki (14 ára og yngri)

Annað mót Íslandsbankamótaraðarinnar 2017 fór fram dagana 9.-11. júní á Hólmsvelli í Leiru og lauk því í dag. Sigurvegari í drengjaflokki þ.e. 14 ára og yngri varð Böðvar Bragi Pálsson, GR. Böðvar Bragi lék Leiruna á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (79 77). Í 2. sæti varð Björn Viktor Viktorsson, GL á samtals 16 yfir pari og í 3. sæti Flosi Valgeir Jakobsson, GKG, á samtals 17 yfir pari. Sjá má heildarúrslitin í drengjaflokki á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Böðvar Bragi Pálsson GR 0 F 37 40 77 5 79 77 156 12 2 Björn Viktor Viktorsson GL 7 F 39 45 84 12 76 84 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 22:00

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leik á Opna breska áhugamannamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur leik á Opna breska áhugamannamótinu þriðjudaginn 13. júní n.k. Leikið verður á Pyle og Kenfig völlunum í Wales. Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR:  Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að 144 keppendur leika 36 holur í höggleik og 64 efstu komast í holukeppnina sem tekur við af höggleiknum. Þetta er í 114. sinn sem mótið fer fram. Keppnisvellirnir Pyle & Kenfig eiga sér langa sögu í alþjóðlegri keppni. Opna breska áhugamannamótið í karlaflokki hefur þrívegis farið fram á þessum völlum. Heimild: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2017 | 21:30

Magnea Helga Guðmundsdóttir sigraði á Narvesen Tour

Það eru Íslendingar í öllum heimshornum, sem eru að slá í gegn í golfi. Ein þeirra er Magnea Helga Guðmundsdóttir, sem býr í Noregi og spilar þar á barna- og unglingamótaröð, sem nefnist Narvesen Tour. Magnea Helga lék nú um helgina í tveimur mótum mótaraðarinnar, öðru í Oppegård golfklúbbnum (laugardaginn, 10. júní) og hinu í dag (sunnudaginn, 11. júní 2017) í Drøbak. Á fyrra mótinu varð Magnea Helga í 2. sæti og og í Drøbak golfklúbbnum náði hún sigri!!! Sjá má lokastöðuna í Oppegård með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna í Drøbak með því að SMELLA HÉR: