Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 02:00

PGA: Spieth enn í forystu á Travellers – Hápunktar 2. dags

Jordan Spieth heldur forystu sinni á  Travellers Championship eftir 2. kepppnisdag. Mótið fer að venju fram í Cromwell, Conneticut. Spieth hefir spilað samtals á 8 undir pari, 132 höggum (63 69). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Travellers Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Travellers Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 01:00

Evróputúrinn: Lagergren og Stalter efstir e. 2. dag BMW International Open

Það eru þeir Joakim Lagergren frá Svíþjóð og franski kylfingurinn Joël Stalter sem leiða á BMW International Open. Báðir hafa þeir spilað á 9 undir pari, 135 höggum; Lagergren (69 66) og Stalter (67 68). Þriðja sætinu (allir á samtals 8 undir pari) deilir hópur 5 kylfinga: þeir Sergio Garcia, Henrik Stenson, Thomas Detry, Richard Bland og Rikard Karlberg. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 21:00

LET Access: Valdís í 4. sæti e. 2. dag í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Foxconn Czech Ladies Challenge, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið stendur daganna 22.-24. júní 2017 og fer fram í Casa Serena golfklúbbnum, í Kutná Hora, í Tékklandi. Valdís Þóra hefir leikið á samtals 4 undir pari, 138 höggum (68 70) – en á 2. hring fékk hún 4 fugla og 3 skolla. Valdís Þóra er í 4. sæti eftir 1. keppnisdag. Til þess að sjá stöðuna á Foxconn Czech Ladies Challenge SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-11 e. 2. dag Made in Denmark Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í Made in Denmark Challenge – presented by Ejner Hessel, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið stendur dagana 22.-25. júní 2017. Eftir 2. keppnisdag er Birgir Leifur T-11; búinn að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (71 67). Á 2. degi lék Birgir Leifur á 67 höggum; fékk 5 fugla og 13 pör. Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-37 e. 1. dag á Walmart mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, hóf í dag, 23. júní 2017, keppni á Wallmart NW Arkansas Championship. Hún lék 1. hring á 2 undir pari, 69 höggum. Ólafía Þórunn fékk 5 fugla, 10 pör og 3 skolla. Í efsta sæti er Sung Hyun Park frá S-Kóreu á 8 undir pari, 63 höggum. Glæsileg byrjun hjá Ólafíu Þórunn og vonandi að hún komist gegnum niðurskurð á morgun! Til þess að sjá stöðuna á Wallmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Hverjir mætast í 8 manna leikjum Íslandsmótsins í holukeppni liggur fyrir

KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni, hófst í dag föstudaginn, 23. júní 2017 á Vestmannaeyjavelli. Nú er ljóst hvaða 16 kylfingar komust áfram í átta manna úrslit í karla og kvennaflokki. Það verður nýtt nafn á KPMG-bikarnum í karlaflokki í ár en í kvennaflokki er Berglind Björnsdóttir úr GR enn með í titilvörninni frá því í fyrra. Alls hófu 32 keppendur í karlafloki keppni og var þeim skipt í átta riðla. Efsti leikmaðurinn úr hverjum riðli komst áfram í átta manna úrslit í karlaflokki. Í kvennaflokki voru fjórir riðlar og alls 16 keppendur. Tveir efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit. Eftirfarandi 16 kylfingar keppa í 8 manna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnór Harðarson – 23. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Arnór Harðarson. Hann er fæddur 23. júní 1997 og á því 20 ára stórafmæli dag. Komast má á facebook síðu Arnórs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Arnór Harðarson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912 (hefði átt 105 ára afmæli);  Colin Montgomerie, 23. júní 1063 (54 ára); Kári Sölmundarson,GO, 23. júní 1970 (47 ára); David Howell, 23. júní 1975 (42 ára); Roberto Castro, 23. júní 1985 (32 ára) ….. og …… Snaya. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 01:00

PGA: Spieth efstur á Travellers – Hápunktar 1. dags

Jordan Spieth er efstur eftir 1. dag Travellers Championship. Mótið fer að venju fram í Cromwell, Conneticut. Spieth  lék 1. hring á 7 undir pari, 63 höggum. Öðru sætinu deila þeir Brett Stegmaier og Johnson Wagner á 6 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Travellers Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Travellers Championship eftir 1. dag  SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 00:01

Evróputúrinn: Ormsby efstur á BMW Int. Open – Hápunktar 1. dags

Það er ástralski kylfingurinn Wade Ormsby sem er í forystu og BMW International Open, sem fram fer í GC München, Eichenried í Þýskalandi og er hluti af Evróputúrnum. Ormsby lék 1. hring á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti er Belginn Thomas Detry  á 7 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2017 | 22:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-55 e. 1. dag á Made in Denmark mótinu

Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í Made in Denmark Challenge – presented by Ejner Hessel, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið stendur dagana 22.-25. júní 2017. Eftir 1. dag er Birgir Leifur T-55 þ.e. deilir 55. sætinu með 8 kylfingum og rétt er fyrir ofan niðurskurðarlínuna eins og sakir standa. Hann lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi – á hring þar sem hann fékk 1 fugl og 17 pör. Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark Challenge SMELLIÐ HÉR: