Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2017 | 18:00
Opna bandaríska 2017: Jon Rahm fær æðiskast – 6 af 10 bestu kylfingum heims komust ekki g. niðurskurð

Sex af tíu bestu kylfingum heims komust ekki í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska. Einn þeirra er spænski kylfingurinn Jon Rahm, (nr. 10 á heimslistanum), sem fékk æðiskast þegar hann uppgötvaði að hann kæmist ekki í gegn. Hinir voru: nr. 1 Dustin Johnson, nr. 2 Rory McIlroy, nr. 3 Jason Day, nr. 6 Henrik Stenson, nr. 8 Alex Noren, Rahm vissi að hann yrði að spila vel á 2. hring, eftir slælegan 1. hring upp á 76 högg. Hann lék á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) – en niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari eða betur. Rahm var talinn einn af líklegustu sigurvegurunum f. Opna bandaríska Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Bjarnadóttir – 17. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Bjarnadóttir. Dagbjört er fædd 17. júní 1963. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún var ávallt meðal efstu í púttmóti Keiliskvenna og hefir tekið þátt í fjölda golfmóta með góðum árangri. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Dagbjört Bjarnadóttir (54 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (79 ára); Ísland Best Í Heimi, 17. júní 1944 (73 ára); Iceland Ísland (73 ára); Fallega Fólkið, 17. júní 1944 (73 ára) Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (67 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2017 | 10:00
Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags! Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Jón Sigurðsson var fæddur 17. júní 1811 og hefði orðið 206 ára í dag! Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu. Í boði voru 12 eftirfarandi mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag (2 mótum fleira en í fyrra): 17.06.17 GM *****Þjóðhátíðarmót GM***** Punktakeppni 1 Almennt 17.06.17 GHG Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3) 9 holur Höggleikur með og án forgjafar 1 Unglingamót 17.06.17 GÖ Opna Kristalsmótið Punktakeppni 1 Almennt 17.06.17 NK OPNA ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSMÓTIÐ Annað – sjá lýsingu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 23:59
Opna bandaríska 2017:4 efstir í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Það eru 4 kylfingar, sem deila efsta sætinu á Opna bandaríska: Englendingarnir Paul Casey og Tommy Fleetwood og Bandaríkjamennirnir Brian Harman og Brooks Koepka. Allir hafa þeir spilað á 7 undir pari, 137 höggum. Jafnir í 5. sæti, 1 höggi á eftir eru 3 kylfingar: Rickie Fowler, forystumaður 1. hrings; Jamie Lovemark og JB Holmes. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Opna bandaríska eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Harpa Ævarrsdóttir – 16. júní 2017

Það er Harpa Ævarrsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Harpa er fædd 16. júní 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Hún var lengi vel fulltrúi sýslumannsins á Akureyri og var dugleg hér áður að draga fyrir son sinn Ævarr Frey, í mótum Íslandsbanka- og Eimskipsmótaraðarinnar. Komast má á facebook síðu Hörpu til þess að óska honum til hamingju með daginn Harpa Ævarrsdóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Old Tom Morris, 16. júní 1821; Dagrún, 16. júní 1964 (53 ára); Harpa Ævarrsdóttir, 16. júní 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Phil Mickelson, 16. júní 1970 (47 ára); Sigurþór Ingólfsson, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 12:30
Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni í 2. sæti í Danmörku – Stórglæsilegt!!!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Tinderbox Charity golfmótinu á Nordic Golf mótaröðinni en mótinu lauk í dag. Þetta voru þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson, GKG. Spilað var í Langesø golfklúbbnum í Danmörku, dagana 14.-16. júní 2017. Haraldur Franklín Magnús stóð sig frábærlega; varð í 2. sæti og lék á samtals 9 undir pari, 204 höggum (65 67 72). Í dag, lokahringinn lék Haraldur Franklín á 1 yfir pari vallar; fékk 3 fugla, og 11 pör og 4 skolla. Ólafur Björn lauk keppni T-35 og fór upp um 5 sæti frá deginum áður þegar hann var T-40, en á 2. degi færðist Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 10:25
Opna bandaríska 2017: Golfáhangendur sjá loftbelg falla til jarðar – Myndskeið

Auglýsingaloftbelgur, sem sveif yfir Erin Hills golfstaðnum í gær á 1. mótsdegi 117. Opna bandaríska, féll af himnum ofan. Golfáhangendur urðu vitni að atburðinum þegar kviknaði í belgnum. Flugmaðurinn, sem hlaut brunasár var fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. Einn golfáhangandi sem var að fylgjast með Opna bandaríska tók meðfylgjandi myndskeið af loftbelgnum, þegar hann fellur niður. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 10:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 72 höggum 1. dag Hauts de France Golf Open!

Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í Hauts de France Golf Open mótinu, sem er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Mótið fer fram í Saint Omer golfklúbbnum í Lumbres, Frakklandi og stendur dagana 15.-18. júlí 2017. Birgir Leifur lék 1. hring á 1 yfir pari, 72 höggum. Skorkort Birgis Leifs var ansi skrautlegt, en hann fékk 1 örn, 2 fugla, 10 pör og 5 skolla. Til þess að sjá stöðuna á Hauts de France Golf Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2017 | 09:00
Opna bandaríska 2017: E kólí baktería finnst í drykkjarvatni Erin Hills

Skipuleggjendur Opna bandaríska 2017 urðu fyrir enn einu áfallinu í gær þegar uppgötvaðist E kólí baktería í drykkjarvatni á Erin Hills. Enn hafa engir greinst veikir eftir neyzlu vatnsins; eftir að hafa drukkið úr drykkjarbrunni á golfvellinum, þar sem 2. risamót ársins fer fram, en lokað var fyrir brunninn í gær, fimmtudagsmorgun. Bandaríska golfsambandið (USGA) sem stendur fyrir mótinu sagði í yfirlýsingu, sem það sendi frá sér: „Ráðuneyti heilbrigðismála í Washington Ozaukee greindi USGA frá því að greinst hefði E kólí baktería í sýni sem tekið var úr drykkjarbrunni nálægt 12. holunni við Erin Hills golfvöllinn.“ „Vatnsleiðslan að drykkjarbrunninum var tekin úr sambandi þá þegar og gestum fengið vatn í flöskum, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 23:59
Opna bandaríska 2017: Fowler í forystu – Hápunktar 1. dags

Það er Rickie Fowler sem er efstur eftir 1. dag á Opna bandaríska risamótinu og því að standa sig best í karganum á Erin Hills í Wisconsin, þar sem mótið fer fram. Hann lék 1. hring á stórglæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele og enski kylfingurinn Paul Casey, báðir 1 höggi á eftir Fowler, á 6 undir pari, 66 höggum. Af áhugamönnunum er bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler að standa sig best en hann er T-11 á 3 undir pari, 69 höggum. Nr. 1 á heimslistanum og hinn nýbakaði faðir, Dustin Johnson er T-102, á 3 yfir pari, 75 höggum og nr. 2 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

