Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 20:00

LET Access: Valdís Þóra T-3 e. 1. dag í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Foxconn Czech Ladies Challenge, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið stendur daganna 22.-24. júní 2017 og fer fram í Casa Serena golfklúbbnum, í Kutná Hora, í Tékklandi. Valdís Þóra lék 1. hring á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum, þar sem hún fékk 5 fugla og 2 skolla. Valdís Þóra er T-3 eftir 1. keppnisdag, þ.e. deilir 3. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Til þess að sjá stöðuna á Foxconn Czech Ladies Challenge SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-13 í Noregi

Axel Bóasson, GK, tók þátt í Borre Open, sem fram fór í golfklúbbi Borre, í Horten, Noregi. Mótið er hluti af Nordic Golf League og fór fram dagana 20.-22. júní 2017 og lauk því í dag. Axel lauk keppni á samtals 8 undir pari, 211 höggum (70 68 73) og deildi 13. sæti með 2 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-13 af þeim 56, sem komust í gegnum niðurskurð. Andri Þór Björnsson, GR, tók einnig þátt í mótinu. Hann komst í gegnum niðurskurð og varð í 47. sæti á samtals 3 yfir pari. Sigurvegari mótsins var Per Längfors frá Svíþjóð á samtals 12 undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR Haraldur Franklín Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Grétarsson – 22. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Grétarsson. Gauti er fæddur 22. júní 1960 og á því 57 ára afmæli í dag!!! Gauta þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann er í NK. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Gauti Grétarsson, NK (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kristinn J. Gíslason, GR, 22. júní 1952 (65 ára); Símon Sigurbjörnsson, 22. júní 1958 (59 ára) Axel Rudolfsson, GR, 22. júní 1963 (54 ára); Daníel Helgason, 22. júní 1964 (53 ára); Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (41 árs); Notað Ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 12:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 13:03 á morgun á Wallmart NW Arkansas Championship

Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir tekur þátt í 11. LPGA móti sínu í dag en það er  Wallmart NW Arkansas Championship. Mótið fer fram í Rogers, Arkansas og á Ólafía Þórunn rástíma kl. 8:03 að staðartíma (kl. 13:03 að íslenskum tíma) á morgun, föstudaginn 23. júní, en mótið stendur 23.-25. júní 2017. Ólafía er í ráshóp með Minu Harigae frá Bandaríkjunum (sjá kynningu Golf 1 á Minu með því að SMELLA HÉR:) og danska kylfingnum Therese O´Hara (sjá kynningu Golf1 á Therese með því að SMELLA HÉR:) Ólafía Þórunn hefir 4 sinnum komist í gegnum niðurskurð af þeim 10 LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í. Ólafía Þórunn hefir verið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 11:00

GK: Arnór Ingi á besta skorinu á Opna Subway

Opna Subway mótið var haldið á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 2017 og er þetta mót búið að vera lengi á mótaskrá Keilis og er mótið alltaf jafn glæsilegt. Allir þáttakendur fengu bolta, drykk og frímiða á Subway og að sjálfsögðu heimavöll Íslandsmótsins í golfi 2017 til að kljást við. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir besta skor í höggleik og 5 efstu í punktakeppni. Balli ræsir keyrði svo út fullt af aukaverðlaunum, sem voru í boði. Golfklúbburinn Keilir vill þakka Subway á Íslandi fyrir að styrkja þetta mót með glæsilegum vinningum og nándarverðlaunum. SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf. rekur 23 Subway Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 09:00

Upphafið að samstarfi Bones og Phil

Flestir kylfingar vita að Phil Mickelson og Jim „Bones“ Mackay hafa verið kylfings-kylfubera teymi allt frá árinu 1992 eða í 25 ár og því finnst mörgum undarlegt að samstarfi þeirra skuli nú vera að ljúka. Hins vegar ber að líta á það að Bones hefir ekki alveg gengið heill til skógar, þó ekki hafi það verið gefið upp sem ástæða aðskilnaðs þeirra, sem að öllu leyti virðist vera í mesta vinskap. Bones gekkst m.a. undir tvöfalda hnjáskiptaaðgerð í lok 2016 og ekki hefir komið fram hvernig eða hvort hann hefir algerlega náð sér eftir hana – Sjá m.a. grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Það sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 07:00

Ástæður þess að upp úr samstarfi Phil og Bones slitnaði

Phil Mickelson hefir ákveðið að ljúka samstarfi sínu til 25 ára við kylfusvein sinn Jim ‘Bones‘ Mackay. Með Mackay á pokanum hefir Mickelson unnið 5 risamótstitla og 41 titil á PGA Tour. Það kemur því verulega á óvart að þeir báðir hafi ákveðið að skilja að skiptum. Skv. Mickelson, var ákvörðunin um að ljúka samstarfinu sameiginleg og héðan í frá mun Tim, bróðir Phil, vera á pokanum hjá honum. Aðspurður um ákvörðunina að ljúka samstarfinu við Bones, þá sagði Phil að það hafi ekki verið ákvörðun, sem auðvelt hafi verið að taka. „Ákvörðun okkar byggist ekki á einhverju einu tilviki. Bones er sá kylfusveinn, sem hefir mestu þekkinguna og gefur sig mest af Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 05:00

Gísli úr leik

Gísli Sveinbergsson, GK, lék í 32 manna úrslitum í holukeppnishluta Opna breska áhugamannamótsins. Eftir 1. dag mótsins var Gísli á stórglæsilegu skori 64 höggum og í 1. sæti, en eftir annan keppnisdag og hring upp á 73 högg var Gísli T-11. Hann fór beint í 32 manna úrslitin og þar mætti hann enska kylfingnum George Baylis. Baylis vann í viðureign þeirra 5&4 og er Gísli því úr leik. Því miður fær Gísli þar með ekki þátttökurétt á Opna breska risamótið, sem hefði verið stórkostlegt tækifæri fyrir hann. Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og jafnframt margfaldur klúbbmeistari GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands. Hún er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu, Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá eldra viðtal Golf1 við Ragnhildi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ragnhildur Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2017 | 08:00

Gísli Sveinbergs flaug beint í 32 manna úrslitin

Gísli Sveinbergsson úr Keili keppir eftir hádegi í dag í 2. umferð holukeppninnar á Opna breska áhugamannamótinu. Gísli endaði í 11.-18. sæti eftir höggleikinn þar sem hann lék á -5 samtals á tveimur hringjum. Gísli var efstur eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem hann setti nýtt vallarmet á Princes vellinum, en hann lék á 64 höggum eða -8. Á öðrum hringnum lék Gísli á Royal St. George’s vellinum og þar lék hann á +3 eða 73 höggum. Henning Darri Þórðarson úr Keili endaði í 183. sæti á +5 samtals (71-76) 147 högg. Rúnar Arnórsson, einnig úr Keili, endaði í 139. sæti en hann lék frábært golf á öðrum keppnisdeginum og fór Lesa meira