Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 19:00

LPGA: Ólafía dregur sig úr Meijer mótinu

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir dregið sig úr Meijer LPGA mótinu sem til stóð að hún hæfi keppni í á morgun, fimmtudaginn 15. júní í Michigan. Í tilkynningu sem Ólafía ritaði á vefsíðu sína segir hún að hún muni hvíla; sér hafi ekki gengið vel undanfarið, þreytu sé um að kenna og nú sé kominn tími að taka sér hlé fyrir Walmart mótið. Einnig hefir hún fundið til í vinstri öxlinni og telur að um klemmda taug sé að ræða. Leiðinlegt að fá ekki að fylgjast með Ólafíu Þórunni við keppni að þessu sinni, en vonandi að hún nái fullum bata í öxlinni! Í tilkynningu á vefsíðu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 18:00

Links Magazine: Er lykilinn að framtíð golfsins að finna á Íslandi?

Bandaríska golftímaritið Links Magazine er eitt þeirra sem fjallað hafa um ákvörðun Golfsambands Íslands að afnema ákvæði um 18 holur úr mótareglugerðum sínum, sem nú hefur verið fylgt eftir með að keppa um KPMG-bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni á 13 holum í Vestmannaeyjum 23. – 25. júní nk. Í umfjöllun Links Magazine falla stór orð í fyrirsögn, en þar spyr blaðamaður hvort lykilinn að framtíð golfleiksins sé að finna á Íslandi. „Uppátæki Golfsambands Íslands breyta venjulega litlu um það hvernig Bandaríkjamenn stunda golfið sitt, en í þessu tilviki gæti frumkvæði landsins haft mikla þýðingu fyrir framtíð golfleiksins,” skrifar greinarhöfundur. Rætt um samstarf við USGA Í greininni er rætt við golfvallahönnuðinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 17:00

Guðrún Brá fer upp í 13. sæti á 2. degi Opna breska áhugamannamótsins – Glæsileg!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tekur þátt í Opna breska áhugamannamótinu – en spilað er á North Berwick. Hún er samtals búin að spila á 2 yfir pari, 144 höggum (74 70). Eftir 1. dag var Guðrún Brá T-57 en hún fór upp um 44 sæti og er nú í 13. sæti eftir 2. keppnisdag. Þátttakendur voru 144 og var skorið niður í dag og aðeins 64 fá að spila holukeppni næstu 2 daga. Til þess að sjá stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jón Halldórsson – 14. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jón Halldórsson. Jón er fæddur 14. júní 1950 og á því 67 ára afmæli í dag. Jón er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu Jóns til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Jón Halldórsson (67 ára – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn); Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (62 ára); Davíð Rúnar Dabbi Rún, 14. júní 1971 (46 ára); Berglind Rut Hilmarsdóttir, 14. júní 1973 (44 ára); Oddgeir Þór Gunnarsson, 14. júní 1973 (44 ára); Stéphanie Arricau, 14. júní 1973 (44 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 12:30

Opna bandaríska 2017: Röffið ekki einu vandræðin á Erin Hills – Noren datt í glompu! – Myndskeið

Opna bandaríska, sem hefst í þessari viku, þykir eitt erfiðasta risamótið af risamótunum 4. Það sem valdið hefir mörgum kylfingnum skráveifu á Erin Hills á æfingahringjum eru þykkur og hár kargi, þar sem fáir boltar finnast. En það er ekki eina hættan. Hér í meðfylgjandi myndskeið má sjá sænska kylfinginn slá upp úr glompu og …… …. síðan falla í hana – Sjá með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 12:00

Evans tvítar um Gary Player: „Hann er viðbjóðslegur maður, án samvisku eða heilinda.“

Atvinnukylfingurinn Gary Evans hefir sent frá sér röð tvíta þar sem hann lýsir yfir hversu mikið honum mislíkar við Player, eftir að hinn 9-faldi risamótssigurvegari blokkeraði hann á Twitter nú í morgun. Eftir að hafa verið blokkeraður á félagsmiðlunum, þá hefir Evans, sem flestir minnast helst fyrir að hafa næstum sigrað á Opna breska 2002 (en hann lauk keppni í því risamóti T-5) skrifað fjölda tvíta þar sem hann segir frá því hvernig hann missti allt álit á Player, þegar sá eyðilagt einn af hápunktum ferils Evans á æfingahring fyrir Opna breska, sem þá var haldið á Royal Troon. Evans segir frá því m.a. hvernig hann átti að spila við átrúnaðargoð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 23:59

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-4 e. 2. dag Austerlitz Classic

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Austerlitz Classic mótinu sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 12.-14. júní 2017 á Austerlitz golfstaðnum í Tékklandi. Þórður Rafn lék 1. hring í dag á 5 undir pari og 2. hring á 1 undir pari og er því samtals á 6 undir pari og T-4 eftir 2. dag. Á 1. hring fékk Þórður Rafn 5 fugla og 13 pör; skilaði glæsilegu skollalausu skorkorti – en á 2. hring fékk Þórður 6 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Þórður Rafn flaug því í gegnum niðurskurð en aðeins 40 efstu kylfingarnir fá að spila lokahringinn 14. júní. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 23:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Íslandsmótið í holukeppni leikið á 13 holum

Golfsamband Íslands hefur ákveðið, í samstarfi við Golfklúbb Vestmannaeyja, að fylgja eftir nýlegu afnámi á 18-holna kröfunni úr mótsreglugerðum GSÍ með því að leika 13 holur í stað 18 í KPMG bikarnum – Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fer í Eyjum 23. – 25. júní nk. Þetta verður í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem landskeppni rótgróinnar golfþjóðar fer fram á velli með færri en 18 holur. Afnám GSÍ á 18-holna kröfunni vakti talsverða athygli í golfheiminum og segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, að rætt hefði verið lauslega um að fylgja þeirri ákvörðun eftir með því að halda Íslandsmótið í holukeppni á velli með færri en átján holur. „Við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 22:00

Opna bandaríska 2017: Adam Scott telur að það sé hægt að týna kaddýnum í þykka röffinu á Erin Hills

Öfugt við þá sem kvarta og kveina yfir þykka röffinu í Erin Hills, þar sem 117. Opna bandaríska fer fram nú í vikunni, þá sér ástralski kylfingurinn Adam Scott spaugilegu hliðina á þessu. Hann sagði m.a. brosandi á blaðamannafundi að röffið væri svo þykkt í Erin Hills, að það væri auðveldlega hægt að týna kaddýnum sínum þar. Erin Hills er þar að auki svo gríðarlega stór völlur um 7000 metra og landsvæðið þar um kring, að auðveldlega gætu rúmast 3 golfvellir þar. Landið er hins vegar allt fremur bert og opið þannig að vindar gætu gert mörgum kylfingnum skráveifu í mótinu.   Völlurinn er um 40 mínútna akstursleið frá Milwaukee Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2017 | 21:00

GK: Minningarpúttmót um Hörð Barðdal 19. júní n.k.

Minningarmót um Hörð Barðdal, einn af stofnendum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi (GSFÍ), fer fram í Hraunkoti mánudaginn 19. júní n.k. Var það einlægur ásetningur hans að hvetja fatlaða til golfæfinga og að auka aðgengi og áhuga þeirra á golfíþróttinni. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki fatlaðra og ófatlaðra. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum. Skráning fer fram á staðnum í Hraunkoti. Texti: GSÍ