Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 22:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín nr. 1 e. 2. dag Tinderbox mótsins! Stórglæsilegt!!!!

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Tinderbox Charity golfmótinu á Nordic Golf mótaröðinni og hafa lokið við að spila á 1. keppnisdegi í dag. Þetta eru þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson, GKG. Best af íslensku keppendunum hefir Haraldur Franklín staðið sig en hann hefir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum (65 67) og er í forystu, efsta sætinu eftir 2. dag!!! Frábær spilamennska hjá flottum Haraldi Franklín!!! Stórglæsilegur!!! Ólafur Björn er T-40 færðist upp um 27 sæti frá því á 1. degi þar sem hann var T-67 – en hann er samtals búinn að spila á 1 yfir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 20:00

LPGA: Brooke Henderson efst á Meijers – Hápunktar 1. dags

Það er kanadíski kylfingurinn Brooke M. Henderson, sem er í efsta sæti á Meijers LPGA Classic mótinu, sem hófst í dag í Grand Rapids í Michigan. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hafði áður boðað þátttöku sína í mótinu, en sagði sig úr því vegna klemmdrar taugar í öxl, en hún ætlar að mæta óþreytt í Wallmart mótið, sem er næsta mót á dagskrá hjá LPGA. Henderson hins vegar lék á glæsilegum 8 undir pari á 1. hring Meijers, 63 höggum á hring þar sem hún skilaði skollalausu skorkorti;  fékk 1 örn, 6 fugla og 11 pör. Í 2. sæti er hópur 6 kylfinga sem allar eru á 7 undir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 18:00

Guðrún Brá komst ekki áfram á Opna breska áhugamannamótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, féll úr keppni í 64 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu, þegar hún beið lægri hlut gegn hollenska kylfingnum Romy Meekers í dag. Fór viðureign þeirra 1-0 Meekers í vil, en baráttan mikil og fór alla leið á 18. holu. Guðrún Brá hafði áður hafnað í 13. sæti í höggleikshluta mótsins. Romy Meekers féll síðan úr leik í 32 manna úrslitunum gegn tékkneska kylfingnum Söru Kouskova frá Tékklandi 2-1. Úrslitaviðureignirnar fara síðan fram á morgun, föstudaginn 16. júní 2017. Fylgjast má með holukeppnisshluta á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Justin Leonard —— 15. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Justin Leonard. Justin sem heitir fullu nafni Justin Charles Garrett Leonard fæddist í Dallas, Texas 15. júní 1992 og er því 45 ára í dag. Leonard gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Á þeim tíma hefir hann  m.a. sigrað í 12 mótum á PGA mótaröðinni. Einn fræknasti sigur Leonard var þegar hann sigraði á Opna breska árið 1997. Leonard er kvæntur konu sinni Amöndu og á 4 börn: Skylar Charles Leonard, Luke Garrett Leonard, Avery Kate Leonard og Reese Ella Leonard. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Salthússmarkaður Á Stöðvarfirði 15. júní 1970 (47 ára);  Rakel Þorbergsdóttir, 15. júní 1971 (46 ára) Justin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 10:00

Opna bandaríska 2017: Ólíklegt að áhugamaður sigri

Jack Nicklaus var nógu góður til að sigra á Opna bandaríska sem áhugamaður og honum tókst það næstum því. Hann var t.a.m. í forystu sem áhugamaður á Opna bandaríska sem fram fór á Cherry Hills 1960 þegar eftir var að spila 6 holur, en hann missti af of mörgum stutum púttum þannig að Arnold Palmer krækti sér í titilinn. Þetta skýrir stirðnaða brosið á Nicklaus aðspurður hvort hann telji að Marty Fleckman gæti hafa sigrað á Opna bandaríska fyrir 50 árum, en hann er næstsíðasti áhugamaðurinn, sem átti raunverulegan möguleika á að sigra á Opna bandaríska. Fleckman var 23 ára áugamaður, NCAA meistari frá Houston, nýbúinn að sigra á Texas Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 07:45

Opna bandaríska 2017: Annað risamót ársins hefst í dag

Annað risamót ársins í karlagolfinu hefst í dag í Erin Hills, Wisconsin. Þetta er í 117. skiptið sem Opna bandaríska fer fram. Mikið hefir verið fjallað í fréttamiðlum um það hér undanfarið hversu erfiðar keppnisaðstæður eru s.s. oft er á þessu erfiðasta allra hinna 4 risamóta. Mikið hefir verið gagnrýnt hversu hár karginn er; en hann hefir nú verið sleginn, að hluta; glompurnar djúpar og völlurinn opinn fyrir vinda, sem áhrif hefir að leik keppenda. Allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks á Erin Hills og nægir þar að nefna nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson og nr. 2, Rory McIlory. Fylgjast má með gangi mála á skortöflu, á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 23:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn varð í 2. sæti á Austerlitz Classic mótinu – Stórglæsilegt!!!

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tók þátt í Austerlitz Classic mótinu sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 12.-14. júní 2017 á Austerlitz golfstaðnum í Tékklandi og lauk því í dag. Þórður Rafn lék samtals á 11 undir pari, 205 höggum (67 71 67). Á 3. og lokahringnum var Þórður Rafn á glæsilegu skori, 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla, 9 pör og 2 skolla. Það var Þjóðverinn Maximilian Walz, sem sigraði á 12 undir pari, aðeins 1 höggi betri en Þórður Rafn. Til þess að sjá lokastöðuna á Austerlitz Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 22:00

Öldungamótaröðin (4): GK-ingar sigursælir á Kreditkorts mótinu

Fjórða mótið í Öldungamótaröðinni, Kreditkorts mótið,  fór fram sunnudaginn sl. á Strandarvelli Golfklúbbsins á Hellu. Þátttakendur voru 135 – þar af 43 kvenkylfingar. Leikfyrirkomulagið var punktakeppni. Keppt var í 6 flokkum og voru GK-ingar sigursælir; sigruðu í 3 af 6 flokkum. Úrslit urðu eftirfarandi (sigurvegarar feitletraðir):  Konur 49+ teigar til landsliðs: 1 Stefanía Margrét Jónsdóttir GR 12 F 19 20 39 39 39 2 Anna María Sigurðardóttir GO 19 F 17 21 38 38 38 3 Þorbjörg Jónína Harðardóttir GK 13 F 17 19 36 36 36 4 Guðrún Garðars GR 9 F 18 18 36 36 36 5 Rut Marsibil Héðinsdóttir GM 13 F 17 18 35 35 35 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 21:00

GM: Kristján Þór á 59!!!

Kristján Þór Einarsson, þrettánfaldur Íslandsmeistari, lék Bakkakotsvöll í gær á 59 höggum! Það er fágætt að kylfingar brjóti 60 og nái draumaskori allra kylfinga 59 höggum. Með þessu skori setti Kristján Þór nýtt vallarmet á Bakkakotsvelli. Kristján Þór hefir áður spilað undir 60, en þá lék hann Hlíðavöll af rauðum, á 58 höggum. Kristján var við keppni í Meistaraflokksmótaröð GM þegar hann náði skorinu góða og sigraði að sjálfsögðu! Golf 1 óskar Kristjáni Þór innilega til hamingju með árangurinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 20:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín á glæsilegum 65 og T-2 e. 1. dag Tinderbox mótsins

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Tinderbox Charity golfmótinu á Nordic Golf mótaröðinni og hafa lokið við að spila á 1. keppnisdegi í dag. Þetta eru þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson, GKG. Best af íslensku keppendunum hefir Haraldur Franklín staðið sig en hann lék í dag á glæsilegum 6 undir pari,  65 höggum – á hring þar sem hann fékk  7 fugla, 10 pör og 1 skolla. Axel er T-54 á 2 yfir pari; Ólafur T-67 á 3 yfir pari og Guðmundur Kristján T-80 á 4 yfir pari. Sjá má stöðuna á Tinderbox Charity með því að SMELLA HÉR: