Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Björgvin Sigmundsson – 20. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Björgvin Sigmundsson. Björgvin fæddist 20. júní 1985 og á því 32 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og hefir unnið mörg opin mót. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björgvin Sigmundsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20. júní 1960 (57 ára); Berglind Þórhallsdóttir, 20. júní 1960 (57 ára); Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, 20. júní 1969 (48 ára); Hafþór Bardi Birgisson, 20. júní 1973 (44 ára); Crystal Fanning 20. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 14:00
Evróputúrinn: Alfred Dunhill 2017 mótið fer ekki fram

Skipuleggjendur Alfred Dunhill Championship hafa látið fara frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að mótið muni ekki fara fram í ár, 2017. Ástæðan eru endurbætur sem verið er að gera á mótsstað; Leopard Creek golfklúbbnum. Það er Sólskinstúrinn suður-afríski sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Evróputúrinn. Fram kom m.a. í fréttatilkynningunni að völlurinn í Malelane, Mpumalanga, „myndi ekki vera til fyrir mótið“ vegna endurbóta. Það var kylfingurinn Brandon Stone frá S-Afríku sem sigraði í mótinu í desember 2016.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 10:00
Tiger sækir sér hjálpar vegna lyfjaofneyzlu

Þremur vikum eftir að Tiger Woods var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum sagðist hann í gær, mánudaginn 19. júní 2017, að hann væri að sækja sér hjálpar vegna lyfjaofneyzlu, bakverkja og krónísks svefnleysis. Þannig sagði Tiger í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér: „Ég er sem stendur undir handleiðslu sérfræðinga til að ná tökum á lyfjaneyslu minni og því hvernig ég höndla bakverki og svefntruflanir.“ „Ég vil þakka öllum fyrir ótrúlegan stuðning og skilning sérstaklega áhangendum og leikmönnum á túrnum.“ Tiger, 41 árs, hefir aðeins spilað tvívegis á þessu ári – hann náði ekki niðurskurði í einu mótinu og dró sig úr hinu. Hann gekkst undir 4. bakuppskurð sinn í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 06:00
Gísli Sveinbergs á 64 og í efsta sæti e. 1. dag Opna breska áhugamannamótsins

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Opna breska áhugamannamótinu: Gísli Sveinbergsson, Henning Darri Þórðarson og Rúnar Arnórsson; allir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Mótið fer fram á tveimur golfvöllum: Royal St. Georges og Prince golfvöllunum í Kent og stendur dagana 19.-22. júní 2017. Leikfyrirkomulag er þannig að fyrstu tvo dagana er spilaður höggleikur og komast 64 efstu í lokaeinvígi keppninnar síðustu tvo dagana, þar sem spiluð er holukeppni. Þátttakendur í mótinu eru 288 frá 40 þjóðríkjum. Gísli Sveinbergsson, GK, er í efsta sæti á Opna breska áhugamannamótinu eftir 1. keppnisdag – sem er virkilega stórglæsilegt!!! Hann lék 1. hring á frábærum 8 undir pari, 64 höggum; skilaði skollalausu, meiriháttar skorkorti með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 05:00
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017(3): Atli Teitur sigraði í piltaflokki (15-18 ára)

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveislu. Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi en mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik – en rúmlega 50 keppendur tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Úrslit í flokki 15-18 ára pilta, sem spiluðu 18 holur, voru eftirfarandi: 1. Atli Teitur Brynjarsson, GL 82 högg
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 04:00
Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (3): Bára Valdís sigraði í flokki 15-18 ára stúlkna

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveisli. Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi en mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik – en rúmlega 50 keppendur tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Úrslit í flokki 15-18 ára stúlkna, sem spiluðu 18 holur, voru eftirfarandi: 1. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 106 högg 2. Jana Ebenezersdóttir, GM 115 högg 3. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 116 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 03:00
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Magnús Máni sigraði í strákaflokki

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveislu. Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi en mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik – en rúmlega 50 keppendur tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Úrslit í flokki 14 ára og yngri stráka, sem spiluðu 18 holur, voru eftirfarandi: 1. Magnús Máni Kjærnested, NK 89 högg 2. Ólafur Ingi Jóhannesson, NK 89 högg 3. Ingimar Elfar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 02:00
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Kristín Vala sigraði í stelpuflokki

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveisli. Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi en mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik – en rúmlega 50 keppendur tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Úrslit í flokki 14 ára og yngri stelpna, sem spiluðu 18 holur, voru eftirfarandi: 1. Kristín Vala Jónsdóttir, GL 99 högg 2. Laufey Kristín Marinósdóttir, GKG 105 högg 3. Katrín Sól Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2017 | 01:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-21 á Hauts de France Golf Open!

Birgir Leifur Hafþórsson tók þátt í Hauts de France Golf Open mótinu, sem er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Mótið fór fram í Saint Omer golfklúbbnum í Lumbres, Frakklandi og stóð dagana 15.-18. júlí 2017. Birgir Leifur lék á samtals sléttu pari, 284 höggum (72 71 71 70) og varð T-21. Á lokahringnum lék Birgir Leifur flott golf – kom í hús á 1 undir pari, með 3 fugla, 13 pör og 2 skolla. Til þess að sjá lokastöðuna á Hauts de France Golf Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2017 | 18:20
Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Gunnlaugur Árni Sveinsson sigraði í flokki 12 ára og yngri hnokka

Þriðja mót tímabilsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis. Keppendur voru allir ræstir út á sama tíma. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ afhenti verðlaunin og í mótslok var boðið upp á létta grillveisli. Aðstæður í Hveragerði voru nokkuð krefjandi en mikil úrkoma gerði keppendum erfitt um vik – en rúmlega 50 keppendur tóku þátt. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Úrslit í flokki 12 ára og yngri hnokka, sem spiluðu 9 holur, voru eftirfarandi: 1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 43 högg 2. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 46 högg 3. Sólon Siguringason Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

