Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 15:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni á Made in Denmark T-11

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tók þátt í Made in Denmark mótinu í Danmörku og spilar lokahringinn á morgun, sunnudaginn 25. júní 2017. Hann lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (71 67 74 67) og varð T-11 Á lokahringnum í dag fékk Birgir Leifur 1 örn, 4 fugla og 1 skolla. Það var Svíinn Oscar Stark sem sigraði á samtals 14 undir pari, 274 höggum. Til þess að sjá lokastöðuna á Made in Denmark mótinu SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 15:20

Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Guðrún Brá Íslandsmeistari í holukeppni kvenna!!!

Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2017! Mótið fór að þessu sinni fram á Vestmannaeyjavelli og stóð dagana 23.-25. júní 2017 og lauk í dag. Guðrún Brá lék til úrslita við klúbbfélaga sinn, Helgu Kristínu Einarsdóttur, GK. Fóru leikar svo að Guðrún Brá sigraði 3&2. Innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 15:00

Evróputúrinn: Andres Romero sigraði á BMW Int. Open!!!

Það var Andres Romero sem sigraði á BMW International Open, en mótið fór fram dagana 22.-25. júní 2017 og lauk í dag. Romero lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (67 71 68 65). Í 2. sæti urðu Sergio Garcia og Richard Bland, sem deildu forystunni fyrir lokahringinn sem og Belginn Thomas Detry, allir á 16 undir pari. Einn í 5. sæti varð Svíinn Rikard Karlberg á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 23:45

LPGA: Ólafía Þórunn komst g. niðurskurð!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst nú í kvöld í gegnum niðurskurð á Wallmart NW Arkansas Championship. Á fyrstu tveimur hringjum mótsins hefir Ólafía Þórunn spilað á samtals 3 undir pari, 139 höggum (69 70). Á 2. hring, í dag, fékk Ólafía 2 fugla og 1 skolla – spilaði jafnt og gott golf. Niðurskurður er sem stendur miðaður við þá sem spiluðu á 1 undir pari eða betur. Í efsta sæti er So Yeon Ryu frá S-Kóreu á samtals 16 undir pari. Meðal þeirra sem að þessu sinni komust ekki í gegnum niðurskurð eru Caroline Hedwall, Cheyenne Woods og Paula Creamer. Til þess að sjá stöðuna á Wallmart NW Arkansas Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Helga Kristín mætir Guðrúnu Brá og Alfreð Brynjar, Agli Ragnari í úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni fer nú fram út í Vestmannaeyjum. Ljóst er að Íslandsmeistarinn í holukeppni í kvennaflokki kemur úr Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði og í karlaflokki úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Þær sem spila til úrslita í kvennaflokki eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttir og í karlaflokki er slagurinn milli Alfreðs Brynjars Kristinssonar og Egils Ragnars Gunnarssonar. Í undanúrslitunum vann Guðrún Brá Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur GK 7&6 og Helga Kristín, Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK, 4&3. Í undanúrslitunum í karlaflokki vann Alfreð Brynjar, Jóhannes Guðmundsson GR, 3&2 og Egill Ragnar, Stefán Þór Bogason, GR, 7&5. Hér er hægt að skoða riðla og úrslit leikja SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 20:45

LPGA: Lítur vel út hjá Ólafíu e. 9 holur 2. hrings Wallmart mótsins – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, er nú við keppni á 2. keppnisdegi á Wallmart NW Arkansas Championship. Eftir 9 holu leik er hún samtals á 4 undir pari. Í gær eftir 1. hring var hún á 2 undir pari, 69 höggum og nú á fyrri 9 annars keppnisdags hefir hún bætt við 2 fuglum og er nú samtals 4 undir þegar eftir á að spila 9 holur. Vonandi nær hún að bæta við fuglum og færast ofar á skortöflunni seinni 9 ….. og komast gegnum niðurskurð í 5. sinn af 11 LPGA mótum sem hún hefir tekið þátt í!!!! Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á Wallmart NW Arkansas Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2017 (7)

Hér fara þrír brandarar, sem ekki eru þýddir: Nr. 1 A minister, a priest and a rabbi were golfing one day. It was very hot. They were sweating and exhausted when they came upon a small lake on the 14th hole. Since it was fairly secluded and not many golfers were on the course, they took off all their clothes and jumped in the water. Feeling refreshed, the trio decided to walk over to the rough to pick a few berries while enjoying their „freedom.“ As they were crossing the fairway, who should come along but a group of ladies from town getting ready to tee off. Unable to get Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís lauk keppni í 4. sæti í Tékklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tók þátt í Foxconn Czech Ladies Challenge, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið stóð daganna 22.-24. júní 2017 og fór fram í Casa Serena golfklúbbnum, í Kutná Hora, í Tékklandi. Valdís Þóra lék  á samtals 4 undir pari, 138 höggum (68 70) – Eldur kom upp í klúbbhúsi mótsstaðarins þannig að ákveðið var að fella niður lokahringinn. Valdís Þóra lauk því keppni  í 4. sæti.  Sem laun fyrir góðan árangur hlaut Valdís Þóra tékka upp á € 1,535.00 (u.þ.b. 183.000 íslenskar krónur). Til þess að sjá lokastöðuna á Foxconn Czech Ladies Challenge SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 17:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-34 e. 3. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Made in Denmark mótinu í Danmörku og spilar lokahringinn á morgun, sunnudaginn 25. júní 2017. Hann hefir spilað á samtals 4 undir pari, 212 höggum (71 67 74). Á hringnum í dag, 3. keppnisdag, lék Birgir Leifur á 74 höggum – fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 skramba og er T-34 Í efsta sæti er Julian Suri frá Bandaríkjunum á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark mótinu SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir. Hún er fædd 24. júní 1976 og á því 41 árs afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólöf María Jónsdóttir (41 árs– Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (86 árs); Golfistas de Chile (83 árs); Juli Inkster, 24. júní 1960 (57 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (53 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (45 ára); Louise Friberg, 24. júní 1980 (37 ára); Aron Geir Guðmundsson, 24. júní 1995 (22 Lesa meira